top of page

Menningarferð á Suðurlandi


Ég fór suður með yngrideildina, Skjöld, Frosta, Jasmín, Eldon, Myrru og Bæron og hittum við þar á eldri systurnar Máney, Fanney, Perlu og Örnu.

Ég skildi Skjöld og Frosta eftir á Selfossi þar sem þeir fóru í handboltaskólann og tók Perlu með mér norður í staðinn. Við fengum æðislegt veður þessa þrjá daga sem við vorum á Suðurlandinu og dagarnir vel nýttir frá morgni til kvölds.

Auðvitað fórum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, hann stendur alltaf fyrir sínu :)

Við fórum út að borða í kvöldmatnum og elsku Jasmín snillingur pantaði sér grjónagraut, mjög sátt með úrvalið á matseðlinum ;)

Við enduðum svo fyrsta daginn á að kíkja á kanínurnar í Elliðaárdalnum í

kvöldsólinni :)

Fyrst fylgdi ég leiðbeiningum sem heimasíða Reykjavíkurborgar gaf upp og lagði bílnum hjá Árbæjarsafninu. Löbbuðum heillengi langa stíga og sáum engar kanínur. Hittum svo fólk í kvöldgöngu og spurðum þau hvar í ósköpunum sléttlendið væri með kanínubreiðunum sem ég hef séð á myndum og heyrt alla tala um.

Heyrðu þá vorum við á kolröngum stað ;)

Svo við fórum eftir nýju leiðbeiningunum og þá var þetta nú lítið mál, hægt að keyra stuttan afleggjara alveg upp að kanínubreiðunni og þar biðu þær eftir okkur hoppandi út um allt :D

Nú munum við kíkja á kanínurnar sem oftast þar sem þetta er svona lítið mál og krakkarnir alveg heilluð :)

Í húsdýragarðinum, beðið eftir Örnu stóru systur :)

Vá litli ökuskólinn er æði! Ég veit ekki hvað krakkarnir fóru oft í röð til að fara aftur í bílana og keyra um :)

Við vorum hátt í þrjá klukkutíma í garðinum því það eru svo skemmtileg leikföng og tæki þarna, við vorum ekkert á hraðferð né með plön svo við bara nutum og krakkarnir léku sér eins og þau vildu, æðislegur garður :)

Myrra að kenna Örnu stóru systur hvernig svona grafa virkar, eða öfugt :D

Bæron Skuggi töffari á kagganum :)

Jasmín Jökulrós

Blómarósirnar Máney og Arna

Jasmín með grjónagrautinn sinn :D

Kanínuleit í kvöldsólinni :)

Bjútíbínurnar Myrra og Fanney :)

Kíktum í heimsókn til langömmu, allt æðislegt þar til átti að taka mynd, í sólinni! ;)

Heimilisleg heimsókn í Reykjanesbæ. Myrra var komin úr peysunni og pilsinu, farin að sulla í vatni með Bæron og kæla sig á palli vinkonu minnar <3 ☼ ☼

Fórum á Selfoss að ná í Perlu og köstuðum kveðju á Skjöld og Frosta sem voru búnir að vera hjá Perlu og Erni í tvo daga.

Örn "hennar Perlu" er svolítið mikið uppáhalds hjá krökkunum :) já og mér auðvitað líka þar sem hann grillaði handa okkur ;)

Fullt af skemmtilegum uppgötvunum í þessari ferð, til dæmis þá fann ég æðislegan og hagstæðan ávaxtabar :D

Þriðjudagar eru ísdagar, þá er 2 fyrir 1 af vélarís hjá Snæland :D

Tveir fyrir einn í bíó á miðvikudögum og fimmtudögum, æði.

Hægt að kaupa æðislega tilbúna sushi bakka í matvöruverslunum, svo sushi er orðinn uppáhalds skyndibitinn minn :D

Ég er nýbyrjuð að borða sushi og finnst það æðislegt, svo ég tók Perlu í hraðkennslu í sushiáti á leiðinni norður og hún er bara mjög góður nemandi! var snögg að læra að meta þessa nýjung okkar ;)

Komin norður, sól, rok og kaffittími út í garði :)

Já og þar sem ég er ekki útivinnandi og fæ þar að leiðandi ekki föstudagskaffi í vinnunni eins og margir tala um að tíðkist á vinnustað þeirra.

Svo ég smellti bara í föstudagskaffi hér heima í vinnunni minni, og ég verð bara að vera sammála hinum, mér finnst þessi föstudagskaffi bara algjör snilld ;)

bottom of page