top of page

Skemmtileg tilefni


Við fengum svo flott boðskort í brúðkaup með póstinum að ég varð bara að fá að deila því. Ég var ekki alveg að kunna við að spyrja hvort það væri í lagi en svona skemmtilegheitum verður bara að deila, svo ég fékk leyfi frá væntanlegum brúðhjónum :)

Elsku Arna elsta stjúpdóttir mín er að fara að gifta sig í sumar honum Haraldi Yngva. Þau eru bæði svo dásamleg og léttklikkaðir persónuleikar svo ég er eiginlega farin að hlakka ansi mikið til brúðkaupsins ;) Þau eru bæði ótrúlega flott, eiga 2 dásamleg börn og við Albert æðislega lánsöm að eiga þau að. Mikið ofboðslega held ég að það verði fallegt að hafa brúðkaupið í Hellisgerði í júlí mánuði <3

Já guði sé lof fyrir verslanir með vefsíður ;) ég elska verslanir með liðlegu starfsfólki sem senda vörur út á land. Nú verð ég aldeilis að hella mér í að finna föt á gengið mitt fyrir sumarbrúðkaup ☼

Skemmtilegt að hugsa til brúðkaups bíómynda þar sem tilvonandi brúðhjón eru að gera brúðargjafalista og vandræðast með diskafjölda í stelli, segja 8 er of fáir, 12 eru of mikið, 10 er alveg fullkomið…

Hjá mér er 12 algjört lágmark! Mig langar að fá mér samstætt diskastell en vandræðin hjá mér er hvað ég eigi að fá mér marga diska umfram þessa 12 ;)

En allt í réttri röð, Fanney mín á 18 ára afmæli 25. maí svo við ætlum að skreppa til Reykjavíkur og gera okkur smá dagamun :) Ég er reyndar eins og svo oft áður aðeins of sein í öllu, allt hálf óplanað og á eftir að kaupa afmælisgjöf handa henni, lúxusvandamálið er bara að hún veit ekki hvað hana vantar eða langar í og hugmyndaflugið hjá mér ekki alveg að virka, hvað er inn og toppurinn hjá 18 ára skvísum í dag.

En eftirmynnilegur verður dagurinn allavega að vera því Fanney fer til Danmerkur í háskólanám í haust og þá verður aðeins meira mál fyrir okkur að gera eitthvað öll saman. 18 ára afmælisdagur Fanneyjar verður dásemd, algjört dúndur! :)

Brúðkaupsboðskortið var innsiglað með upphafsstöfum Haraldar og Örnu

Ég er ekki svo viss um að þau myndu láta læknisvottorð duga ;)

elska þessi dásemdar skrípi :)


bottom of page