July 9, 2016

Ég fór suður með yngrideildina, Skjöld, Frosta, Jasmín, Eldon, Myrru og Bæron og hittum við þar á eldri systurnar Máney, Fanney, Perlu og Örnu.

Ég skildi Skjöld og Frosta eftir á Selfossi þar sem þeir fóru í handboltaskólann og tók Perlu með mér norður í staðinn. Við fengum æðislegt veður þessa þrjá daga sem við vorum á Suðurlandinu og dagarnir vel nýttir frá morgni til kvölds. 

Auðvitað fórum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, hann stendur alltaf fyrir sínu :) 

Við fórum út að borða í kvöldmatnum og elsku Jasmín snillingur pantaði sér grjónagraut, mjög sátt með úrvalið á matseðlinum ;) 

Við enduðum svo fyrsta daginn á að kíkja á kanínurnar í Elliðaárdalnum í

kvöldsólinni :) 

Fyrst fylgdi ég leiðbeiningum sem heimasíða Reykjavíkurborgar gaf upp og lagði bílnum hjá Árbæjarsafninu. Löbbuðum heillengi langa stíga og sáum engar kanínur. Hittum svo fólk í kvöldgöngu og spurðum þau hvar í ósköpunum sléttlendið væri með kanínubreiðunum sem ég hef séð á myndum og hey...

July 2, 2016

Litla dísin mín hún Jasmín Jökulrós varð 6 ára núna 26. júní  og hélt upp á afmælið með því að bjóða bekknum sínum og vinum. Henni fannst tilhugsunin um að halda upp á krakka afmæli svo spennandi, fyrsta krakka afmælisboðið sem hún heldur :)

Jasmín er dásamleg, svo skemmtilega einlæg og þakklát og sýnir það svo innilega :)

Hún elskar að spila, lesa, föndra og drekka heitt kakó :D  og voru viðbrögð hennar alveg í takt við það þegar hún opnaði pakka með spilastokk og kakóbolla :)

Þarna sló ég þrjár flugur í einu höggi ;) Jasmín fékk fallegan nýjan bolla sem hún er alsæl með undir kakóið sitt, ég losna við að horfa upp á kakó drukkið úr jólabolla um mitt sumar og ég fæ að njóta þess að hafa þennan dásamlega fallega Moomin bolla í eldhúsinu hjá mér þar sem ég smitaðist af stórhættulegu Moomin æði!

Við vorum með hin ýmsu plön fyrir garðveislu en það var endalaus rigningraspá svo við breyttum bara plönum og héldum upp á daginn 29. júní. 

Það er búin að vera miki...

June 28, 2016

Fjórar elstu dætur mínar vinna á sumrin á Hlöðunni á Hvammstanga sem er veitinga- og kaffihús sem foreldrar mínir eiga. Svo einhver þeirra mun alltaf taka brosandi á móti ykkur þegar þið kíkið við :)

Hvammstangi er 6 km frá þjóðveginum svo það tekur enga stund að renna í bæinn og fá sér kaffi og kökur eða að borða á Hlöðunni, þjónustan snör og til fyrirmyndar ;) Hægt að sleppa við Staðarskála ösina ;) keyra aðeins lengra og borða í ró og næði á Hlöðunni í hjarta Hvammstanga :D  Litla gula húsið við lækinn og sjóinn <3

Það er einnig hægt er að sitja fyrir utan og njóta matar og veðurs því það verður oft ansi heitt og gott þarna á pallinum, sannkallað Spánar veður ☼   

Hlaðan er mjög kósý staður sem er eiginlega hálfgert safn líka þar sem María móðir mín hefur safnað að sér fullt af gömlum og ótrúlegustu hlutum sem eru þarna til skrauts.

Kökudiskarnir og kaffibollarnir eru úr gömlum stellum og fá nú að njóta rest ævi sinnar á Hlöðunni og finnst mörgum skem...

June 24, 2016

Ég ætti auðvitað ekki að segja nokkrum manni frá þessu atviki en það er bara ekki hægt annað, þetta var aðeins of einlægt og ósjálfrátt :D Ég fékk sem sagt pakka með póstinum, var rétt byrjuð að opna pakkann þegar ég sé glitta í Risa draum súkkulaði stykki. Ég er ekki lengi að kippa súkkulaðinu út úr hálf opnuðum pakkanum, opna súkkulaðistykkið og byrja að borða, svo held ég áfram að opna pakkann! 

Ég pantaði ekki einu sinni þetta súkkulaðistykki, samt án þess að hugsa byrjaði ég á að opna það og borða, alsæl með súkkulaðið og full þakklætis til sendandans, hvað hann hafi verið mikill snillingur að senda svona glaðning með í pakkanum, ætli hann hafi vitað hvað ég er forfallin súkkulaði unnandi! 

Svo opnaði ég pakkann minn og sé þennan dýrindis súkkulaðibrunn sem ég var að kaupa mér ;)

Ég hef svo oft hugsað um hvað ég væri til í að eiga svona súkkulaðibrunn, æðislegt að kippa honum fram í afmælum, veislum og já ætli það smell passi ekki líka að hafa eitt stykk...

June 22, 2016

Selfoss er besti staður á Íslandi að mati barna minna! fyrir utan Eyjanes auðvitað ;) Við höfðum varla komið til Selfoss þegar Perla ákvað að hún vildi fara í fjölbrautaskólann þar, hún býr núna á Selfossi með kærasta sínum og eru þau bæði í Íþróttaháskólanum á Laugarvatni. 

Ég miklaði það alveg gríðarlega fyrir mér að keyra "alla leið" til Selfoss, þó við værum stödd í Reykjavík þá fannst mér svakalegt mál að fara þangað. Sem betur fer komst ég nú hratt yfir þetta og finnst ekkert mál í dag að skreppa á milli Eyjanes - Selfoss,  jafnvel dags ferð fram og til baka,

enda eins og Eldon Dýri minnir mig stundum á þá er alltaf sumar á Selfossi! 

Perlu tókst að smita systkini sín af Selfoss aðdáun svo Fanney fór einnig í fjölbrautaskólann þar, og mér heyrist að Skjöldur og Frosti eru nánast búnir að sækja um skólagöngu þar líka ;) 

Ef þau ætla öll á Selfoss þá verð ég kannski bara að kaupa mér hús á Selfossi.... humm.

Allavega...

June 20, 2016

Flottu mínir, jæja okei pabbi þeirra á kannski eitthvað í þeim,  

já og kannski hef ég ekkert vit á fótbolta svo kannski fá þeir það líka frá pabba sínum ;)

Þeir spila í sitthvorum flokknum en fengu fyrir tilviljun báðir búning númer 15 sem passaði ágætlega þar sem við erum 15 í fjölskyldunni :)

Undanfarna viku er ég búin að vera eins og jójó og þvælst með krakkana fram og til baka suður og norður, en allt bara stuttar skreppiferðir og útréttingar. Júlí mánuður verður tekinn í lengri stopp og heimsóknir.

Í síðustu ferðinni útréttaði ég um allt með stærðar skyrblett á buxunum í boði Bærons, bara æði! Ég tek oftast föt með til skiptana á krakkana en er ekki enn búin að læra eftir að hafa verið með 10 ungabörn, að það gæti verið sniðugt að taka buxur með á mig til skiptana svona þegar ég er með litla gorma með í för ;)

En vikuna enduðum við sem sagt á Smábæjarleikunum á Blönduósi í brakandi sól ☼  

Frosti hógvær, með liðinu sínu ;)

Skjöldur og Fr...

June 17, 2016

Skjöldur Jökull varð 11 ára núna 14. júní og héldum við upp á afmælið á þeim degi með smá sautjánda júní anda og buðum öllum bekkjarsystkinum hans í veislu frá klukkan 13-18.

Skjöldur var alsæll með afmælisdaginn, krakkarnir höfðu nóg að gera alla veisluna, það var trampólín, boxað í hoppukastala, fótbolti, naglalökkun, teiknikeppni milli liða, bingó og þegar við vorum á leið í skotbolta þá fóru foreldrar að streyma að og ná í krakkana.

Skjöldur Jökull 11 ára með poppfötuna góðu :D

Skjöldur fékk tafl, sem hann langaði svo mikið í, ásamt fleiri skemmtilegum spilum, talstöðvar og margt fleira.  Talstöðvarnar eru snilld, Skjöldur og Frosti tóku þær með sér inn á Hvammstanga á fótboltaæfingar, sem eru hver á eftir annarri hjá þeim, sem varð til að ég slapp við að leita Skjöld uppi eftir Frosta æfingu, því þeir gátu talað sín á milli með talstöðunum og staðsettning Skjaldar þá komin, þeir eru snillingar :)

Strákarnir voru líka að tala um að þeim langaði...

June 11, 2016

Já mig langarmjög mikið til að gera garðinn minn þannig að hann verði vel nothæfur í sumar, allavega að það verði hægt að sitja úti við borð, geta haft kaffitímana úti og borðað, langar reyndar líka í svona flott grátt sófasett eins og svo margir eru komnir með, blómakassa, grindverk, já og gasgrill!

Svo eftir langa, mikla og erfiða ákvörðun þá fór ég á netið og keypti garðborð, samt alls ekki eins og ég hafði séð fyrir mér, skynsemin tók völdin og fagurfræðin varð að víkja. Í staðinfyrir að kaupa fallegt borð og slatta af stólum eða fallega gráa sófasettið og borð í stíl, þá keypti ég massívan hlunk sem er samfast borð og bekkir!

Ég hef núna haft nokkra daga til að melta þessa ákvörðun og er bara orðin nokkuð ánægð með hana ;)

Brandarinn við þetta líka, er að þegar ég var að kaupa borð-bekkinn, þá var ég lengi að ákveða hvort ég ætti að kaupa eitt eða tvö stykki en ákvað svo að kaupa eitt þó ég vissi að það veitti ekkert af tveimur,ég myndi þá bara bæta öðru við síðar.

Ég var ekkert að r...

June 7, 2016

Heyrðu ég er bara að slá nýtt met! Ég er byrjuð að plana afmæli Skjaldar sem er núna 14. júní, ekki alveg full mótað en er búin að bjóða gestunum, er að fara að huga að veitingunum og er meira að segja byrjuð að plana aðeins afmæli Jasmínar og Frosta sem eru núna 26. júní og 22. júlí. Þetta er mjög stórt skref, því ég ætla alltaf að vera tímanlega í þessu en enda oftast á því að bjóða í afmæli daginn áður, eins og var með afmæli krakkanna síðasta sumar og já afmæli Fanneyjar núna í maí.

Það verður allavega æðislegt ef ég næ að framkvæma það sem ég er með í huga fyrir afmælin :) Mér finnst afmæli Skjaldar, Frosta og Jasmínar alltaf svo æðisleg því þau eru á sumrin og það hittir alltaf á svo gott veður á þessum dögum, þá getum við haldið afmælið að mestu út í garði sem gerir daginn enn skemmtilegri. 

 

En þetta er í fyrsta skipti sem ég mun ekki reyna mitt besta í að uppfylla helstu óskir barnanna varðandi afmælisgjafir, þar sem Frosti Sólon er enn m...

June 6, 2016

Perla mín er í team Color Run :D   ☆ ☆  ☆  

Vá hvað það er hresst og flott team sem stendur vaktina í Color Run versluninni :) Verslunin er í Smáralind á 2.hæð rétt hjá Debenhams, allir að smella sér til þeirra dressa sig sem litríkast upp og segja hæ við Perlu mina ;) 

Þvílíkt stuð sem verður svo 11. júní og þvílíkir litir!

 

The Color Run verslunin

Opið í dag til klukkan 19

7. júní Þriðjudaginn 14 - 19

8. júní miðvikudaginn 11 – 19

9. júní fimmtudaginn 11 – 22

10. júní föstudaginn 11 - 23

11. júní allir orðnir súper litríkir og hlaupa af stað :D

 

Perla Ruth

Dásamlega Perlan mín

                                                                             

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle