May 17, 2016

Súkkulaði kaka

 

2 bollar hveiti

1 og 1/2 bolli sykur

1 og 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

4 msk. kakó

2 stk egg

150gr. brætt smjörlíki 

1 bolli mjólk

 

Þurrefnin sett saman í skál, svo mjólk, egg og smjör útí og allt hrært saman,

hún er svo auðveld og þægileg að ég hræri hana alltaf bara í skál og með pískara, en auðvitað fínt að nota handþeytara eða hrærivél :)

baka á 180° í ca. 12-15 mín (fer reyndar alltaf eftir ofni)

 

Börnin mín skiptast ansi oft í tvennt hvað varðar matarsmekk og því set ég kókosmjöl á helming kökunna og skrautsykur á hinn og geri auðvitað eplakökur með og án epla ;)

 Skjöldur og Bæron í körfubolta <3

❤ ❤

 

 

May 15, 2016

Hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu..

Okkur líkar mjög vel við daga sem eiga annan dag daginn eftir sem

byrjar á “annar í” ;) 

Yngrideildin nýböðuð og komin í náttföt á meðan allir aðrir eru úti í sauðburði.

<3 <3

 

❤❤❤❤

 

May 13, 2016

 

Bíð og bíð og bíð spennt eftir að einkunnir fari að tínast inn, og finna út hvaða verðlaun ég ætti að veita mér fyrir námsárangur þessa tveggja ára háskólanáms ;) ég ætti kannski að bíða með þau þar til ég lýk 3. ári humm......  Mig langar bara svo mikið í gráan Eames ruggustól og hefur langað í hann í endalaust langan tíma, (er að reyna að finna ástæðu til að fá mér hann ;) finnst hann algjört æði og ég held að allar mömmur ættu að eiga einn slíkan! Æðislegur til að rugga sér með barn í fangi eða bara sjálfur að slaka og njóta :)

Hann er gordjöss

 

May 11, 2016

 

Ég er alveg að elska þessa regnsamfestinga sem Myrra og Bæron fengu, svo auðvelt og fljótlegt að klæða þau í og þeim virðist líða mjög vel í þeim.

Er að skoða hvaða regnföt eru best fyrir Jasmín og Eldon, vil að þau sé falleg og þjál en samt með góðri vatnsvörn, veit ekki hvaða merki er sniðugast fyrir þann aldur.

 

 

Og mér til mikillar ánægju þá sé ég að það er alveg kominn tími á að mála leiktækin! já og ná í meiri sand, ekki mikið eftir af honum þarna fyrir krakkana,

 set þetta á To do listann

 

 

 

 

 

 

 

  

 

May 10, 2016

Síðasta námsverkefni vetrarins var skilað rétt upp úr hádegi, eftir það fór allt á fullt við að sinna verkefnum heimilisins sem höfðu setið á hakanum vegna prófa og verkefnaskila á endaspretti annarinnar.

Ég bókstaflega óð úr einu verkefninu í annað og eftir daginn hafði mér tekist að tæma þvottakörfuna, ganga frá öllum þvotti, sortera og taka til í fataskápum barnanna,  greinilegt að þau hafa stækkað eitthvað í vetur,  og pakka útigöllum og öðrum vetrarfötum til hliðar.

Ég hafði ekki haft tíma fyrr til að fylla allt af mat fyrir sauðburð svo til að vinna allt aðeins hraðar þá skellti ég hjónabandssælu uppskriftinni í ofnskúffuna, smellti í tvær af þeim, bakaði tvöfalda snúðauppskrift, brauðbollur og gerði tvöfalda eplaköku uppskrift og skellti líka í ofnskúffuna, það hef ég reyndar ekki gert áður og fannst ekki koma nógu vel út, kakan var of þykk og ekki eins girnileg eins og þegar hún er í kringlóttum formum, svo ég ætla bara að halda mig við fallegu kringlót...

May 5, 2016

Lokaprófin hjá mér búin, bara ein verkefnaskil eftir en við bara gátum ekki beðið lengur og tókum smá forskot á sumarfríið. Skelltum okkur í bæinn og fórum í Þjóðleikhúsið á Hróa Hött. Sýningin var æðisleg, Gói er náttúrulega bara snillingur og Salka Sól alveg frábær. Krakkarnir voru mjög ánægð með leikritið, sviðsmyndin var ótrúlega skemmtileg og langaði þeim flestum að prófa að hlaupa upp brattann og renna sér niður ;) Allir alveg til fyrirmyndar og horfðu stillt á sýninguna til enda. Skjöldur hafði orð á því eftir sýninguna að þetta væri besta leiksýning sem hann hefur séð til þessa ☆ 

Dásamlegu börnin mín á yndislegum degi, tókum nokkrar tilraunir í að ná mynd þar sem allir horfðu á myndavélina ;) Bæron var ansi snöggur að hlaupa af stað svo ég varð að vera snögg að smella af og vona það besta

Aldursröðin mín ❤  Bæron var ekkert á hraðferð hér en sól og vindur vildu setja sinn svip á myndina

 Elsku Eldon minn búinn að hrufla á sér nefið og sólin enn...

April 29, 2016

 

Námsönnin er að verða búin og einbeiting mín einnig :)

Núna hugsa ég bara um að það er alveg að koma sumar.......

Endalaust mikið sem ég ætla að gera og fullt eftir að plana. Fanney mín á afmæli núna 25. maí og mig langar að byrja á þeim plönum, hún er að verða 18 ára! Skjöldur á afmæli 14. júní, Jasmín er 26. júní, ég á afmæli 19. júlí og Frosti 22. júlí svo nóg af skemmtilegum planleggingum bara fyrir afmælin.

Mig langar líka svo mikið að gera garðinn fínan fyrir sumarið, grill, garðborð og eitthvað dúllerí svo hægt sé að njóta þess að vera úti í garði, vona innilega að það verði af  þeim draumum mínum. Einbeiting mín er semsagt komin ansi langt frá námsbókunum, inn í sumarið og ég farin að brain storma á fullu um allt sem mig langar til að gera og græja.  Já og einmitt núna í miðjum prófalestri fékk ég þessa snilldar hugmynd að búa til bloggsíðu! Það tók alveg smá tíma og hefði alveg mátt bíða fram yfir lokapróf ;) Bloggsíðan er allavega hér svo fínesera ég hana eftir prófin...

Please reload

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle