Baby shower!
Fanney Sandra mín á von á barni núna í byrjun júní og héldum við því óvænt baby shower fyrir gyðjuna ♡
Laumu plottið var búið að standa yfir í lengri tíma hjá systrum Fanneyjar og hélt Fanney að hún væri á leið í systrahitting í kósýheit og pizzuát.
Planið breyttist smám saman yfir í að þær yrðu að mæta aðeins í fínni kantinum, til að geta tekið myndir af sér saman. Þar sem það gerist ekki daglega því þær búa út um allt land.
Þetta varð alveg heljarinnar spunavefur. Máney var látin tefja fyrir Fanney á loka metrunum og labba með henni yfir í salinn þegar við vorum tilbúnar að taka á móti henni þar :)
Dýrmætt að eiga góða vini ♡♡
Anna Lára, Fanney Sandra og Ólafía Ósk ♡
Baby showerið var haldið í hádegi á laugardegi. Veitingarnar voru mjög girnilegar og glæsilegar :D
Fyrsta tips fyrir væntanlega baby shower haldara er taka hópmynd af væntanlegri móður með gestunum í upphafi veislu!
Ég flaskaði sem sagt á því og er eina hópmyndin úr veislunni þegar skvísurnar sitja til borðs. En vá þvílíkur hópur ♡
Tips númer 2, athuga stillinguna á myndavélinni ÁÐUR en veislan hefst og myndirnar eru teknar, svo það fattist ekki í miðri veislu að vélin er ekki rétt stillt.....
Fíflagangur og leikir eru auðvitað nauðsynlegir í baby shower, tónlist og hlátur ♡
Við vorum með bleyjuleikinn, þá er giskað á hvaða súkkulaðitegund er brædd í hverri bleyju.
Skvísurnar voru nokkrar saman í liði og máttu lykta af, sleikja eða pota fingri í brúnt innihaldið. Þetta er dásamlega fyndinn leikur en hræðilegur að horfa á hahaha :)
Einhverjar voru komnar með gaffal til að ná sér í bita úr bleyjunum til smakks :D
Systurnar saman að reyna að finna út úr þessu :D
Pappírsbarna leikurinn lukkaðist einnig mjög vel og var mikið hlegið.
Allar fengu A4 blað sem þær héldu aftan við bak og áttu að rífa út barn :D
Pappírsbörnunum var safnað saman og einu og einu barni lyft upp öllum til sýnis.
Kosið var upphátt hvaða barn hafði vinninginn.
Þetta var dásamlega fyndið og gert var grín að því hversu góðar þær væru í að búa til falleg börn.
Útgáfurnar af börnunum voru mjög misjafnar og skemmtilegar og endalaust hlegið.
Fanney var einnig látin skipta á dúkku blindandi. Með því vorum við að athuga hvort hún væri fær um að skipta á barni að nóttu til og hálf sofandi. Vitandi einungis að barnið væri þarna hjá henni og bleyja einhverstaðar rétt við.
Auðvitað tókst henni að skipta á barninu blindandi enda þaulvön ;)
Ég er ekki mikið fyrir að eyða í skreytingar, dreifi frekar bara smarties eða nammi yfir dúkað borð. En þetta kom vel út. Skreytingarnar týndust eiginlega fyrir matnum. Kræsingarnar voru svo glæsilegar að þær voru eiginlega hluti af skreytingunum :)
Ég er mun meira fyrir að gera meira úr matnum og bjóða upp á góðan mat í veislum :D
Við vildum hafa eitthvað meira en kökur þar sem veislan var haldin í hádegi.
Frá Sóma vorum við með pítubakka, lúxusbakka og tortilla veislu- og partýbakka. Mjög fjölbreytt og girnilegt úrval.
Ég átti í miklum erfiðleikum að velja á milli veislubakkanna þar sem mér finnst allar samlokurnar frá Sóma mjög góðar. Hefði verið til í að hafa allar tegundir.
Verðið á veislubökkunum er allt mjög flott. Snilld að muna eftir þeim fyrir öll tækifæri.
Allt var dásamlegt og tortilla rúllurnar mjög veglegar og matarmiklar, ég bjóst við að þær væru minni en það kom mér á óvart hvað þær voru flottar.
Virkilega mikið og flott úrval veislubakka hjá þeim og mjög góð þjónusta.
Frá Hamborgarafabrikunni vorum við með smáborgara. Við vorum með Stóra Bó, Fabrikkuborgara og Grísasamlokur (pulled pork). Þeir voru allir sérlega góðir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Fer einfaldlega eftir smekk hvað fólki líkar. Við vorum með ólíkt úrval smáborgara svo allir gátu fengið sér eitthvað sem þeim líkaði.
Við vorum með Fabrikku- og Bó sósu með smáborgurunum.
Ég ætlaði að segja hvor sósan mér þótti betri og er búin að vera að smakka sósurnar fram og til baka eftir veisluna ;) en vitiði ég get ekki komist að því hvor er betri!
Ég er ekki hrifin af hamborgarasósu en Fabrikkusósan er æðisleg, hún er eitthvað meira en venjuleg hamborgarasósa þó ég nái ekki að setja puttan á það.
Og Bó sósan finnst mér einfaldlega æðisleg og báðar smellpassa þær með smáborgurunum :D
Mjög góð þjónusta og maturinn æðislegur.
Allt æðislega girnilegir veislubakkar og það tók alveg á að velja úr hvað við vildum hafa!
Krispy Kreme smellpassar alltaf við öll tækifæri og elskum við að hafa þá með í öllum fögnuðum hjá okkur. Hringirnir voru fagurbláir og voru eins og hluti af skreytingunum :)
Frá Sætum syndum vorum við tvær glæsilegar tertur sem kórónuðu veisluborðið,
Við vorum með saltkaramellu tertu og mars tertu, þær voru báðar mjög ljúfar á bragðið eins og nafnið á þeim gefur til kynna :)
Þjónustan var frábær! Sætar syndir redduðu tertunum, með bláum skreytingum, með engum fyrirvara.
Alveg eðalmoli sem leynist þarna í Hlíðarsmára 19, starfsfólkið og kræsingarnar.
Ævintýraleg upplifun út af fyrir sig bara að stíga fæti inn í kökubúðina hjá þeim og sjá köku dýrðina :)
Kræsingarnar voru æðislegar! Snilld að geta haldið glæsilega veislu með lítilli fyrirhöfn :D
Einnig vorum við með Betty Crocker brownie, niðurskorna ávexti með bræddu súkkulaði, ostasalat og marenge sem fer alltaf vel í veislum.
Fyrir mig þessa dagana eða undanfarið ár, þá marg borgar það sig að kaupa tilbúnar girnilegar kræsingar og sleppa við alla vinnuna og tímann sem fer í að útbúa veislurnar. Eins og sést hefur á færslum hjá mér um afmæli eða aðra viðburði síðasta árið :)
Súkkulaðið sem ég bræði með ávöxtum er belgískt mjólkursúkkulaði. Það besta sem ég hef prófað. Bráðnar mjög hratt í örbylgjuofni, silki mjúkt og guðdómlegt á bragðið.
Já og ef það eru fleiri eins og ég sem elska páskaegg þá er Góa með páskaeggjabrot til sölu í pokum eins og lakkrísafklippurnar og blandað hlaup.
Við vorum sem sagt líka með páskaeggjabrot og hlaup í skálum á borðinu sem setið var við ;)
Fallegt ;)
Fanney Sandra, mom to be ♡
Annar sniðugur leikur í baby shower er að finna út hvort móðirin verður fær um að syngja vögguvísur og barnalög fyrir og með barninu :D
Þá fær móðirin að heyra textabrot úr lagi sem er ekki augljóslega auðkennandi fyrir lagið. Ef hún nær ekki að finna út hvert lagið er þá getur hún fengið annað textabrot sem gefur betur upp hvert lagið er :)
Hér er mikil tilhlökkun að hitta litla drenginn ♡
Sigrún Elísabeth