top of page

Gleðilegt nýtt og frábært ár ☆


Viltu heyra leyndarmál? voru síðustu orð ársins 2016

Og hér er sést hvar litla gyðjan mín hún Myrra Venus hvíslar að Bæron Skugga litla mafíósanum mínum að árið 2017 verði með þeim betri, allt frábært og endalaus

ævintýri út í gegn! :D

Ég les það allavega út úr þessum myndum og finn það á mér að 2017 verður algjör snilld ;)

Er ekki alveg viss hvort mér finnist þessi tappi vera Emil, lítill herramaður eða lítill mafíósi í þessum fötum en guð minn almáttugur hvað hann er flottur :)

Eldon Dýri og Jasmín Jökulrós tilbúin fyrir 2017

Myndataka gleymdist mest megnis þessi áramót, ég rétt tók nokkrar af yngrideildinni en annað ekki. Mig langaði ekki að hafa þau í sömu fötum og þau voru í á jólunum, hafði samt ekki haft rænu á að kaupa annað dress á þau fyrir hátíðarnar, en við erum svo lánsöm að þau eiga eldri systkini svo ég gat reddað glænýjum (fyrir þeim) áramótadressum á núll einni ;)

Perla átti fyrst kjólinn sem Jasmín var í alsæl og ánægð :D

Eftir mat á gamlárskvöld fórum við á Hvammstanga til foreldra minna og sáum þar flugelda og brennu. Myrra og Bæron voru að tapa sér úr gleði yfir öllum flugeldunum sem Myrru fannst hljóma eins og verið væri að poppa.

Árið byrjaði strax á tímamótum, og spennandi ævintýri fyrir eina af eldri dömunum mínum, þar sem hún var að byrja í fjölbrautaskóla, skruppum við því suður í smá fluttninga og ætlar hún að vera þar í námi.

Námið hjá mér byrjaði í gær með sprengingu, þar sem fyrsta fagið er með sex skilaverkefnum núna í janúar plús allt annað efni :D

Ég fann í gærkvöldi útprentanlegt mánaðardagatal á netinu til að skipuleggja mig, svo er bara að koma sér í að prenta það út hahaha ;) Ég ætlaði einmitt að mæta á netfund um kvöldið 3.janúar sem var um markmiðasetningu, en ég steingleymdi honum í fluttningunum og því ég var ekki búin að skrifa það hjá mér! :/

Tvö afmæli voru í gær, af þeim tíu sem eru núna í janúar og blábyrjun febrúar. Næsta er svo núna 8. svo ég er að reyna mitt besta við að vera frjó í hugsun varðandi gjafir sem nýtast, gleðja og er helst hægt að panta á netinu og fá sent með pósti ;)

Nokkrar myndir frá Hvammstanga áður en myndavélin steingleymdist.

Þessi tvö voru í jólastafa sleikjóleit á jólatré afa síns og ömmu :D

Myrra verður þriggja ára núna 11. janúar og Bæron tveggja ára þann 4.febrúar. Þegar Helga systir var hjá okkur með Áka þriggja mánaða son sinn, þá fór ég að hugsa um hvernig í ósköpunum mér tókst að vera í 100% fjarnámi með ungabarn, eins árs barn og þau eldri!

Myrra teygir sig eftir sleikjóstaf fyrir Bæron ❤

Árið fer sem sagt bara vel af stað og ég hlakka til að nýta öll frábæru tækifærin sem árið hefur upp á að bjóða! ☆ :D

2017 ár tímamóta, tækifæra, breytinga, nýrra áhersla, bjartsýni, gleði, hamingju og hláturs :*


bottom of page