June 13, 2018

Myrra Venus gyðjan okkar og skærasta stjarnan í sólkerfinu er vöknuð. Og guð minn góður tilfinninginn við að sjá skottuna með opin augu, það var ein dásamlegasta tilfinning sem ég hef upplifað.

Ég bókstaflega fann hjartað mitt þenjast út og einhvernvegin fylltist herbergið af gleði. Eins og við ákváðum þá átti hún að ná undraverðum bata á mettíma, sem er auðvitað að rætast. 

Hún var skiljanlega ekki sátt við aðstæður þegar hún vaknaði en var ótrúlega fljót að aðlagast einhvernvegin og stendur sig óendanlega vel og reynir sitt besta til að brosa.

Hún er þreytt, finnur til, er pirruð á þessu öllu og í ofan á lag þá á ég mjög erfitt með að skilja hana og fæ ekki mömmuverðlaun ársins fyrir varalestur né að skilja bendingar.

Ég virðist víst ekki vera svakalega góð í að skilja það sem hún er að reyna að segja og gefst litla skinnið oftast upp á að reyna að skýra það nánar út fyrir mér.

Eitt hefur mér þó tekist að skilja og það var þegar dásamlega litla skottið mitt lét vísifingur beinan upp...

June 10, 2018

Eftir leikskóla fór ég með slatta af börnunum mínum og Áka, son Helgu systur, upp á Akranes til að leyfa krökkunum að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Sóley og Máney áttu flug erlendis daginn eftir svo það var auðvitað bráðnauðsynlegt að kíkja á glænýja son Fanneyjar áður en þær færu erlendis :)

Krakkarnir voru öll alsæl með litla fallega frændann. Við keyptum okkur Dominos pizzu á leiðinni út úr bænum og allir voru bara ofboðslega glaðir og hamingjusamir.

Ferðin endaði ekki alveg eins og við gerðum ráð fyrir. Við lentum í árekstri á leiðinni í bæinn aftur og vorum öll send með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.

Jasmín snillingur fór í það að aðstoða eina hjúkrunarkonuna á gjörgæslu Landspítalans við að kortleggja okkur fjölskylduna sem var komið þarna og sýnir þessi mynd hvernig allt hafði breyst á svipstundu. 

Það vantar nokkur nöfn þarna inn á myndina en þetta "hugtakakort" var smá leiðarvísir fyrir starfsfólkið sem hugsaði um okkur :)

Og guð minn góður hvað ég er þakklát fyrir h...

June 10, 2018

Hversdagsleikinn er tíminn sem þarf stundum að leggja meiri áherslu á að njóta, þar sem hann er daglegur.

Ekki eingöngu bara að hlakka til þess sem er framundan heldur að njóta núsins, hversdagsleikans og augnabliksins. 

Þetta eru áherslurnar hjá okkur fyrir sumarið, já og bara alltaf :)

Við erum alltaf að reyna að poppa upp hversdagsleikann og brjóta hann upp með ýmsum litlum atriðum og tilbreytingu sem oftast innihalda fíflagang og hlátur.

Ég keypti þennan æðislega garðbekk í Rúmfatalagernum á 2800 krónur. Æðislegt að geta borðað við hann úti og leikið. Krökkunum finnst svo skemmtilegt að fá að borða úti.

Ég keypti einnig litla uppblásna sundlaug sem hægt er að hafa á svölunum til að sulla í þegar við fáum sólardaga.

Ég mun reyndar þurfa að ausa vatninu í vaskinn eftir notkun því ekki er hægt að láta vatnið bara gossa fram af svölunum, en þess vegna keypti ég bara litla sullulaug :)

Við blásum sápukúlur á leið í leikskólann, krítum sól eða annað á steina og stétt á leiðinni, hjó...

May 30, 2018

Fyrsta ári mínu í mastersnámi er lokið og ég er byrjuð að saxa á uppsöfnuð verkefni.

Dagarnir líða reyndar ágætlega hratt og ég á alltaf jafn erfitt með að skilja hvar ég fann tíma til að læra.

Þar síðustu helgi fór ég með Perlu á lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss þar sem hún tók á móti viðurkenningu sem besti leikmaður, markahæst og fyrir að hafa spilað 100 meistaradeildaleiki með Selfoss.   

Um síðustu helgina fór ég með Eldon Dýra, á Vís fórboltamót Þróttar, þar sem hann keppti fimm leiki. Það var grenjandi rigning allan tímann og það lá við að strákarnir væru farnir að synda í pollunum sem mynduðust á einum vellinum.

Ég viðurkenni að ég hefði alveg verið til í að sleppa því að standa heilan morgun úti í grenjandi rigningu, en Eldon var svo sætur, hann var svo spenntur og glaður með mótið sem gerði þetta alveg þess virði.

Eldon spurði síðar um kvöldið hvort að hann gæti keppt á öðru móti daginn eftir :)

Strákarnir skiptust á að spila allar stöður á vell...

May 26, 2018

Fanney Sandra mín varð tvítug núna 25. maí ♡♡

Við héldum upp á afmælið og skelltum okkur á Hamborgarafabrikkuna og vorum með kaffi heima.

Ég tímdi ómögulega að setja 20 kerti á gullfallegu þristaafmælistertuna og var því einum kleinuhring fórnað fyrir bálið :)

Ég stóðst einnig ekki mátið og varð að kaupa nýjungina hjá Sætum syndum og finnst mér veislubakkinn æðislegur, mjög fallegur og fjölbreyttar kræsingar. 

Fanney er skrifuð eftir nokkra eftir daga og vorum við því ekki með stóra veislu í tilefni dagsins og var fjölskyldan einnig á víð og dreifð um landið og erlendis. En auðvitað verður að vera eitthvað til að 20 ára afmælisdagur sé eftirminnilegur. 

Það er þó nokkur kúnst að hlusta eftir og vita hvað börnum manns vantar og langar í þegar afmæli og jól nálgast. Ég er án gríns með bók sem ég punkta niður í sniðugar hugmyndir af gjöfum sem henta og gagnast hverju barni. 

Tvítugsafmæli er stór viðburður og finnst mér tvítugsafmælisgjöf verða...

April 29, 2018

Fanney Sandra mín á von á barni núna í byrjun júní og héldum við því óvænt baby shower fyrir gyðjuna ♡

Laumu plottið var búið að standa yfir í lengri tíma hjá systrum Fanneyjar og hélt Fanney að hún væri á leið í systrahitting í kósýheit og pizzuát.

Planið breyttist smám saman yfir í að þær yrðu að mæta aðeins í fínni kantinum, til að geta tekið myndir af sér saman. Þar sem það gerist ekki daglega því þær búa út um allt land.

Þetta varð alveg heljarinnar spunavefur. Máney var látin tefja fyrir Fanney á loka metrunum og labba með henni yfir í salinn þegar við vorum tilbúnar að taka á móti henni þar :)

Dýrmætt að eiga góða vini ♡♡

Anna Lára, Fanney Sandra og Ólafía Ósk 

Baby showerið var haldið í hádegi á laugardegi. Veitingarnar voru mjög girnilegar og glæsilegar :D

Fyrsta tips fyrir væntanlega baby shower haldara er taka hópmynd af væntanlegri móður með gestunum í upphafi veislu!

Ég flaskaði sem sagt á því og er eina hópmyndin úr veislunni þegar skvísu...

April 27, 2018

Gleðilegt sumar :*  Ég er á lífi og er alveg að komast í sumarfrí. Búin að kaupa mér grill og allt að gerast! :D

 Þessi önn var bærilegri en sú fyrsta í þessu mastersnámi mínu, en er þó búin að vera það strembin að ég hef bara einfaldlega ekki gefið mér tíma í skrifa neitt umfram náms-skilaverkefni. Ætla ég því að hlaupa hér hratt yfir fjögurra mánaðar tímabil. 

Ég á eftir að skila einu verkefni á þessari önn og síðan tekur sumarið við með öllum sínum tækifærum og sólardögum. Mér hafa boðist ýmis spennandi tækifæri undanfarna mánuði og er ég að skoða hvað mér líst á og hvað ég hef tíma í, segi frá því síðar :) 

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja eftir svona langa fjarveru en ég get allavega sagt frá snilldar ákvörðun minni. Hún er sú að ég ætla ekki að eyða of miklum tíma í þrif og tiltekt í sumar, svo fyrsta skrefið í því plani var að kaupa mér grill til að minnka eldamennskufrágang.

Ég keypti mér eins stórt grill og...

December 31, 2017

Gleðilega hátíð ☆

Við áttum mjög svo gleðileg jól, mikið hlegið, spjallað, spilað og nutum þess innilega að vera saman í fríi.

Árið 2017 er búið að vera svolítil sprengja og er ég hér með nokkrar sprengjur svona til að enda árið með stæl 

Síðasta lokaprófið hjá mér var 13. desember, þá tók við jólaundirbúningur þar sem allt hafði setið á hakanum á meðan á prófalestri stóð.

Einkunnir fyrir þessa fyrstu önn mína í mastersnámi komu í hús fyrir jól oooog... ég náði öllum áföngum og vel það!! :D 

Þetta haustmisseri var alveg þónokkuð strembið í alla staði en allt gekk upp og ómæ hvað börnin mín eru ótrúleg! ég er svo innilega stolt, hamingjusöm og þakklát 

Eldon Dýri snillingur byrjaði ári á undan í 1. bekk núna í haust, fór í grunnskóla með yfir 600 nemendum og er búinn að standa sig eins og hetja.

Honum hefur gengið mjög vel að aðlagast þessum svakalegum breytingum, frá því að vera heima hjá pabba og mömmu út í sveit yfir í að flytja til Reykjavíkur og byrja í...

November 4, 2017

Tveir og hálfur mánuður eru mjög fljótir að líða! Ég er á lífi og mjög svo hamingjusöm :D það hafa alveg komið augnablik sem ég efast um hvað ég sé eiginlega að spá! en ég er fljót að ýta þeim mómentum til hliðar. Flesta eða alla daga er ég að drukkna í námsefni og skil ekki hvernig ég eigi að fara að þessu, þetta er ansi mikið og allt öðruvísi en fjarnám.

En núna 1. nóvember ákvað ég að kyrrsetja móður mína í bænum svo hún geti aðstoðað með heimilið og ég geti einbeitt mér að því að ná þessu misseri.

Það segir kannski svolítið til um ástand mitt þegar ég er farin að bjóða gestum upp á kaffi, Nocco eða Aminó :) Ég held líka að flest öll skakkaföll sem hægt var að lenda í eru búin að gerast, svo nú er bara allt upp á við :)

Til dæmis mætti hingað svo svæsin pest að öll börnin lágu í nokkura daga ælupest og allir sem komu nálægt smituðust. Wordið í tölvunni hjá mér ákvað að taka upp á því að breyta öllum texta í stjörnur*** og fékk ég því að tvíg...

September 2, 2017

Fanney Sandra stórglæsilega gyðjan mín ❤ 

Fanney tók þátt í Ungfrú Ísland keppninni núna í sumar og var ótrúlega flott. Mætti á allar æfingar, tvisvar sinnum í viku í allt sumar og daglega síðustu tvær vikurnar. Hún var einnig í 120% vinnu og alltaf óaðfinnanleg og glæsileg. Hún er óendanlega flott, gerir allt með stæl sem hún tekur sér fyrir hendur og er ekki þekkt fyrir að fara auðveldustu leiðina. 

Já ég er endalaust stolt af henni, alveg eðal eintak og má ég því til með að setja nokkrar myndir af henni hér inn ☆

Fanney er ekki vön að fara troðnar slóðir og er eitt af því sem hún gerði í keppninni var að halda góðgerðartónleika. Góðgerðartónleikar var eitthvað sem ekki hafði áður verið gert í fjáröflunarskyni í fyrri Ungfrú Ísland keppnum og fannst Fanney tónleikar vera mjög skemmtileg hugmynd.

Fór hún því á fullt í vinnu, fékk lánaðan Hard Rock kjallarann og hóaði saman flottum tónlistarmönnum sem voru til í að leggja góðgerðarmálefninu lið...

Please reload

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle