top of page

Fjölskyldustærðin


Skemmtilegt hvernig ég hugsa stundum ;) Eins og til dæmis þegar fjórar elstu dætur mínar eru ekki heima þá finnst mér við vera svo fá heima að það taki því ekki að elda, hvort ég ætti ekki bara að hafa eitthvað snarl úr ísskápnum.

Þetta er svo dásamlegur hugsanaháttur því þó 4 séu í burtu þá erum við samt 8 heima :)

hér telst meðal annars mjög eðlilegt að notaður sé stærsti USA ofnpotturinn sem “eldfastmót” þegar við eldum bara fyrir fjölskylduna ;)

Einnig þegar ég er að heiman með öll börnin þá finnst mér alltaf eins og það vanti eitt, svo hvert sem við förum þá vil ég ganga aftast og tel þau reglulega, fer með nafna- rununa, Perla, Fanney, Máney, Sóley, Skjöldur, Frosti, Jasmín, Eldon, Myrra, Bæron og athuga hvort þau séu ekki örugglega öll :) ❤❤

Já og ég tala ansi oft um börnin mín stig- eða deildaskipt ;) það er misjafnt hvort Skjöldur og Frosti séu tveir á miðstigi eða hvort þeir tilheyra yngrideildinni en hin átta skiptast alltaf eins, fjögur yngri og fjögur eldri.... ;)

(USA ofnpotta - eldfastamótið mitt :) Perla og Fanney voru að rjúka suður, svo ég gaf þeim á disk í nesti áður en blogghugsunin fór í gang, þetta er allt að koma með að mynda lífið ;) því auðvitað er miklu skemmtilegra að lesa texta með myndum)

En yfir í annað þá er enn útigalla veður hér fyrir þau yngstu, og við alveg farin að þrá sumar og sól, að krakkarnir geti farið í skó og í mesta lagi jakka og út að leika :D ☼ ☼

Sóley í sauðburðar múnderingunni, súper dugleg!


bottom of page