top of page

Skvísa vs. kelling


Ég á afmæli á morgun :) sem er kannski ekki frásögu færandi fyrir utan það að þegar ég var krakki, þá fannst mér konur á þeim aldri sem ég næ á morgun, mér fannst þær allar kellingar! ;) Konur sem voru 37 ára þær voru allar kellingar í mínum augum.

Svo á morgun mun ég vakna og vera komin á þennan hræðilega kellinga aldur!

Og mér sem finnst ég enn vera bara 22 ára….

Mér finnst ég einmitt vera svo ung, geta flest allt og eiga alveg fullt eftir :D

Ég er mjög lánsöm, ég á æðislega fjölskyldu, ég er heilbrigð og allt er svo dásamlegt framundan. Ég get farið í handahlaup, fer reglulega í stórfiskaleik og eitur í flösku ;) Mér finnst húsverk reyndar ekki skemmtileg svo ég er kannski orðin pínu þreytt á þeim en annars finn ég ekki til þreytu eða að ég sé að verða kelling :)

Ætli ég sleppi ekki bara þessum 37 ára aldri, verði 36 ára eitt ár til viðbótar og verði svo bara 38 ára eftir ár, því það er mjög flottur aldur ;) ég er bara ekki að nenna að verða kelling strax :D

Þegar ég var 27 ára fékk ég æðislegt blátt þríhjól í afmælisgjöf, það var það eina sem var á óskalistanum mínum það árið, þríhjól fyrir Skjöld Jökul :)

Núna tíu árum síðar, þá er óskalistinn minn mjög svipaður en tímarnir hafa aðeins breyst svo nú langar mig í jafnvægishjól fyrir yngstu gormana að æfa sig á :)

Auðvitað langar mig í nokkra sniðuga hluti líka, freddy buxur, lékue, Iittala, Rosindahl ;) En flest sem mig langar í tengist börnunum og herbergjum þeirra. Ég er líka alltaf til í nokkrar utanlandsferðir ;) Væri alveg til í eina verslunarferð til Glasgow eða Bristol, Kanarí ferð með fjölskylduna, Orlando ferð með fjölskylduna, ferð til London að heimsækja bróður minn og svo eina Danmerkur ferð.

Held að það séu ekki fleiri ferðir á óskalistanum í bili en jú jú ég væri alveg til í að fara í fleiri ferðir ef mér byðist ;)

En ég hlakka mikið til að vakna á morgun og byrja nýtt aldursár sem 36 ára ung skvísa og gera eitthvað af mér ;) :*


bottom of page