top of page

Ég á hús!


Það sem mér dettur í hug!

Um miðjan nóvember fór ég í smá húsnæðispælingar, ákvað ég athuga þetta aðeins og fór og skoðaði þrjú hús. Jú jú mér leist mjög vel á eitt húsanna en var ekkert komin lengra í pælingum.

Í lok nóvember heyrir fasteignasalinn í mér um að ef ég er að spá í þessu tiltekna húsi þá verði ég að vera snögg til og ég hafi séns til að kaupa það til hádegis 30. nóvember.

Ég hef því samband við bankann samdægurs 27. nóvember og bið um að allt verði sett á fullt, sem bókstaflega var gert.

Um klukkan þrjú á föstudeginum 30. nóvember hefur bankinn samband við mig, ég hringi í fasteignasalann og segist kaupa húsið.

Í gær 10. desember skrifaði ég undir kaupsamning, fékk afhenta lykla af húsinu, tengdasonur minn og faðir hans rifu niður veggi og við verðum flutt inn fyrir jól!

Af hverju í ósköpunum ætti ég að fara að byrja á einhverri lognmollu í kring um okkur núna. hahaha, meira bullið :)

Svo langþráða rólegheita jólafríið mitt við lestur verður eitthvað með aðeins öðru sniði en til stóð :)

Ég er nýbúin að djóka með það að einu húsin sem eru með ákjósanlegum herbergjafjölda væru hótel og gistiheimili... sem varð svo einmitt raunin, ég keypti mér gistiheimili :D

Nú geta börnin í orðsins fylgstu merkingu sagt "hótel mamma" ;)

Það er lobby í andyrinu hjá okkur :D hahaha

Því verður auðvitað breytt en mjög skemmtileg staðreynd að það er í alvöru lobby í andyrinu hjá okkur.

Smá sýnishorn hér :)

Strax eftir undirskrift kaupsamnings voru rifnir niður tveir veggir. Eldhúsið var opnað og borðstofan stækkuð.

Smá breyting :)

Mig langar í nýja eldhúsinnréttingu við tækifæri, nýjan bakarofn, eldavél og háf og fá mér uppþvottavél.

Þetta er stofan mín.... með vask í horninu hahahh

Ef það verður ekki of þægilegt að hafa vask þarna í stofunni um jólin, þá er planið að taka niður þessa veggi og opna stofuna.

Ég á eiginlega ekki til orð yfir þetta allt og hef í raun engan tíma til að vera í þessum pælingum núna.

Mig vantar stóran góðan sófa í stofuna og sófaborð, vantar ljósakrónur á nokkra staði en annars held ég að við séum bara nokkuð góð með þetta.

Herbergin eru öll risastór

Það eru fimm sturtur í íbúðinni og fimm klósett! Þetta verður eitthvað. Við sem erum vön að hafa eitt baðherbergi.

Nú verður bara vandi að hlusta vel eftir kalli yngstubarnanna þegar þeim vantar aðstoð.

Við verðum að koma okkur upp númerakerfi á þessu. "Mamma, búinn á klósetti þrjú". Hahahaha

Ekki meira um þetta í bili. Ég þarf að klára þessa önn áður en ég get byrjað að pakka niður og einbeita mér að flutningum og jólum.

Þessi jól verða ekki alveg með hefðbundnu sniði, þar sem ég hef ekki tíma í jólasmákökubakstur og nenni ómögulega að skreyta hér hjá okkur þegar við erum rétt að fara að pakka niður.

Ég á eftir að kaupa allar jólagjafir og þetta verður allt eitthvað hálf óhefðbundið hjá okkur.

En skórnir eru komnir út í glugga og mikil eftirvænting eftir jólasveininum.

Ég mun líklegast bæta mínum skó út í glugga líka fyrir svefninn og óska mér að ég fái áframhaldandi ævintýri og uppfylltar óskir og drauma

♡♡♡♡♡♡♡♡♡♡


bottom of page