top of page

Flutningar...


Nýr kafli!

Í byrjun árs ákvað ég að þetta væri ár tækifæra og það rættist auðvitað :)

Í sumar hef ég unnið á næturvöktum til að safna mér pening fyrir haustinu til að komast í áframhaldandi háskólanám. Ég hef unnið frá kl. 23 til kl. 08 á morgnana og verið heima með börnin mín á daginn. Einnig til að safna enn hraðar þá tók ég slatta af vöktum frá kl. 17 - 21 með, og hef því ekki verið neitt brjálaðislega dugleg í ferðalögum þetta sumarið. Ég náði nú samt að fara hringinn í kringum landið með krakkana og hef auðvitað farið þó nokkuð oft til Reykjavíkur og Selfoss, en það er bara svona normið, það telst ekki sem ferðalag að skreppa þangað :)

EN ég, saklausa smábæjarpían er að flytja með börnin mín til stórborgarinnar!

Yngstu börnin mín tvö eru komin með leikskólapláss, næstu 4 eru skráð í grunnskóla og ég í Háskóla Íslands. Við erum full spennings og tilhlökkunar en ég er einnig með svona óvissuhnút í maganum yfir þessu risa skrefi. Svo nú er bara að krossleggja fingur, anda og láta allt fara vel :) ;)

Ég hlakka mjög til að byrja í Háskóla Íslands í haust, er samt pínu stressuð þar sem ég hef verið í fjarnámi undanfarin fimm ár. Ég hef því getað hlustað á upptökur af kennslutímanum aftur og aftur, ýtt á pásu og spólað til baka og hefur því eiginlega verið ógerlegt annað en að ná efni kennslustundarinnar.

Núna fer ég í staðnám þar sem þetta nám er ekki kennt í fjarnámi og mun ég því mæti í tíma og get ekki ýtt á pásu, né hlustað á kennslustundina aftur þegar mér hentar.... svo þetta verður alveg eitthvað.

Ég mun líklegast þurfa að læra glósuaðferðir alveg upp á nýtt.

En ég er bilað stolt og ánægð með að vera ein af þeim 10 nemendum, af um hundrað umsækjendum, sem komust inn í þetta nám í haust :D Ég er sem sagt að fara að læra klíníska sálfræði til að ná mér í réttindi til að starfa sem sálfræðingur.

Já, og ekkert af börnunum mínum hafa áður farið í leikskóla svo það verður einnig risa skref fyrir mig.... Myrru finnst þetta mjög spennandi svo þetta verður líklega erfiðari breyting fyrir mig heldur en Myrru og Bæron að þau séu í leikskóla hahaha

Spennuhnúturinn hjá mér mun líklegast minnka þegar allt er komið í rútínu hjá okkur en eins og staðan er núna þá byrjar grunnskóli barnanna 22. ágúst, við fáum húsnæðið 31. ágúst, skólinn hjá mér byrjar 1. september og Myrra og Bæron fá að byrja í aðlögun 1. september...

Þetta mun auðvitað allt fara mjög vel og gott betur en það og er auðvitað bara tímabil. Og í versta falli ef ég tapa mér og er að fara yfir um þá verð ég umvafin sálfræðingum og sálfræðinemum svo ég gæti ekki verið á betri stað :) hahaha

Þessar dásamlegu myndir tók ég af krökkunum í dag þegar þau voru úti að leika sér

litlu dýrin alveg dásamleg hahaha

Hér eru örfáar frá sumrinu ☼

Myrra og Bæron gjörsamlega skellihlæjandi

hver þarf svo sem buxur...

Nestisstopp inni í helli, mikið sport ☆

Í 20° hita á Einarsstöðum í hringferð okkar um landið

ég á þessi öll


bottom of page