top of page

Dellumanneskjan ég ;)


Ég ætti auðvitað ekki að segja nokkrum manni frá þessu atviki en það er bara ekki hægt annað, þetta var aðeins of einlægt og ósjálfrátt :D Ég fékk sem sagt pakka með póstinum, var rétt byrjuð að opna pakkann þegar ég sé glitta í Risa draum súkkulaði stykki. Ég er ekki lengi að kippa súkkulaðinu út úr hálf opnuðum pakkanum, opna súkkulaðistykkið og byrja að borða, svo held ég áfram að opna pakkann!

Ég pantaði ekki einu sinni þetta súkkulaðistykki, samt án þess að hugsa byrjaði ég á að opna það og borða, alsæl með súkkulaðið og full þakklætis til sendandans, hvað hann hafi verið mikill snillingur að senda svona glaðning með í pakkanum, ætli hann hafi vitað hvað ég er forfallin súkkulaði unnandi!

Svo opnaði ég pakkann minn og sé þennan dýrindis súkkulaðibrunn sem ég var að kaupa mér ;)

Ég hef svo oft hugsað um hvað ég væri til í að eiga svona súkkulaðibrunn, æðislegt að kippa honum fram í afmælum, veislum og já ætli það smell passi ekki líka að hafa eitt stykki súkkulaðibrunn bara þegar við fjölskyldan erum saman komin ;)

Allavega þegar ég sá þetta tilboð á netinu þá varð ég bara að stökkva og láta þetta eftir mér, mögulega er þetta svona hlutur sem er notaður einu sinni og verður svo óhreyfður inn í skáp það sem eftir er, en ég hef samt ekki trú á að svo verði :)

Ég er svolítil dellumanneskja, og kann mér stundum ekki hóf ;)

Þegar mér líkar eitthvað þá er það bara málið! Og nei núna er ég er ekki að tala um barnseignir ;)

Ég er að tala um hluti, þegar ég finn eitthvað sem mér virkilega líkar þá þarf ansi mikið til að snúa mér. Ef ég tek bara tannburstana okkar sem dæmi, ég fann heimsins bestu tannbursta og þá gengur það bara yfir alla í fjölskyldunni, ég meira að segja endurnýja reglulega tannburstann hjá Perlu... sem er flutt út ;)

L.L Bean er með æðislega sterkar, endinga góðar og flottar töskur, svo auðvitað er þá bara L.L Bean á línuna ;)

Ég er að endurnýja hjá mér borðbúnaðinn smátt og smátt, er búin að vera að kaupa Iittala og Rosindahl í bland, tek það sem mig vantar og finnst flottast úr hvorri línunni. Svo auðvitað er bara Iittala eða Rosindahl á alla, jóla- og afmælisgjafir til elstu dætra minna og allra annarra sem ég gef gjafir :)

Ef mér líkar eitthvað og finnst það súper sniðugt eða flott þá vil ég helst deila því með öllum og að öllum líki hlutirnir jafn vel og mér ;)

Mér finnst líka æðislegt, þegar hægt er, að stelpurnar eignist strax eigulega hluti þó þeir séu aðeins dýrari, frekar en að kaupa fyrst eitthvað ódýrt “til að byrja með” og kaupa síðar hlutina sem þeim akkúrat langar í.

Ég er mikið fyrir að hlutir hafi tilgang, ég fékk lítinn Omaggio vasa og er aldrei með svo lítil blóm svo hann varð bara fallegasti pennastandur sem ég hef átt, Perla og Fanney eiga svona vasa og hjá þeim er hann fallegasti tannburstastandur sem fyrirfinnst ;)

æði :D

Ég var búin að ákveða að ég ætlaði ekki að falla fyrir Moomin bollunum, mér þætti þeir bara ekkert flottir og hef sniðgengið þá heillengi, því ég þekki mig og ég kann stundum ekki að stoppa... En þegar börnin eru að drekka kakó úr jólabollum um mitt sumar…. þá gafst ég upp og er fallin og það virkilega, núna finnst mér allir bollarnir æðislegir og ég veit ekki hvar þetta endar!

Ég gæti ekki gefið gjöf sem mér þætti ekki æðisleg, nema auðvitað ef fólk bæði sérstaklega um einhvern hlut og mér þætti hann ekkert sérstakur ;)

Svo nú verða líklegast Moominbollar í öllum pökkum frá mér :D

Annars þá lifi ég geðveikt spennandi lífi núna, ég skrapp suður í gær að kaupa háþrýstidælu og fór í Bónus! Í dag er ég að þvo af öllum rúmum og er ekki á neinum hótel taxta launum fyrir! ;)

En á leiðinni í bæinn var ég að hugsa hvort ég ætti að kaupa gasgrill í bænum og kippa með mér heim.. sko ég er góður grillari, en að hafa eitthvað vit á hvaða grill eru góð eða hvaða eiginleikum ég ætti að leita eftir... Þetta var bara of mikill hafsjór, ég keypti sem sagt ekkert grill. Ég veit bara að ég vil að grill hiti allan grillflötinn, sem gamla grillið mitt gerði ekki, en ég sendi einhvern annan í þetta verk, ég skal sjá um að grilla en ætla ekki að koma nálægt því að velja rétta grillið, úff

En krökkunum fannst æði að keyra í gegnum Borgarnes í gær, bærinn er allur skreyttur. Bláa hverfið fær okkar atkvæði, það er með æðislega dropa út um allt, droparnir eru allir með mismunandi svipbrigði, mjög skemmtilegir :D

Nestisstopp í Borgarnesi <3

;)

Og þessi litli smali heldur mér alltaf við efnið ;)

Hann er í gúmmískóm, ekki gúmmístígvélum! æði æði


bottom of page