top of page

Útskrift og uppskera


Ég var búin að ákveða að árið 2019 yrði ár uppskeru og það hefur aldeilis gengið

eftir :)

Ég lauk mastersnámi mínu núna í maí og útskrifast sem sálfræðingur í lok júní :)

Þetta hafðist eftir sjö ára námstörn.

Eftir að námi mínu lauk hefur tekið við alveg nýtt upphaf hjá okkur, börnin hafa endurheimt móður sína eftir óendanlega þolinmæði og hefur tíminn verið vel nýttur.

Daginn eftir að ritgerðarskrif mín voru frá, þá tók ég garðinn í gegn og snyrti og höfum við geta leyft okkur að fara út að hjóla, jafnvel eftir kvöldmat! og ýmislegt annað svona sem telst sjálfsagt en hefur ekki verið gerlegt undanfarið þar sem námið var mjög tímafrekt.

Síðastliðið ár er einnig búið að vera ansi tilfinningaþrungið, margt viðburðarríkt búið að gerast, miklar breytingar hafa orðið og lítill tími verið til að meðtaka. Þessa dagana hef ég því mest megnið verið í því að átta mig á hlutunum, leyfa öllu að setjast og njóta.

En maí mánuður er búinn að einkennast af uppskeru.

Uppskeruhátíð hjá Jasmín eftir sundæfingar vetrarins var ansi skemmtileg með grillveislu og wipeout braut. Eldon fékk að vera með á uppskeruhátíðinni og fóru þau systkinin endalaust margar ferðir yfir brautina.

Eldon ætlar að byrja að æfa sund í haust þar sem hann fann að hann var ekki nógu syndur til að vera án kúta í djúpu lauginni.

Það var dásamlegt að fylgjast með þeim, hvað þau skemmtu sér vel og hvað þau voru samrýmd og dásamleg.

Sóley Mist útskrifaðist stúdent 25. maí. Hún er nýorðin 17 ára, tók stúdentinn á tveimur og hálfu ári með frábærar einkunnir og fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Hún fór ári á undan jafnöldrum í grunnskóla og tók allt 10. bekkjar námsefnið á hálfu ári. Algjör snillingur þessi dugnaðar dama mín ♡

Það náðist mynd af átta af níu dömunum mínum þar sem Helga Sóley var með ansi þéttskipaða veisluboðsdagskrá í útskriftir og fermingu þennan dag.

Ég er svo óendanlega lánsöm og þakklát fyrr alla snillingana mína ♡♡

Stórglæsilegar dömur ♡

Fanney Sandra átti 21 árs afmæli sama dag og Sóley útskrifaðist og Líam Myrkvi verður eins árs núna á laugardaginn 1. júní.

Um kvöldið þennan sama dag var svo lokahóf Selfoss þar sem Perla Ruth fékk viðurkenningu sem besti leikmaður ársins og markahæst.

Perla er einmitt núna með landsliðinu í Noregi og fara þær síðan til Spánar þar sem þær spila fyrri leikinn við Spán í umspili um sæti á HM. Síðari leikurinn verður svo hér heima 6. júní :D

Á mánudeginum eftir helgina útskrifuðust Myrra Venus og Bæron Skuggi svo úr leikskólanum með kveðjustund og íspartý úti í leikskólagarðinum þar sem deildir þeirra beggja voru saman komnar.

Bæron alltaf með þessa Hulk hanska sína hahahaha

Máney Birta og Helga Sóley náðu einnig öllum áföngum á misserinu í fjölbrautanámi sínu :)

Þetta er því búið að vera ansi magnaður og gleðilegur mánuður og mun uppskeran bara halda áfram og endalaus tækifæri og skemmtun vera framundan hjá okkur.

Við erum rétt að byrja að kynnast nýja húsinu okkar og umhverfinu, já og elskum að eiga heitanpott í garðinum :D

Höfrungarnir mínir Myrra og Bæron :)

Framundan hjá mér er svo að fara að skoða í kringum mig og finna hvar vantar sálfræðing og hvar mig langar til að vinna og halda áfram að koma okkur fyrir :)


bottom of page