top of page

3 búnar - 7 eftir!


Skólaslit grunnskólans voru í gær og Máney Birta útskrifaðist úr 10. bekk ☆ Þá eru þær orðnar 3 skvísurnar mínar sem hafa lokið grunnskóla...... og bara 7 stykki eftir! ;)

Ég var einmitt að hugsa um það í prófalærdómnum í vor hvað það væri nú sérkennilegt að vera ekki í fermingarundirbúning í miðjum prófum, hvort það stæðist í alvöru að það væri bara engin útskrift, ferming eða annað þetta árið, því undanfarin ár hefur alltaf verið eitthvað hjá okkur. Í fyrra fermdist Sóley og Fanney útskrifaðist sem stúdent, árið þar áður fermdist Máney og Perla útskrifaðist sem stúdent og árin þar áður fermdust Perla og Fanney og auðvitað skírnaveislur nánast annan hvern dag. En auðvitað var enginn möguleiki á að þetta gæti staðist, smá fljótfærni hjá mér :)

Og þegar ég hugsa þetta lengra þá, já, Máney útskrifaðist núna úr 10. bekk, næsta ár útskrifast Sóley úr 10. bekk og ég útskrifast frá Hásólanum á Akureyri, árið eftir útskrifast Perla frá HÍ og ári þar síðar byrja svo aftur fermingar og stúdents útskriftir, eins og ég sagði, þá var aldrei möguleiki á að það væri í alvöru ekkert þetta árið ;)

En allavega þá eru núna bæði ég og börnin komin í sumarfrí svo nú verður hægt að fara að leika sér og skreppa út um allt land, lenda í ævintýrum, elta sólina og heimsækja skemmtilegt fólk

En skólaslitin voru með þeim skemmtilegri, nemendur 10. bekkjar voru með mjög skemmtilega, fyndna og hnitna kveðjuræðu, gáfu kennurum sínum skemmtilegar gjafir og gáfu svo öllum nemendum skólans litla Doritos poka í kveðjuskyni sem hitti alveg í mark, yngri krakkarnir hljóðuðu af kátínu og skælbrostu.

Undantekningarlaust hefur verið hlýtt og sólríkt á útskriftardögum dætra minna svo við skelltum okkur á Hlöðuna veitinga- og kaffihúsið og borðuðum saman úti á pallinum áður en við fórum heim, og nutum svo dagsins mest megnis út í garði í leik og dundi, engin húsverk og enginn dugnaður bara dund, leikur og hlátur

Já og þar sem ég er svo hörð á að nota sumarið til hins ýtrasta þá ákváðum ég og vinkona mín að hittast í dag í smá lautaferð með börnin okkar, ég smellti mér í bakstur, veðrið var gott en ég ákvað samt að taka með jakka og léttar húfur, allir inn í bíl og af stað. Golan varð alltaf aðeins meiri eftir því sem við nálguðumst staðinn, en við vorum komin af stað svo þetta yrði bara gaman.

Ég klæddi börnin strax í jakkana og húfurnar, borðuðum og krakkarnir léku sér, þegar við fórum heim þá var ég komin í þykka peysu, sem var tekin upp úr poka sem var á leið í Rauða krossinn, komin með nefrennsli og hefði alveg mátt taka dúnúlpur með handa börnunum ;) En þetta var mjög skemmtilegur kaffitími engu að síður og alltaf gaman að hitta þessa vinkonu mína :)

Máney Birta

Jasmín 5 ára skottan mín að ljúka 1. bekk :)

Jasmín fannst þetta allt geðveikt spennandi og tók því mjög bókstaflega þegar kennarinn sagði við bekkinn nokkrum dögum áður að þau mættu mæta í sínu fínasta pússi á skólaslitin.

Jasmín spurði mig því nokkru sinnum á dag næstu daga, hvort ég væri búin að finna kjól fyrir hana því stelpurnar "ættu allar að mæta í kjól" á skólaslitin

Sóley Mist með Myrru og Jasmín

ok, þetta er mynd 1!

Mynd 2, eitt grjót bæst við

Mynd 3, jebb nákvæmlega :D svona eru myndatökur ansi oft hjá okkur ;)

Börnin blinduð af sól í Spánarsteikjunni á pallinum á Hlöðunni

Komin heim að leika í garðinum :) eitur í flösku og Jasmín er hann

Smá fegrunarblundur fyrir litlar blúndur :)

Og svo ein hér frá því í dag, mér var of kalt til að ná að hugsa um myndatöku svo ég stal þessari af snap-chat hjá vinkonu minni ;)


bottom of page