top of page

Lífið er núna... hvað langar mig..


Tveir og hálfur mánuður eru mjög fljótir að líða! Ég er á lífi og mjög svo hamingjusöm :D það hafa alveg komið augnablik sem ég efast um hvað ég sé eiginlega að spá! en ég er fljót að ýta þeim mómentum til hliðar. Flesta eða alla daga er ég að drukkna í námsefni og skil ekki hvernig ég eigi að fara að þessu, þetta er ansi mikið og allt öðruvísi en fjarnám.

En núna 1. nóvember ákvað ég að kyrrsetja móður mína í bænum svo hún geti aðstoðað með heimilið og ég geti einbeitt mér að því að ná þessu misseri.

Það segir kannski svolítið til um ástand mitt þegar ég er farin að bjóða gestum upp á kaffi, Nocco eða Aminó :) Ég held líka að flest öll skakkaföll sem hægt var að lenda í eru búin að gerast, svo nú er bara allt upp á við :)

Til dæmis mætti hingað svo svæsin pest að öll börnin lágu í nokkura daga ælupest og allir sem komu nálægt smituðust. Wordið í tölvunni hjá mér ákvað að taka upp á því að breyta öllum texta í stjörnur*** og fékk ég því að tvígera skilaverkefni sem giltu alveg þónokkrar prósentur í einkunn og svona ýmislegt sem hefur gengið á --

-- EN það gengur allt mjög vel hjá okkur og allt eins æðislegt og mögulega gæti verið :)

Fyrstu tvær vikurnar bjuggum við í Hafnarfirði en skóli barnanna í 101, svo það fór ansi mikill tími í umferðarteppu. Við lifðum það af og búum núna rétt við skóla barnanna og það kemur skólabíll og nær í þau á morgnana og skutlar svo heim eftir skóla sem er algjör snilld.

Hverfið okkar er mjög fjölskyldu- og barnvænt, Jasmín, Skjöldur og Frosti fara hér um allt og virðist hverfið bara vera eins og lítill Hvammstangi.

Svo fundum við út að það var svefnvana móðir sem fann upp tvöfaldan hamborgara og Big mac! Ég var sem sagt einn morguninn eitthvað hálf sofandi við að smyrja nesti barnanna og set ost á brauð, skinku og svo aftur ost, sem krakkarnir voru mjög fljót að spotta og gátu skemmt sér mikið yfir.

Einhvern morgunnin fóru tvö nestisbox í töskuna hjá Eldon og ekkert í töskuna hjá Jasmín, sem vakti ekki mikla kátínu hjá Jasmín en Eldon fannst mjög skemmtilegt að geta valið um margrétta nesti ;)

Fyrsta máltíðin í íbúðinni.

Dominos er búinn að vera mér fín aðstoð í eldamennskunni :)

Hér er svo komið eldhúsborð og enn stendur Dominos sig dyggilega

Eldon Dýri fór ári á undan í skóla og eru þau því fjögur í grunnskóla í vetur og fara þessi með skólabíl í skólann. Strákarnir æfa síðan fótbolta og Jasmín er í fimleikum

Leikskólagormarnir eru tveir og fara þau hjólandi í leikskólann alltaf þvílíkt glöð og er Myrra alls ekki sátt með þessar helgar sem þurfa að koma í hverri viku!

Ég hef ekki verið með börn í leikskóla áður svo þetta tók alveg á.

Fyrstu vikuna efaðist ég þvílíkt um mig, hvað ég væri að spá, ég yrði bara að hætta við að fara í skóla því leikskólaaðlögunin tók svo á mig :D

En leikskóli Myrru og Bærons eru æðislegur og leikskólakennararnir hver öðrum betri og ekki skemmir fyrir að frændsystkini þeirra, börn Örnu elstu systur þeirra, eru líka á þessum leikskóla.

Nývöknuð og kát

Myrra Venus

Bæron Skuggi

Jasmín Jökulrós

Svona er stemningin svolítið hjá okkur, við erum öll mjög hamingjusöm og ánægð með þessar breytingar/ þessar brjáluðu hugmyndir mínar að kollvarpa lífi okkar :D

Bókabíllinn stoppar vikulega fyrir utan hjá okkur, Myrra og Bæron eru komin með bókasafnskort og alltaf þvílíkt gaman að fá lánaðar nýjar bækur.

Já við skelltum okkur norður í réttir, ég var með myndavél en ég virðist ekki hafa verið neitt mjög dugleg að nota hana, þar sem skemmtilegustu myndirnar eru af þessum dásamlega klikkuðu systkinadætrunum, þeim Perlu og Láru Kristínu

Svo dásamlega eðlilegar

Eldon Dýri 5 ára bóndasonur

Frændurnir Úlfar og Dýri

Og aftur að okkur í bænum,

Íbúðin okkar er alveg þrælskemmtileg og glæsilegur róló úti í garði sem er algjör snilld.

Þegar við fluttum inn í tóma íbúð þá var eldhúsborð og stólar það fyrsta sem ég keypti því það er jú hjartað í húsinu. Við það er borðað, lært, leikið, spilað, spjallað og bara nefndu það.

Fyrir 15 árum sá ég eldhúsborð sem mig er búið að langa í síðan, svo nú gafst mér tækifæri að eignast þessa dásemd.

Borðið heitir Michigan og fæst í Húsgagnahöllinni. Það er 1 x 2 metrar, því fylgja þrjár stækkunarplötur svo það er hægt að stækka borðið upp í 3,5 metra. Síðan er hægt að kaupa 3 stækkunarplötur til viðbótar og er borðið þá orðið 5 metrar að lengd með fullri styrkingu undir og haggast ekki! Svo innilega akkúrat borðið sem ég á að eiga.

Hæðin á því er líka eðlileg, ekki svona allt of hátt eins og mörg borð eru, þessi hæð er æðisleg fyrir börn til að sitja við og einnig mjög þægileg fyrir fullorðna, mér finnst allavega mjög þægilegt að læra við það.

Það komast 12 við borðið eins og ég er með það daglega og svo hef ég pláss til að snúa því og stækka og komumst við þá 18 vel fyrir og svo á ég bara eftir að ná í fleiri stækkunarplötur og geta þá setið 24 vel við borðið, elska þetta borð :D

Við erum með tvö herbergi upp á lofti sem er alveg nokkuð spennandi fyrir krakkana þó mér finnist ekki spennandi að vera að klifra þarna upp og niður, en mjög öðruvísi og skemmtileg íbúð.

Næsti hlutur sem ég varð að eignast var sófi, sem rúmaði okkur öll, væri flottur, þægilegur og væri einnig svefnsófi. Þessi dásemd heitir Torso og fæst í Dorma.

Það var svona sófi á vinnustaðnum mínum í sumar og ég var búin að marg prófa hann og mæla hann allan út ;)

Síðan var það bara þvottavél, þurrkari og gufugæi og ég var orðin góð :D

Krakkarnir höfðu orð á því í byrjun að það væri nú eitthvað furðulegt af hverju það væri ekki uppþvottavél í íbúðinni, en ég var svo nýbúin að fá uppþvottavél fyrir norðan að það breytir mig í raun engu hvort ég sé með uppþvottavél eða ekki.

Dásamlegu sófadýrin mín

Við héldum meðal annars upp á afmæli hjá þessum molum, Perla var 21 árs og Áki Víkingur varð 1 árs daginn eftir Perlu, svo það var slegið upp afmæli og þá kom sér einmitt mjög vel að eiga almennilegt eldhúsborð.

<3

Ég verð að láta þessa fylgja með, ég er svo bilað stolt af börnunum mínum, hvað þau eru flott og að gera flotta hluti, auðvitað á maður að láta drauma sína rætast <3

Perla er sem sagt að standa sig bilað vel í handboltanum og ég alveg elska að sjá auglýsingar og umræður um hana úr öllum áttum :*

Ég mun lifa þetta haustmisseri af og held ég að ég eigi alveg skilið eina nótt í himnaríki í desember á Suðurlandsbrautinni á Hilton Reykjavík Nordica :D

En klukkan er orðin þrjú að nóttu til svo ég er farin í svefn :*


bottom of page