top of page

Fanney Sandra


Fanney Sandra stórglæsilega gyðjan mín

Fanney tók þátt í Ungfrú Ísland keppninni núna í sumar og var ótrúlega flott. Mætti á allar æfingar, tvisvar sinnum í viku í allt sumar og daglega síðustu tvær vikurnar. Hún var einnig í 120% vinnu og alltaf óaðfinnanleg og glæsileg. Hún er óendanlega flott, gerir allt með stæl sem hún tekur sér fyrir hendur og er ekki þekkt fyrir að fara auðveldustu leiðina.

Já ég er endalaust stolt af henni, alveg eðal eintak og má ég því til með að setja nokkrar myndir af henni hér inn ☆

Fanney er ekki vön að fara troðnar slóðir og er eitt af því sem hún gerði í keppninni var að halda góðgerðartónleika. Góðgerðartónleikar var eitthvað sem ekki hafði áður verið gert í fjáröflunarskyni í fyrri Ungfrú Ísland keppnum og fannst Fanney tónleikar vera mjög skemmtileg hugmynd.

Fór hún því á fullt í vinnu, fékk lánaðan Hard Rock kjallarann og hóaði saman flottum tónlistarmönnum sem voru til í að leggja góðgerðarmálefninu lið.

Hún smellti sér í einnig í útvarpsviðtal á fm957 með engum fyrirvara til að auglýsa tónleikana sem mest og fékk Sóley systur sína og kærasta hennar til að vera í miðasölunni, redda hlutunum sko ;)

Endalaus drifkraftur og frumkvæði í þessari dömu minni :)

Við erum búnar að hlæja að því að hún hafi í alvöru verið að henda saman tónleikum og allt hafi gengið upp, en líka að tónleikahald er ekki eitthvað sem hún ætli að leggja fyrir sig :) hahaha

Ég og elstu dætur mínar skelltum okkur auðvitað á Ungfrú Ísland keppnina fyrir Fanney.

Þvílík gull sem ég á ☆☆☆☆

Fanney svo glæsileg! Hún var svo flott og tignarleg á sviðinu ☆

Hér er hún að sýna kjól eftir Ýr Þrastardóttur (Another Creation).

Gyðjan mín

Stórglæsilegur hópur

Glæsileg, einlæg og með hjarta úr gulli

Drottning!


bottom of page