top of page

Jólahátíð og einkunnir


Jólahátíðin okkar.

Ég ólst upp við að jólatréð var skreytt á Þorláksmessu og einhverra hluta vegna hefur það bara haldist. Enda hef ég verið með lítil börn frá því ég byrjaði að búa og því færri dagar sem þurfti að passa upp á litla fingur, að þeir tæti ekki skraut og tré niður. Hvað er fallegra fyrir þau að skoða en jólatré skreytt ljósum og glingri :) Já og núna síðustu ár þá eru alltaf allir heima á Þorláksmessu og því er tréið enn skreytt þann dag.

En ég er strax farin að hlakka til næstu jóla! ég nefninlega er búin að fatta að við getum auðvitað komið saman í byrjun desember og skreytt tréð :) jólakort verða prentuð og póstlögð tímanlega!

Nýtt jólatré og jóladúkar endurnýjaðir....

Fyrstu jólin okkar þá vorum við með Perlu litla og Sunna og Fannar voru hjá okkur, og því keypti ég þá jóladúka sem höfðuðu til krakkana, en heyrðu, þessir jóladúkar eru enn notaðir, 20 árum síðar!!

Þorláksmessukvöld

Aðfangadagur,

Eldri dömurnar byrjuðu á að smella sér í ræktina og sund, helmingur fór svo út að leika í snjónum og svo yndislegt aðfangadagskvöld með öllum sínum töfrum ❤

Uppáhald Perlu af jólamáltíðinni hefur alltaf verið sósan ;) það væru engin jól ef sósuna myndi vanta :D hahaha

Heimsins besta jólagjöfin er að njóta jólanna með öllum börnunum okkar ❤❤

Fannar elsti sonur Alberts var hjá okkur :)

Jóladag fórum við í jólaboð til pabba og mömmu á Hvammstanga. Öll systkyni mín voru þar saman komin ❤ Það gerist ekki oft þar sem Helga býr á Breiðdalsvík, Siggi býr í London og því ekki hlaupið að því að hittast öll á sama tíma.

Ég mætti auðvitað með marenge og túnfisksalat, það er svolítið mikið ég :) heitan brauðrétt, gerði svo aðeins betur og mætti líka með gullfallega, bragðgóða fjögurra laga súkkulaðitertu :)

Yndislegar, Jasmín, Myrra og Helga systir með Áka Víking, sem við erum öll að springa úr ást yfir ❤ Auðvitað þurftum við öll að knúsa hann og prófa :) Myrra talar um hann daglega og vill að hann sé alltaf hjá okkur ❤

Synir okkar systra, Bæron var reyndar frá á þessari mynd

Synir okkar systkina ❤ Gísli á einn, Helga á einn og ég á rest :D

Helga systir með systkinadætrum sínum, vantaði reyndar aðra Gísladóttur

Eldon fékk sjóræningjapoka með gullpeningum í jólagjöf, það er vissara að telja þá reglulega! hann er svo dásamlegur dundari og tekur þá með sér út um allt :)

Siggi bróðir og Maya, þarna innan um barnahópinn

Ég og Bæron fengum þetta hjól saman í jólagjöf og ég held að ekkert gæti slegið eins vel í gegn hjá þessum gaur mínum eins og þetta hjól!

Og vá hann var æðislegur, hann hjólaði alveg fram að háttatíma á aðfangadag og byrjaði að hjóla strax þegar hann vaknaði á jáladag :) Ótrúlega fljótur að ná tækninni, byrja að taka stærri skref og láta hjólið renna með sig, algjör snilld.

Fyrir jól þurfti ég að brainstorma endalaust til að finna út hvaða jólagjafir myndu gleðja og gagnast öllum og tókst það bara ágætlega. Nú eftir jólin ætti meðal-jóninn því að geta verið í rónni hvað varðar gjafa brainstorming, en neibb. Núna tekur við upphugsun afmælisgjafa!

Það eru afmæli 4. janúar, 8. jan, 11. jan, 13. jan, 25. jan, 27. jan, 30. jan, 3. feb, 4. feb, 17. feb, og 22. feb! hahahaha :D Þetta er dásemd ;)

En ég fékk mjög skemmtilega pakka á jólunum sem ég verð að segja frá, hugmyndaflugið! elska þessa systir mína sem þekkir mig ansi vel

Síðasta einkunnin mín kom einmitt inn í gær og eftir 150 einingar í Háskólanum á Akureyri þá er ég enn með yfir 8 í meðaleinkunn, ágætis jólagjöf, sem ég er bara nokkuð ánægð með :)


bottom of page