December 3, 2018

Hálft ár er liðið frá bílslysinu og frá því að ég fékk mjög fast höfuðhögg. Það var ekki fyrr en í síðustu viku að mér var bent á að afleiðingar geta hlotist af heilahristing. 

Hálft ár er einnig frá því að Líam Myrkvi fæddist upp á Akranesi og við kíktum á hann nýfæddan með guðdómlega löngu augnhárin sín.

Pointið með þessum skrifum er einfaldlega að vekja athygli á því hve afleiðingar höfuðhöggs geta verið hamlandi, langvarandi og í raun lítið hægt að gera við og takmörkuð fræðsla um.

Ég hefði haft mikið gagn af fræðslu og ábendingum um afleiðingar heilahristings mun fyrr í ferlinu þar sem ég náði enganvegin að kveikja á perunni sjálf. 

Eins og sumir vita þá lentum við í bílslysi 4. júní í sumar. Ég rotast og fæ heilahristing.

Ég man ekki eftir neinu frá slysinu, hálftímanum fyrir slys eða ferðinni í bæinn í sjúkrabíl.

Ég man einstaka augnablik þegar við vorum á bráðamóttökunni, eins og það hvað ég var miður mín yfir því að geta ekki svarað því hvaða börn höfðu veri...

October 3, 2018

Þegar ég byrja að kvarta of mikið yfir tímaskorti, álagi eða magni verkefna framundan, þá minni ég mig á hvað ég er ofboðslega lánsöm og rík og hvað allt gengur í raun vel ♡

Ég hef sem sagt hugsað of mikið undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag á mér síðustu vikur. 

Ég er vön að reyna alltaf eftir bestu getu að hafa stjórn á aðstæðum og passa upp á að hafa viðráðanlegt álag til að allt gangi sem best. Ég vel og hafna verkefnum eftir því hvað mér finnst mikilvægt og hverju megi sleppa. 

Núna eftir að skólinn byrjaði hjá mér og krökkunum þá er búið að vera óvenju mikið álag á mér og ekki allt verkefni sem ég get stýrt né stjórnað. Hef ég því verið að juggla ansi mörgum boltum á lofti og reyna að láta allt ganga upp. Sem betur fer veit ég að þetta er bara tímabil og að allt kemst í eðlilegt horf í næstu viku þegar fækkar um eitt stórt og tímafrekt verkefni.

En eins og staðan er núna þá er ég í starfsnámi, var að ljúka einu fa...

September 16, 2018

Ég skrapp til Akureyrar í gær, var komin þangað um klukkan hálf tvö og var komin aftur í bæinn í morgun klukkan hálf ellefu. Lára Kristín frænka mín og Geiri giftu sig í gær svo auðvitað varð maður að mæta og njóta dagsins með þeim. 

Lára Kristín er meðal annars með opið snapp (gymlara) svo addið henni endilega ef þið eruð ekki með hana nú þegar ;) Mjög flott eðalpía :) 

En já ég sem sagt skrapp til Akureyrar í brúðkaup og tímdi engan vegin klukkutímunum sem færu í að keyra á milli svo ég flaug. Heppilegt að hafa flugvöllinn hér hliðina á húsinu mínu og flugið á milli Reykjavíkur - Akureyrar tekur bara hálftíma. Ég rétt náði að drekka einn kaffibolla og þá vorum við lent. 

Það sem er nú frásögu færandi og skemmtilegt varðandi þessa frumraun mína í innanlands flugi er það að ég missti næstum af fluginu heim.

Flugið mitt var klukkan 9:45 og mæting er 40 mínútur fyrir flug. Ég hringdi því á leigubíl klukkan 8:40 þar sem ég vissi ekki hvað allt tæki lang...

August 16, 2018

Síðastliðin vika er búin að vera ansi mögnuð, sannkölluð gleðiuppskeruvika með mörgum stórum viðburðum.  

Við meðal annars fórum í kaffi til forseta okkar á Bessastaði. Það er alveg með eindæmum hvað við þjóðin eigum flottan forseta.

Jasmín fattaði eftir heimsóknina að hún gleymdi að segja Guðna að þau eiga afmæli sama dag, sem henni þykir ansi skemmtilegt. 

Frosti var hins vegar með allt á tæru og naut þess að fá að tala við Guðna og spyrja hann hinna ýmsu spurninga, jafnvel aðeins of margra spurninga. 

Ég heillaðist upp úr skónum af rúmgóðri borðstofunni og borðstofuborðinu sem rúmaði alla til borðs og mun fleiri til. Einnig var ég heilluð af framkomu forsetans og starfsfólksins.

Heimsóknin var mjög áhugaverð og skemmtileg og þykir mér mikill heiður að hafa fengið heimboð á Bessastaði. 

Við Myrra fórum einnig í vikunni upp á gjörgæsludeild og þökkuðum dásamlega starfsfólkinu þar fyrir okkur. Ég er starfsfólkinu innilega þakklát og það var yndislegt a...

July 31, 2018

Elsku litli ömmudrengurinn minn, sonur Fanneyjar og Garðars, var skírður 

sunnudaginn 29. júlí í Landakotskirkju.

Hann er dásamlegt draumabarn, rólegur og brosmildur. Hann var að sjálfsögðu einnig dásamlegur á skírnadaginn sinn og brosti og ullaði þegar verið var að skíra hann.  

Herra Líam Myrkvi Bergmann Garðarsson ♡♡

Þetta fannst Líam Myrkva bara mjög kósýstund og gaf okkur öllum þarna tilefni til að hlæja og brosa með sér þegar hann brosti og ullaði.

Veitingarnar í veislunni voru svo glæsilegar að ekki þurfti aðrar skreytingar á veisluborðið.

Borðin sem setið var við voru með bláum löber endilangt á miðjum borðum og smartísi dreift yfir.   

Stórglæsileg og bragðgóð ísterta frá Kjörís.

Ég hef verið með svona ístertur í fermingum stelpnanna og verið mjög ánægð með þær. Þess vegna átti ég ekki til orð yfir sjálfri mér, þegar ég mundi núna í kringum skírnina, eftir þessum dásemdar ístertum. 

Ég sem er búin að fresta afmælishöldum núna í júní o...

July 19, 2018

Ég er búin að fresta því endalaust lengi að skrifa um slysið. En ég á afmæli á morgun 19. júlí svo ég ákvað að það væru fín tímamót til að gera þetta upp og horfa fram á við. 

Rannsókn slyssins er ekki lokið svo ég get ekki tjáð mig um það. Ég er búin að reyna mikið að púsla öllu saman sem gekk á við slysið og eftir það, en enn eru of mörg spurningamerki eftir. 

Málið er að ég fékk höfuðhögg og rotast við áreksturinn. Ég fékk heilahristing og man ekkert eftir að við förum frá Akranesi. Ég man ekkert eftir ferðinni í bæin né slysinu sjálfu. Og það eru einnig atburðir frá því fyrr um daginn sem hafa dottið út og ég man ekki eftir. 

Að muna ekkert eftir þessu gerir mér aðeins erfiðara fyrir að takast á við þetta allt og er ég því búin að vera að reyna að púsla þessu saman hvernig þetta var allt. Og þá aðalega til að vita hvað börnin mín upplifðu, hvað þau sáu og hvernig þeim leið, til að ég geti aðstoðað þau að takast á við þetta. 

Sem betur fer, sem er þó a...

July 3, 2018

Bæron losnaði við gifsið á miðvikudaginn í síðustu viku og var enn einhver smá bútur af gifsinu óbrotið eftir litla brjálæðinginn :)

Fóturinn á Bæron er heill og hleypur Bæron um eins og ekkert hafi í skorist.

Myrra fór einnig í eftirlit og myndatöku og lítur allt vel út hjá henni líka. Gert er ráð fyrir að vírarnir verði teknir hjá henni 23. júlí :)

Myrra spurði mig í gær hvort hún mæti borða venjulegan mat þegar vírarnir væru farnir og allt batnað. Elsku skottan orðin pínu leið á fljótandi fæði og mega ekki borða neitt skemmtilegt.

Fórum við mæðgur því í það að skrifa lista yfir hvað hana langar til að borða fyrst.

Fyrst nefndi hún pylsu með sinnep og tómatsósu, síðan langar hana í kjúklingalegg, slátur með sykri, melónu, pizzu, franskar, kökur, jarðaber og kanilsnúð. fínt jafnvægi í þessu hjá henni hahaha

Þegar gifsið var farið og staðfesting var komin á að allt liti vel út hjá Myrru þá fór ég með börnin mín tíu og eitt barnabarn í sumarbústað síðasta miðvikudag.

Ég hafði einnig fengið s...

June 25, 2018

Dásamlegt að vera komin með alla saman aftur ♡ 

Myrra er útskrifuð af Barnaspítalanum og er hún bara í bómul og gjörgæslu hjá mér. Það er auðvitað allt annað líf að vera komin heim.

Ég er með töng, frá sjúkrahúsinu, sem fylgir okkur hvert sem við förum upp á ef einhver vandi verður með öndunarveg Myrru þá get ég klippt á vírana og hringi á sjúkrabíl.

Myrra stendur sig enn eins og hetja og er bara á fljótandi fæði og er ekkert að pirra sig yfir að vera víruð saman.

Og þar sem skottan er svona ótrúlega dugleg að ná bata þá náðum við að fara í útskriftarveislu Perlu og Arnar ♡

Dásamlega tengdafjölskylda Perlu hélt stórglæsilega veislu fyrir þau og systur Arnar sem útskrifaðist einnig á sama degi. 

Það kom aðeins upp hjá Myrru að hana langaði líka í tertur en við ræddum saman og ákváðum að hún mun fá tertuveislu um leið og vírarnir verða teknir og hún búin að ná sér :)

Ég tókum ís með okkur í veisluna og var Myrra mjög ánægð með ísinn sinn.

Snillingarnir okkar Hrafnhildur Hanna, Örn og P...

June 21, 2018

Kraftaverk gerast og er Myrra komin í heimferðarleyfi♡

Við fengum að fara heim seinnipartinn í dag í smá leyfi en förum aftur í fyrramálið upp á barnadeild.

Við ákváðum í upphafi að ná undraverðum bata og hefur það bókstaflega gengið eftir. Myrra mun því útskrifast á næstu dögum 

Það mun auðvitað taka tíma fyrir kjálkabrotið að gróa og mun hún áfram vera með kjálkann víraðan saman, en við getum verið heima og náð bata heima♡

Þessar dásamlegu fréttir, að allt gengi svo vel að við gætum farið heim í dag, komu mér svo skemmtilega á óvart. Ég eiginlega titraði af spenningi og gleði yfir þessu og á sama tíma var ég stressuð yfir allri óvissunni og hvað allt væri óklárt. 

Ég var ekki einu sinni með skó á Myrru á sjúkrahúsinu, átti eftir að redda bílamálum, kaupa barnabílstóla, kaupa fljótandi fæði fyrir dömuna og áhyggjur yfir ýmsum svona óþarfa hlutum sem allir reddast auðvitað. Tímasetningin var einnig frábær þar sem ég var að fara í síðustu hreinu flíkurnar mínar sem ég var með mér hah...

June 16, 2018

Myrra ákvað að gera smá undantekningu á annars mjög góðu máltæki. Máltæki dagsins var því að góðir hlutir gerast súper hratt!

Myrra losnaði við barkaslönguna í dag, útskrifaðist af gjörgæsludeild og erum við komnar upp á "dótaspítala" eða Barnaspítala ♡♡

Þessi mynd er með fyrstu og einu myndunum sem ég tók á gjörgæsludeildinni þar sem ég ákvað að engin ástæða væri til að muna dagana þar á undan. Fyrir utan auðvitað hvað við vorum lánsamar að vera umkringdar dásamlegu starfsfólki sem gaf endalaust af sér og hugsuðu um Myrru eins og hún væri þeirra eigin ♡  

Myrra Venus sætabaun, orðin þekkjanleg og rétt áður en barkaslangan var fjarlægð ♡

Myrra byrjaði að kasta upp, sem var eitt af mínum "hvað ef" áhyggjuefnum þar sem kjálkinn er víraður saman. En auðvitað stóð hún sig eins og hetja í þeim aðstæðum og tókst að kasta upp án þess að klippa þyrfti á vírana.

Ef horft er á björtu hliðarnar, þá var það lán í óláni að önnur framtönnin hjá henni datt úr í slysinu, sem myndar því smá auka s...

Please reload

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle