June 4, 2016

Skólaslit grunnskólans voru í gær og Máney Birta útskrifaðist úr 10. bekk ☆ Þá eru þær orðnar 3 skvísurnar mínar sem hafa lokið grunnskóla...... og bara 7 stykki eftir! ;)

 

Ég var einmitt að hugsa um það í prófalærdómnum í vor hvað það væri nú sérkennilegt að vera ekki í fermingarundirbúning í miðjum prófum, hvort það stæðist í alvöru að það væri bara engin útskrift, ferming eða annað þetta árið, því undanfarin ár hefur alltaf verið eitthvað hjá okkur. Í fyrra fermdist Sóley og Fanney útskrifaðist sem stúdent, árið þar áður fermdist Máney og Perla útskrifaðist sem stúdent og árin þar áður fermdust Perla og Fanney og auðvitað skírnaveislur nánast annan hvern dag.
En auðvitað var enginn möguleiki á að þetta gæti staðist, smá fljótfærni hjá mér :)

 

Og þegar ég hugsa þetta lengra þá, já, Máney útskrifaðist núna úr 10. bekk, næsta ár útskrifast Sóley úr 10. bekk og ég útskrifast frá Hásólanum á Akureyri, árið eftir útskrifast Perla frá HÍ og ári þar síðar byrja...

May 31, 2016

 

Elsku Jasmín Jökulrós snillingurinn minn kom sér upp svo dásamlega sætri rútínu í vetur og hefur alveg haldið sig við þessa athöfn sína  Jasmín fékk sem sagt rauðan jólasveinabolla í skóinn um síðustu jól, bollinn hitti svona innilega í mark að í hvert sinn sem hún kemur inn og er pínu köld á höndum eða kinnum þá byrjar hún á að blanda sér heitt kakó til að hlýja sér ;)

Mér finnst þetta svo dásamlegt hjá henni og reyni að eiga alltaf til míní sykurpúða til að gera þetta enn skemmtilegra fyrir hana. Hún er reyndar enn með þennan jólabolla, sem er fínn í desember mánuði, en það er að koma júní! Henni finnst ekki koma til greina að drekka heitt kakó úr glasi það gengur bara ekki upp, skiljanlega! ;) En Jasmín á afmæli 26. júní svo ég ætla að þola jólabollann fram að þeim degi, við mæðgur verðum svo jafn ánægðar með einn af afmælispökkunum hennar sem ég er klárlega búin að ákveða hvað verður :)

 

Jasmín er sem sagt alveg að verða 6 ára og er að klára 1. bekk núna í byrjun jú...

May 28, 2016

Einkunnirnar komnar í hús, öllum áföngunum náð og 8,1 í meðaleinkunn eftir þessi tvö ár í HA :D Bara nokkuð ánægð með þetta, auðvitað langar mig alltaf í aðeins hærri einkunn en þetta bara ansi gott :)

 

Ég rauk beint á netið og athugaði með elsku Eames gráa ruggustólinn minn sem mig langar svo í, og ég verð víst að bíða með hann aðeins lengur sem verðlaun, hann er ekki alveg gefins þessi elska, læt mig dreyma um hann aðeins lengur. Kannski verður hann stóllinn minn sem ég sit í þegar ég verð búin með námið og orðin sálfræðingur, skjólstæðingar mínir verða ein taugahrúga þegar þeir fara úr tíma frá mér, ég verð alveg búin að taka þá á taugum með öllu ánægju rugginu mínu yfir því að vera loksins búin að eignast stólinn minn ;)

 

Stundum er pínu snúið að skipta tímanum jafnt á milli fjölskyldu, heimilis, náms, tómstunda og mín, sinna öllu sem þarf að sinna, vera með hugann við það sem ég er að gera og ekki hugsa um það sem ég ætti og þyrfti að vera að gera helst...

May 26, 2016

Elsku Fanney Sandra varð 18 ára þann 25. maí. Alveg finnst mér þetta óskiljanlegt að tvær af dætrum mínum séu orðnar sjálfráða! guði sé lof fyrir að ég eigi börn sem eru 1 og 2 ára, já og 4 og 5 ára (og einhvern slatta aðeins eldri), bara svona til að halda mér ungri, án þeirra væri ég nú eitthvað farin að efast um minn aldur ;)

 

Allavega til að halda upp á stóra dag Fanneyjar þá skruppum við til Reykjavíkur og héldum veislu í tilefni dagsins. Eins og mér einni er lagið þá var fyrirvarinn enginn og var ég á leiðinni suður daginn fyrir afmælið að bjóða fólki til veislu, að kíkja til okkar í Hlöðusúpu og kökur, og á sama tíma var ég að hugsa hvernig kökur ég næði að töfra fram á núll einni. En þetta hafðist nú allt, og gestunum fannst þetta held ég bara ágætis tilbreyting, að kíkja á okkur í kvöldmat og sleppa við uppvask eitt kvöld og pælingar um hvað eigi að hafa í matinn ;) 

 

Einhverra hluta vegna tókst mér að verða veik fyrripart dags...

May 24, 2016

Við fengum svo flott boðskort í brúðkaup með póstinum að ég varð bara að fá að deila því. Ég var ekki alveg að kunna við að spyrja hvort það væri í lagi en svona skemmtilegheitum verður bara að deila, svo ég fékk leyfi frá væntanlegum brúðhjónum :)

Elsku Arna elsta stjúpdóttir mín er að fara að gifta sig í sumar honum Haraldi Yngva. Þau eru bæði svo dásamleg og léttklikkaðir persónuleikar svo ég er eiginlega farin að hlakka ansi mikið til brúðkaupsins ;) Þau eru bæði ótrúlega flott, eiga 2 dásamleg börn og við Albert æðislega lánsöm að eiga þau að. Mikið ofboðslega held ég að það verði fallegt að hafa brúðkaupið í Hellisgerði í júlí mánuði <3

 

Já guði sé lof fyrir verslanir með vefsíður ;) ég elska verslanir með liðlegu starfsfólki sem senda vörur út á land. Nú verð ég aldeilis að hella mér í að finna föt á gengið mitt fyrir sumarbrúðkaup ☼

 

Skemmtilegt að hugsa til brúðkaups bíómynda þar sem tilvonandi brúðhjón eru að gera brúðargjafalista og vandr...

May 23, 2016

Þessir dásemdar synir mínir, þeir hafa allir verið með búninga æði, Bæron er bara 1 árs svo það kemur síðar í ljós hvernig hann verður, en eldri bræðurnir hafa allir verið mikið fyrir þessa hefðbundnu ofurhetjubúninga.

Árið 2009 fór ég með krakkana til Orlando og það var enginn möguleiki að ná Skildi 4 ára úr Íþróttaálfsbúningnum svo hann var Íþróttaálfur í flugvélinni, á þessum sama aldri tók hann Tarsan-tímabil og vildi bara vera á nærbuxunum einum fata (lítill þvottur hjá mér þá dagana ;).

 

Frosti og Eldon eru búnir að taka í vetur Nonna og Manna-tímabil, þeir kolféllu fyrir þáttaröðinni um þá bræður og lifðu sig í hlutverkin, klæddir ullarpeysum og höttum.

Skjöldur, Frosti og Eldon eru líka búnir að vera með æði fyrir höttum sem ég ýti alveg undir því mér finnst strákarnir svo flottir með hatta :)

 

En Frosti toppaði sjálfan sig og ég held bara alla í gærkvöldi! Sko hann er búin að taka ansi skemmtilega syrpu núna í vetur eftir Nonna og Manna tí...

May 22, 2016

Við Myrra Venus byrjuðum daginn snemma með nýbökuðu rúgbrauði og hún með nokkrum auka skömmtum af smjöri ;)

Ég á það til að mikla sum verk fyrir mér og kem mér ekki í þau, en um leið og ég byrja á þeim þá er allt svo ekkert mál. Eins og með að baka rúgbrauð, kleinur, snúða og piparkökur, ef ég leyfi of löngum tíma að líða á milli þess að baka þetta þá kem ég mér ekki í verkið þó ég viti að þetta sé ekkert mál.

 

Þetta rúgbrauð er algjört sælgæti og súper einfallt og ég elska súper einfalda hluti ;)

 

460gr. rúgmjöl

260gr. heilhveiti

3 tsk. salt

3 tsk. matarsódi

1 L. súrmjólk

350gr. síróp

 

Öllu hrært saman (ég nota bara skál og sleif), sett í 3 mjólkurfernur, loka fernunum og inn í ofn á 100° í 9 klst.

Mér finnst fínt að setja brauðin í ofninn klukkan tíu á kvöldin og taka þau út klukkan sjö á morgnana, dásemd að vakna við ilm af nýbökuðu :) 

Ég geri alltaf tvær eða þrjár uppskriftir á sama tíma þá er ég með 6-9 rúgbrauð, en ég margfalda ekki uppskriftina ég geri hana frekar 3 sinnum...

May 20, 2016

Skemmtilegt hvernig ég hugsa stundum ;) Eins og til dæmis þegar fjórar elstu dætur mínar eru ekki heima þá finnst mér við vera svo fá heima að það taki því ekki að elda, hvort ég ætti ekki bara að hafa eitthvað snarl úr ísskápnum.

Þetta er svo dásamlegur hugsanaháttur því þó 4 séu í burtu þá erum við samt 8 heima :) 

hér telst meðal annars mjög eðlilegt að notaður sé stærsti USA ofnpotturinn sem “eldfastmót” þegar við eldum bara fyrir fjölskylduna ;)

 

Einnig þegar ég er að heiman með öll börnin þá finnst mér alltaf eins og það vanti eitt, svo hvert sem við förum þá vil ég ganga aftast og tel þau reglulega, fer með nafna- rununa, Perla, Fanney, Máney, Sóley, Skjöldur, Frosti, Jasmín, Eldon, Myrra, Bæron og athuga hvort þau séu ekki örugglega öll :) ❤❤

 

Já og ég tala ansi oft um börnin mín stig- eða deildaskipt ;) það er misjafnt hvort Skjöldur og Frosti séu tveir á miðstigi eða hvort þeir tilheyra yngrideildinni en hin átta skiptast alltaf eins, fjögur yngri og fjö...

May 19, 2016

Hitabrúsi var snilldar ráðið mitt þegar ég var með ungabörn á pela. 

Ég er sem sagt alltaf eitthvað á flakki og vil hafa allt eins þægilegt og hægt er og þess vegna keypti ég mér dásamlega bleikan hitabrúsa, alveg ofboðslega góðan sem hélt hitastigi vatnsins alveg réttu.

 

Ég lokaði hitabrúsanum þegar hitastig vatnsins var orðið rétt, smellti mér af stað og þegar tími var kominn á pelagjöf, hvar sem við vorum stödd, þá hellti ég volgu vatninu í pela, mjólkurduftinu út í og pelinn reddí!

Allir glaðir og engin bið :)

 

Ekkert stopp í sjoppum eða kaffihúsum til að hita eða kæla pela, með svangt barn á öxlinni sem varð ekkert rórra þó ég segði með mjúkri hughreystandi röddu að ég væri að útbúa pela, en nóbb það virkaði ekki!

 

Ég man hvað mér fannst óþægilegt í flugi, að vera upp á aðra komin, flugfreyjurnar tóku hjá mér kaldan pela, fóru með aftur í til að hita og ég endalaust að að spurja hvort pelinn væri orðinn góður, eða að ég fékk heitt vatn hjá þeim sem ég kældi niður í sætin...

May 18, 2016

Eldon ljómaði af ánægju í gærkvöldi þegar hann fór að sofa og sagði mér að hann hefði haldið á skúffuköku í hendinni og labbað um í fjárhúsunum á meðan hann borðaði hana! Þvílíkur töffari og þvílík upplifun ;)

Hann er 4 ára og man greinilega ekki mikið eftir sauðburði fyrir ári síðan eða síðasta sumri þar sem flest allir kaffitímar voru út í garði, en jú núna er hann vanur að borða nýbakaða skúffuköku á disk við eldhúsborðið og með gaffli svo þessi upplifun alveg toppaði daginn hans :) 

Dásamleg myndasyrpa þar sem Frosti og Eldon voru hjá heimalingunum og heimalingarnir urðu aðeins of ágengir :)

 

Eldon Dýri og Frosti Sólon æðibitar 

 

 

Please reload

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle