top of page

BA gráða, landsliðið og ungfrú Ísland


BA gráðan mín í sálfræði er formlega mín og útskrifaðist ég með fyrstu einkunn. Meðaleinkunn mín fyrir 180 einingar á þremur árum var 8,3 og fyrir BA ritgerðina fékk ég 9 í einkunn svo ég er mjög ánægð :D

Aðstæður mínar voru á alla vegu á þessum þrem árum og því misjafnt hversu mikill tími fór í námið. Meðal annars þá var Myrra hálfs árs gömul og ég ófrísk af Bæron þegar ég byrjaði í náminu. Bæron fæddist síðan í byrjun árs 2015 eða í byrjun annar tvö í náminu og tók ég einmitt námsbækur með mér upp á fæðingardeild og var í hópavinnu á skype, á morfíni..

Fyrstu önnina vaknaði Myrra þrisvar á nóttu fyrir pela og aðra önnina tók Bæron við, svo ég var ansi þreytt fyrsta árið og marg gekk á veggi þegar ég fór sofandi fram í leiðslu að ná í pela handa þeim. EN... þetta hafðist allt :D

En að fleiri snillingum í fjölskyldunni þá var landsliðs daman mín hún Perla Ruth að endurnýja samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss, hún mun spila með þeim áfram og er núna þessar vikurnar á æfingum með A-landsliðinu.

Örn kærasti Perlu var ráðinn sem aðalþjálfari m.fl. kvenna hjá handknattleiksdeild

Selfoss.

Ævintýra daman mín hún Fanney Sandra smellti sér á skemmtilegt tækifæri og tekur þátt í Ungfrú Ísland - Miss World Iceland 2017.

Og Arna elsta dóttir Alberts er að útskrifast með BS í lífeindafræði frá HÍ.

Mynd fengin að láni hjá Selfoss

Mynd fengin af fb síðu Ungfrú Ísland - Miss World Iceland

Og aðeins að skemmtilegum punktum frá náminu mínu ;)

Ég hef tvívegis átt í mjög eftirminnilegum samskiptum við kennara í HA, það var á fyrsta árinu svo ég var pínu óslípuð, en öll samskipti þar á eftir hafa verið með eðlilegum hætti ;)

Á fyrstu önn minni í HA þá var ég veðurföst, komst því ekki í lokapróf í desember og þurfti að taka sjúkrapróf í janúar. Lokaprófið í desember samanstóð af 50 krossum en í upptökuprófinu í janúar voru ritgerðir.

Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt og sendi kennaranum póst, sagði honum fyrst fallega að þetta væri ekki sanngjarnt og bað um að sjúkraprófið væri einnig krossapróf. Síðan missti ég mig og lét hann alveg heyra það, að það ætti ekki að hegna manni fyrir að vera veðurfastur og komast ekki í próf, ég vildi fá sömu möguleika og aðrir til að ná þessum áfanga, hahahaha

Kennarinn sendi mér einhverjar skýringar til baka sem mér fannst engan vegin nógu góðar þar sem ég var að tapa mér úr pirring yfir þessu óréttlæti. Mér fannst nógu slæmt að hafa ekki komist í prófið, þurfa að bíða fram í janúar til að taka það og svo þetta, ritgerðir í stað krossa!

Eftir prófið í janúar fékk ég póst frá kennaranum þar sem hann tilkynnti mér að ég hefði fengið 10 á lokaprófinu og óskaði mér til lukku. Ég sendi þakkir til baka með skottið á milli lappana og minntist rembingsins í mér ;)

Hann sendi þá til baka þennan dásamlega póst:

"Ég skal alveg viðurkenna að ég glotti út í annað þegar það rann upp fyrir mér að þetta var nemandinn sem lét mig heyra það óþvegið fyrir að hafa ritgerðarpróf og taldi það draga úr líkum þess að hún næði prófinu...

Maður er alltaf feginn þegar einhver nemandi rústar prófinu - það þýðir þá að prófið sé vel gerlegt fyrir þá sem eru vel lesnir, þannig að takk sömuleiðis!"

Og til annars kennara sem ég var "pínu smeik við" í fyrstu, því vissi enganvegin hvernig hann virkaði.

Ég hafði misskilið hann svo illa varðandi fyrstu skil á verkefni sem skiptist í nokkur skil, að ég fékk 0 fyrir skilin.

Sendi honum því póst til að athuga hvort ég mætti lagfæra og senda honum aftur leiðrétt efni, en dreif mig aðeins of mikið að senda póstinn og las setninguna ekki yfir, svo setningin hljómaði svona:

" Í sannleika sagt þá er ég svo skíthrædd við þig að ég er búin að vera með ógleði yfir þessum frá fyrri skilum." setningin hljómar ekki einu sinni vel þó ég hefði skrifað hana rétt hahhahaha en ég var sem sagt að vitna í að mér liði illa yfir þessum kafla alveg frá fyrstu skilum ;)

Sem betur fer var ég ekki rekin úr námi á núll einni heldur sendi kennarinn mér til baka: "Það hljóta að vera ákveðin tímamótin í lífi sérhvers manns þegar hann fær skilaboð frá konu út í bæ sem segist æla af tilhugsuninni um hann ;-)"

Hahahaha, og hafa þessir tveir kennarar, já og tveir aðrir, verið með mínum uppáhalds kennurum seinni árin :)

Svo já, ég var pínu óslípuð í byrjun náms, er öllu skárri í dag en þykir skemmtilega gaman að þessum samskiptum fyrstu skrefa minna í háskólanum og er endalaust þakklát fyrir námið í Háskólanum á Akureyri.

Ég mæli 110% með Háskólanum á Akureyri og finnst algjör snilld hvað fjarnámið hjá þeim er fullkomið. Þessi þrjú ár í HA hafa gefið mér mikið og hef ég þroskast þónokkuð á þessum árum.


bottom of page