top of page

Bolla bolla! Vatnsdeigsbollu-uppskriftin


Frábær vatnsdeigsbollu uppskrift sem hefur alltaf staðið fyrir sínu. Bollurnar eru alltaf flottar og mjög góðar. Ekki hægt að klúðra þessum ;)

Vatnsdeigsbollur

125 gr. smjörlíki

2 ½ dl. vatn

125 gr. hveiti

4 stk. egg

sirka 28 bollur.

Smjörlíki og vatn sett saman í pott og látið sjóða saman, suðan þarf að koma upp.

Potturinn er tekinn af hellunni, hveitinu hellt út í sjóðandi vökvann og hrært saman, þar til deigið er fari að losna frá pottinum.

Deigið er þá sett í skál og kælt niður í vel volgt.

Degið er síðan hrært í hræivél eða með handþeytara og eggin sett út í, eitt í einu og deigið hrært vel á milli áður en næsta eggi er bætt við.

Ég vel einföldu leiðina og set deigið með skeið á smjörpappírsklædda bökunarplötu, nenni ekki að að spauta deiginu á plötuna með sprautupoka...

Bollurnar bakaðar á blæstri á 200° í 25 mínútur (uppskriftin segir 25 - 30 mínútur),

báðar plöturnar bakaðar í einu.

Þegar bollurnar hafa kólnað eru þær skornar í sundur og sulta og rjómi eða hvað annað sem manni dettur í hug, sett á milli og súkkulaði yfir.

Með þessari uppskrift þeyti ég 1/2 l. af rjóma til að setja á milli.

Börnin mín hafa öll tekið tímabil þar sem þeim finnst sulta ekki góð og hef ég þá sett súkkulaði í botn bollanna í staðinn fyrir sultuna.

Súkkulaði glassúr

5 dl flórsykur

2½ msk kakó

4½ msk kaffi (eða vatn)

1 tsk vanilludropar

Öllu hrært saman og súkkulaðið sett með skeið ofan á rjómafylltar bollurnar :D

Hér er deigið byrjað að losna frá pottinum

Deigið sett í skál og kælt

Þegar deigið er orðið kalt er það hrært í hrærivél eða með handþeytara og eggjum bætt út í einu og einu í einu og hrært á milli.

Deigið sett með skeið á smjörpappír

Gullfallegar nýbakaðar vatnsdeigsbollur

Ég hef nokkru sinnum gert þessa uppskrift og haft bollurnar minni, í svona "partý pinna" stærð, og þá sett túnfisksalat inn í og ostablöndu. Endalausir möguleikar...

Upprunalega uppskriftin mín :D

Ég skrifaði þessa uppskrift upp eftir uppskriftabók mömmu þegar ég var 15 ára,

bætti svo við "mjög nákvæmum útskýringum" til hliðar eftir símaspjall við mömmu til að skilja nú hvenig ég ætti að fara að því að baka bollurnar ;) eins og sést þá hefur þessi uppskrift mikið verið notuð og eitthvað gengið á við baksturinn :) Bollurnar hafa allavega aldrei klikkað og alltaf jafn góðar!


bottom of page