top of page

Ferming


Hálfnað verk þá hafið er...

Elsti sonur minn hann Skjöldur Jökull var fermdur í gær þann 17. mars.

Fimm fermingar búnar og aðeins fimm fermingar eftir svo þetta er nú allt að verða komið hjá mér :D

Fermingardagurinn var dásamlegur og hafði Skjöldur orð á því á heimleið eftir veisluna að hann væri til í að endurtaka daginn þar sem dagurinn hefði verið svo skemmtilegur.

Skjöldur með Líam Myrkva systurson sinn

Skjöldur fermdist klukkan 10:30 um morguninn og við fengum sal safnaðarheimilisins lánaðan klukka 13.

Fermingarveislan byrjaði klukkan 14 og fórum við því eftir athöfnina að keyra um bæinn og ná í veitingar og síðan beint í salinn að dekka hann upp og gera allt klárt.

Fjölskyldan á fullu að undirbúa og gestir byrjaðir að mæta..

Þar sem ég hafði mest engan tíma til að hugsa um fermingarundirbúning og þar sem við höfðum einungis einn klukkutíma til að gera allt klárt frá því við fengum salinn þar til gestir komu þá var mest lítið um skreytingar á salnum og auka óþarfadæmi.

Það sem einkenndi þessa veislu voru því frábærar veitingar og skemmtilegt fólk :)

Við vorum með einnota pappírsdúka á borðum og smartiesi dreift endilangt yfir miðju borða, sem mér finnst skemmtilegasta borðskrautið þar sem það gefur lit, er ætt og fyllir ekki geymslupláss í skápum eftir veislu ;)

Gestir voru byrjaðir að tínast inn áður en við náðum að fullgera allt klárt og gleymdist því að taka mynd af fullbúnu matarborðinu, borðið var engu að síður glæsilegt og veitingarnar voru allar æðislegar. Ég fékk snilldar kokk til að sjá um matinn og mætti hann með allt tilbúið og lagði matinn á borð fyrir mig.

Smáborgararnir frá Hamborgarafabrikkunni voru auðvitað á sínum stað. Þeir voru því strax komnir á sinn stað og náðust því á mynd þarna í upphafi.

Óskir Skjaldar um veitingar í veislunni voru Smáborgarar, Krispy Kreme kleinuhringir og kjöt og náði ég að uppfylla allar hans óskir.

Smáborgararnir kláruðust mjög fljótt og kleinuhringirnir sömuleiðis.

Ég sem gerði mér vonir um að geta setið heima í kósy eftir veislu og borðað smáborgara með Bó sósu :) umm það er svo gott :D

Ég var með 4 smáborgara bakka, 2 bakka af Fabrikkuborgurum, 1 bakka Stóra Bó og 1 bakka af pulled pork sem eru hver öðrum betri.

Í flestum veislum undanfarin ár hef ég haft smáborgara og Krispy Kreme og er það alltaf jafn vinsælt. Sama hvaða tegund af smáborgurm ég hef valið þá virðast þeir allir vera jafn vinsælir. Bilað þægilegt og gott

Ég elska hvað allt var stresslaust og að ég þurfti ekki að vaka langt fram eftir nóttu að vesenast með veitingar. Elska að geta nýtt mér það að panta tilbúinn veislumat og vera útsofin og hress í veislum, ómetanlegt að geta bara notið :)

Þó tími væri knappur þá tókst okkur nú samt að taka þessar gullfallegu myndir af dásamlegu börnunum mínum

Hér eru flest börnin saman komin

Arna kom akkúrat þegar við vorum úti í myndatöku svo henni var strax stillt upp í mynd áður en hún náði að fara inn fyrir :)

Síðan náðust ekki fleiri hópmyndir og var Sunna komin og farin áður en myndavél var tekin upp aftur.

Ég verð mögulega skipulagðari eftir tvö ár þegar næsta ferming verður og þá náum við myndum af öllum :)

Ég komst ekki í frekari myndatökur en var svo lánsöm að annar hafði tíma í það sem smellti nokkrum myndum af gormunum mínum.

Bæron snillingur var auðvitað með Hulk hanskana sína í sparifötunum, hahaha æðislegur að læðast þarna á bakvið. Bæron var líka með hanskana á sér í kirjunni við athöfnina :)

Eftir veislu tókum við nokkrar myndir, þá voru reyndar nokkrir úr fjölskyldunni farnir og allur gangur var á þessu.

Dagurinn var fullkominn og allir voru slakir og glaðir.

Það fór mest lítill tími í undirbúning fyrir ferminguna, fötin voru keypt í H&M, Next og Zöru, dúkar og servéttur í Rekstravörum, matur pantaður í gegnum netið og gos, kaffi, smartís og Tomma og Jenna kex keypt í Bónus. Boð í veisluna var í gegnum facebook svo ekkert stress var að senda út boðskort og allt bara mjög einfalt og þægilegt.

Kvöldið fyrir fermingu sátum við svo bara í kósý og lékum okkur að því að finna skemmtilegar spurningar fyrir léttan spurningaleik sem við vorum með í veislunni og setja saman skemmtilega myndasýningu af Skildi sem rúllaði í tölvunni á borðinu hjá gestabókinni.

Skjöldur Jökull fermingardrengurinn, bilað sætur ;)

Síðustu myndir dagsins :D

Það gleymdist auðvitað að taka mynd af gestabókinni líka áður en byrjað var að skrifa í hana. En gestabókin var mjög fallega skreytt af nunnunum í Karmelklaustri í Hafnarfirði.


bottom of page