• Facebook - Black Circle
  • Pinterest - Black Circle
  • Instagram - Black Circle
  • Forsíða

  • Um okkur

  • Lífið

  • More...

    Sigrún Elísabeth

    og börnin  mín 10 ❤  

    Lífið

    Myndataka

    October 4, 2019

    Áður en ég fer inn á nokkuð annað frá því síðast þá bara verð ég að smella þessum myndum hér inn ♡

    Ég fór með krakkana í myndatöku í sumar, Sóley í útskriftarmyndatöku og Skjöld í fermingarmyndatöku og þetta er útkoman ♡

    Perla Ruth 23 ára, Fanney Sandra 21 árs, Máney Birta 19 ára, Sóley Mist 17 ára, Helga Sóley 17 ára, Skjöldur Jökull 14 ára, Frosti Sólon 12 ára, Jasmín Jökulrós 9 ára, Eldon Dýri 7 ára, Myrra Venus 5 ára, Bæron Skuggi 4 ára ♡

    Lesa meira
    Lífið

    Þar til næst

    July 4, 2019

    Dásamlegt að fá póst frá Landlæknisembættinu með leyfi mínu til að starfa sem sálfræðingur. 

    Ég ætla þó að vera í fríi í sumar, nýta tímann í sjálfsvinnu, njóta barna minna og vinna upp það sem setið hefur á hakanum á meðan á námsgeðveiki stóð. 

    En aftur að bréfpósti sem mér berst ;) Ég nenni sjaldnast að ná í lykla að póstkassanum, sting frekar hendinni ofan í póstkassann og næ því sem ég næ hahahha, sem sagt að ef eitthvað dettur flatt á botninn í póstkassanum þá... bara er það þar.

    (en ég fylgist vel með tölvupósti :) )

    Allavega þá þurfti ég að ná í lyklana og opna póstkassann í gær og þar á botninum lá bréf frá lögregluembættinu... póstlagt 5. júní!

    Hvað ef bréfið hefði verið þess efnis að ég yrði að bregðast við bréfinu innan einhverra daga or else...  en nei það var ekkert þannig í þetta skiptið hahaha.

    Bréfið hafði verið skrifað 3. júní, degi áður en ár var liðið frá bílslysinu. Í bréfinu kom fram að málinu væri lokið og að rannsókn hafi leitt í ljós að um gl...

    Lesa meira
    Lífið

    Útskrift og uppskera

    May 29, 2019

    Ég var búin að ákveða að árið 2019 yrði ár uppskeru og það hefur aldeilis gengið

    eftir :)

    Ég lauk mastersnámi mínu núna í maí og útskrifast sem sálfræðingur í lok júní :) 

    Þetta hafðist eftir sjö ára námstörn.

    Eftir að námi mínu lauk hefur tekið við alveg nýtt upphaf hjá okkur, börnin hafa endurheimt móður sína eftir óendanlega þolinmæði og hefur tíminn verið vel nýttur. 

    Daginn eftir að ritgerðarskrif mín voru frá, þá tók ég garðinn í gegn og snyrti og höfum við geta leyft okkur að fara út að hjóla, jafnvel eftir kvöldmat! og ýmislegt annað svona sem telst sjálfsagt en hefur ekki verið gerlegt undanfarið þar sem námið var mjög tímafrekt.

    Síðastliðið ár er einnig búið að vera ansi tilfinningaþrungið, margt viðburðarríkt búið að gerast, miklar breytingar hafa orðið og lítill tími verið til að meðtaka. Þessa dagana hef ég því mest megnið verið í því að átta mig á hlutunum, leyfa öllu að setjast og njóta.

     

    En maí mánuður er búinn að einkennast af uppskeru...

    Lesa meira
    Lífið

    Gleðilega páska

    April 21, 2019

    Gleðilega páska :) 

    Ég er búin að eiga æðislegan páskadag með börnunum mínum. Við vorum hér næstum öll í hádegispáskamat og vorum 25 manns sem borðuðum saman, börn, tengdabörn og barnabörn. Eldhúsborðið er bara stækkanlegt upp í 5 metra sem smellpassaði fyrir okkur og mjög skemmtilegt að geta setið öll saman til borðs. 

    Hér voru falin 20 páskaegg og var það löng og skemmtileg skemmtun að fylgjast með fólki hlaupa hér á milli hæða og eyða endalausum tíma í að fara eftir vísbendingum og leita að páskaeggjum.

    Líam Myrkvi átti sína fyrstu páska og fékk lítið páskaegg svona fyrir sætar myndatökur ;) en gaurinn var ekki lengi að nýta sér tækifærið og fékk sér bita af egginu, alsæll og sáttur með sig :)

    Við erum annars bara að elska þetta hús okkar þar sem allt og allir komast fyrir og endalaust pláss er fyrir heilu fjölskyldurnar í gistingu hjá okkur. Ég var að telja saman að það eru 24 rúm í húsinu + ungbarnarúm og einn svefnsófi hahaha

    Við erum öll farin að hlakka til sumarf...

    Lesa meira
    Lífið

    Ferming

    March 18, 2019

    Hálfnað verk þá hafið er...

    Elsti sonur minn hann Skjöldur Jökull var fermdur í gær þann 17. mars.

    Fimm fermingar búnar og aðeins fimm fermingar eftir svo þetta er nú allt að verða komið hjá mér :D

    Fermingardagurinn var dásamlegur og hafði Skjöldur orð á því á heimleið eftir veisluna að hann væri til í að endurtaka daginn þar sem dagurinn hefði verið svo skemmtilegur. 

    Skjöldur með Líam Myrkva systurson sinn

    Skjöldur fermdist klukkan 10:30 um morguninn og við fengum sal safnaðarheimilisins lánaðan klukka 13.

    Fermingarveislan byrjaði klukkan 14 og fórum við því eftir athöfnina að keyra um bæinn og ná í veitingar og síðan beint í salinn að dekka hann upp og gera allt klárt. 

    Fjölskyldan á fullu að undirbúa og gestir byrjaðir að mæta..

    Þar sem ég hafði mest engan tíma til að hugsa um fermingarundirbúning og þar sem við höfðum einungis einn klukkutíma til að gera allt klárt frá því við fengum salinn þar til gestir komu þá var mest lítið um skreytingar á salnum og auka óþarfad...

    Lesa meira
    Lífið

    Konudagsgjöfin og nóg af öðrum tilefnum til að verðlauna sig ;)

    February 21, 2019

    Það er að detta í konudag og ég er búin að finna hinu fullkomnu gjöf til að gleðja mig með! :)

    Ég datt inn á úlpu í ZO-ON sem er svo falleg í sniðinu, hún er svo nett, svo kvennleg og klæðileg að ég byrjaði að skælbrosa og fékk svona tilhlökkunarkætis-tilfinningu þegar ég mátaði úlpuna hahahaha. Ég féll gjörsamlega fyrir henni.

    Sniðið á úlpunni er frekar beint í sniðinu en samt aðeins aðsniðin. Þegar ég sá úlpuna í búðinni og þegar ég mátað hana þá var ekki aftur snúið. Og það var áður en ég vissi af eiginleikum hennar, að hún er vind- og vatnsheld og 3 in 1, hægt að renna innra laginu úr, ég er kolfallin :)

    Úlpan er aðeins síð svo hún er æðisleg við kjóla jafnt sem buxur, hún er fullkomin! ​

    Og æðislega úlpan, konudagsgjöfin, heitir Eldey. Meira að segja nafn úlpunnar er æðislegt!

    Loveit!

    Og víst ég var komin í búðina á annað borð þá varð ég að máta aðra úlpu sem mig langar að eignast. Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga eina Berjast, góð og hlý vetrar skíðaúlpu.

    Og ég v...

    Lesa meira

    Húsið mitt, ekki blokk :D

    February 13, 2019

    Árið og ný búseta okkar hefur bara farið vel af stað :) Ég er búin að pæla svolítið í því hvort að hér ríki allt önnur menning en við erum vön og höfum búið í áður :)

    Hér heita til dæmis leikurinn Stórfiskaleikur - Kúri kúri klapp klapp, leikurinn Einakróna heitir hér Punktur og króna og Eitur í flösku heitir einhverju allt öðru nafni líka :D

    Ég varð síðan mjög hissa þegar ókunnugt fólk, sem átti þó erindi við mig, gekk beint inn i forstofu án þess að banka á undan sér.

    Mér fannst þetta stórfurðulegt og skildi ekkert í þessu, það voru fleiri en einn, fleiri en tveir,  eiginlega frekar nær um tíu manns sem gengu bara beint inn.

    Fyrst gekk inn maður á stígvélum, þá varð ég svo hissa og orðlaus að ég gat eiginlega ekki einbeitt mér að því sem maðurinn var að tala um.

    Ég hafði ekki einu sinni rænu á að biðja manninn um að koma sér út eða fara úr stígvélunum þegar hann byrjaði að ganga um allt á neðstu hæðinni hjá mér.

    Ég meðtók varla á hvaða vegum hann væri og trúverðugleikinn...

    Lesa meira
    Lífið

    Gleðilegt nýtt ár

    January 10, 2019

    Efst í huga fyrir árið 2018 er þakklæti, ást, stuðningur, hamingja og gleði.

    Árið 2018 var eitt það viðburðaríkasta, erfiðasta og lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað. Það var bókstaflega alltaf allt í gangi á sama tíma og ég á eiginlega ekki til orð yfir að við höfum komist svona vel í gegnum hvern daginn á fætur öðrum.

    Síðustu dagar ársins þegar við vorum að standa í flutningum, skila af okkur íbúðinni, koma okkur fyrir í húsinu, byrja á jólagjafakaupum korter í jól, græja allt varðandi jólin, klára starfsnámið, græja allar kerfisbreytingar eins og lögheimilis-, póst-, síma- breytingar, munu líklegast falla í óminni og aldrei verður hægt að rifja upp hvernig þetta gekk allt saman upp :)

    Það misfórst reyndar að skrá börnin í nýjan grunnskóla í öllum þessum látum og voru börnin skráð í skólann 3. janúar, daginn fyrir skólabyrjun, ekki alveg ákjósanlegur fyrirvari fyrir grunnskólann og kennara en þetta gekk allt upp og börnin þurftu ekki heimakennslu ;)

    Árið 2018 endaði eins og árið þar á...

    Lesa meira
    Lífstíll

    Ég á hús!

    December 11, 2018

    Það sem mér dettur í hug! 

    Um miðjan nóvember fór ég í smá húsnæðispælingar, ákvað ég athuga þetta aðeins og fór og skoðaði þrjú hús. Jú jú mér leist mjög vel á eitt húsanna en var ekkert komin lengra í pælingum.

    Í lok nóvember heyrir fasteignasalinn í mér um að ef ég er að spá í þessu tiltekna húsi þá verði ég að vera snögg til og ég hafi séns til að kaupa það til hádegis 30. nóvember.

    Ég hef því samband við bankann samdægurs 27. nóvember og bið um að allt verði sett á fullt, sem bókstaflega var gert.

    Um klukkan þrjú á föstudeginum 30. nóvember hefur bankinn samband við mig, ég hringi í fasteignasalann og segist kaupa húsið.

    Í gær 10. desember skrifaði ég undir kaupsamning, fékk afhenta lykla af húsinu, tengdasonur minn og faðir hans rifu niður veggi og við verðum flutt inn fyrir jól!

    Af hverju í ósköpunum ætti ég að fara að byrja á einhverri lognmollu í kring um okkur núna. hahaha, meira bullið :) 

    Svo langþráða rólegheita jólafríið mitt við lestur verður eitthvað með aðeins öðru sniði...

    Lesa meira
    Gagnlegt

    Hálft ár

    December 3, 2018

    Hálft ár er liðið frá bílslysinu og frá því að ég fékk mjög fast höfuðhögg. Það var ekki fyrr en í síðustu viku að mér var bent á að afleiðingar geta hlotist af heilahristing. 

    Hálft ár er einnig frá því að Líam Myrkvi fæddist upp á Akranesi og við kíktum á hann nýfæddan með guðdómlega löngu augnhárin sín.

    Pointið með þessum skrifum er einfaldlega að vekja athygli á því hve afleiðingar höfuðhöggs geta verið hamlandi, langvarandi og í raun lítið hægt að gera við og takmörkuð fræðsla um.

    Ég hefði haft mikið gagn af fræðslu og ábendingum um afleiðingar heilahristings mun fyrr í ferlinu þar sem ég náði enganvegin að kveikja á perunni sjálf. 

    Eins og sumir vita þá lentum við í bílslysi 4. júní í sumar. Ég rotast og fæ heilahristing.

    Ég man ekki eftir neinu frá slysinu, hálftímanum fyrir slys eða ferðinni í bæinn í sjúkrabíl.

    Ég man einstaka augnablik þegar við vorum á bráðamóttökunni, eins og það hvað ég var miður mín yfir því að geta ekki svarað því hvaða börn höfðu veri...

    Lesa meira
    1
    2
    3
    ...
    10
    Next >
    Please reload

    Sigrún Elísabeth 

    ​

    ​

    Siðustu færslur

    Myndataka

    October 4, 2019

    Þar til næst

    July 4, 2019

    Útskrift og uppskera

    May 29, 2019

    Gleðilega páska

    April 21, 2019

    Ferming

    March 18, 2019

    Konudagsgjöfin og nóg af öðrum tilefnum til að verðlauna sig ;)

    February 21, 2019

    Húsið mitt, ekki blokk :D

    February 13, 2019

    Gleðilegt nýtt ár

    January 10, 2019

    Ég á hús!

    December 11, 2018

    Hálft ár

    December 3, 2018

    Please reload

    Lífið (71)

    Gagnlegt (14)

    Lífstíll (9)

    Please reload