top of page

Skírn Fanneyjar- og Garðarssonar


Elsku litli ömmudrengurinn minn, sonur Fanneyjar og Garðars, var skírður

sunnudaginn 29. júlí í Landakotskirkju.

Hann er dásamlegt draumabarn, rólegur og brosmildur. Hann var að sjálfsögðu einnig dásamlegur á skírnadaginn sinn og brosti og ullaði þegar verið var að skíra hann.

Herra Líam Myrkvi Bergmann Garðarsson ♡♡

Þetta fannst Líam Myrkva bara mjög kósýstund og gaf okkur öllum þarna tilefni til að hlæja og brosa með sér þegar hann brosti og ullaði.

Veitingarnar í veislunni voru svo glæsilegar að ekki þurfti aðrar skreytingar á veisluborðið.

Borðin sem setið var við voru með bláum löber endilangt á miðjum borðum og smartísi dreift yfir.

Stórglæsileg og bragðgóð ísterta frá Kjörís.

Ég hef verið með svona ístertur í fermingum stelpnanna og verið mjög ánægð með þær. Þess vegna átti ég ekki til orð yfir sjálfri mér, þegar ég mundi núna í kringum skírnina, eftir þessum dásemdar ístertum.

Ég sem er búin að fresta afmælishöldum núna í júní og júlí þar sem Myrra mátti ekki borða kökur. En auðvitað hefði ég getað keypt ístertu þar sem hún hefur allan tímann mátt borða ís. Stundum er fattarinn ekki í lagi og maður sér bara ekki lausnina.

Ísterturnar frá Kjörís eru allavega algjör snilld, dásamlega bragðgóðar og gullfallegar

Og þegar maður er góðu vanur þá heldur maður sig við sem manni líkar og voru

Fabrikku smáborgararnir á sínum stað og alltaf jafn bragðgóðir og dásamleg snilld í veislu.

Krispy kreme dúnamjúku bragðgóðu kleinuhringirnir voru auðvitað á veisluborðinu eins og alltaf í fögnuði hjá okkur.

Culiacan quesadillaplattinn og burritoplattinn komu skemmtilega út og var mjög bragðgott. Ávaxtaspjótin frá Culiacan voru fljót að fara enda mjög fersk og góð.

Marenge stendur alltaf fyrir sínu og hið umtalaða ostasalat Garðars var auðvitað á veisluborðinu og fór hratt.

Súkkulaði tertan frá Sætum syndum var mjög falleg eins og þær eru nú alltaf frá þeim.

Og eitt sem fer alltaf vel af í veislum þar sem börn eru og það er Tomma og Jenna kexið, það kláraðist alveg hahaha

Veitingarnar voru stórglæsilegar og mjög bragðgóðar

Ég elska Fabrikku smáborgarana og Bó sósuna hahaha. Myrra mín var einnig alsæl með að mega borða í veislunni.

Hún má ekki borða hart né seigt en allt annað má hún borða svo undanfarna daga hefur hún borðað á við tvo. Enda þónokkuð sem litla skottan þarf að vinna upp og kom veislan sér því mjög vel.

Sætar syndir ná alltaf að setja bragðgóðu terturnar sínar fram sem listaverk og var skírnarterta Líams Myrkva Bergmanns ein af þeim og gullfalleg.

Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skreyttu gestabókina.

Hektor sonur Garðars átti einnig 13 ára afmæli sama dag svo hann fékk óvæntan afmælissöng frá gestum og afmælistertu.

Perla og Örn guðforeldrar Líams Myrkva taka sig vel út í nýja hlutverkinu og Líam sýnist mér vera mjög sáttur ♡

Það sem ég er lánsöm og yfir mig ástfangin

Tían mín og Líam♡♡

Svo hófst myndatökufjörið með dætrum mínum ♡ það vantar reyndar Örnu elstu dömuna á myndirnar.

Sunna, Helga, Sóley, Máney, Perla, Fanney, Jasmín og Myrra ♡ dömurnar mínar

Yndislegur dagur með yndislegu fólki ❤❤❤


bottom of page