top of page

Í kjólinn fyrir jólin... ;)


Heyrðu já hér vantaði kuldaskó! :D Krakkarnir eiga stígvél en það gengur víst ekki alveg að nota þau við öll tækifæri á veturna. Flest allt endist nú mjög vel og auðvitað ganga skór hér á milli barnanna, en eins og staðan var núna þá eru til dæmis skórnir sem Skjöldur notaði í fyrra orðnir of litlir á hann en eru of stórir á Frosta. Því þurfti að kaupa skó á báða núna.

Ég elska netverslanir og verslanir með liðlegheitar viðmót, með myndir á netinu og senda út á land. Og sérstaklega verslanir sem eru eru ekki með brjálað háan sendingarkostnað jafnvel engan ;)

Ég pantaði því skó á alla sem vantaði, núna þegar það var afsláttur, á Skór.is og fékk þá senda heim að dyrum án sendingarkostnaðar, algjör snilld.

Ég hafði steingleymt að kuldaskórnir mínir til margra ára, gáfust upp í fyrra, svo ég held mig bara innandyra fram að næstu afsláttasprengju ;)

Ég get verið mjög vandlát á suma hluti, er oft með aðeins of dýran smekk og festist í að mig langi bara í tiltekinn hlut, oftast of dýran til að kaupa strax ;) en þegar ég fæ fullkomna hlutinn þá á ég hann endalaust og jafnvel lengur :) Því sem ég fell fyrir þá á ég til að kolfalla...

En það er líka ókostur við það, því þegar ég þarf að endurnýja og finn ekki akkúrat það sem mig langar í eða vantar, þá frekar sleppi ég að kaupa einhvern tímabundinn staðgengil og nota lengur gamla uppáhaldið mitt, sem er kannski ekki lengur upp á sitt besta og þarfnast nauðsynlega endurnýjunar.

Ég er bara mjög lítið fyrir svona "næst besta" :D En auðvitað æði að eiga til fullt af skóm sko! ;) :D

Skynsemin fékk mig til að kaupa svarta kuldaskó á Jasmín í staðinn fyrir vínrauða svo þeir gangi upp líka á Eldon þegar hann tekur við þeim, það munar bara einu skónúmeri á þeim. Eldon er ansi oft í vínrauðu, bleiku og rauðu svo það verður tilbreyting fyrir hann að fá svarta skó :)

Myrra og Bæron nota sama skónúmer svo ég gat með góðri samvisku keypt geðveika skó á þau! Vá mér finnst þeir geðveikir. Eins og ég sagði þá eiga þau stígvél til að leika sér í úti en þessir eru æðislegir í vetur þegar við förum eitthvað lengra en út í skafl :)

Þessir eru úr leðri, hlýjir, vatnsheldir, gore tex, léttir, nettir og liprir á litla og stutta fætur og bilað flottir :) En ég er pínu geðveik svo ég spreyja alla skó með vatnsvörn líka ;) og svo finnst mér litalausa skónæringin algjör snilld! Því hún gengur á alla skó sama í hvaða lit þeir eru, er því löngu hætt að kaupa skóáburði í öllum regnboganslitum.

Svo flottir!!

Myrra Venus er jafn ánægð með nýju skóna og mamman :D

Gat ekki hætt að mynda þessa snúllu, aðeins of dásamleg

Netverslanir án sendingakostnaðar..... Þá keypti ég þessa Jellycat kanínu hjá Sirkushop.is sem einmitt sendir pakka án sendingargjalds fyrir kaupanda :)

Ég hef aldrei verið fyrir bangsa, finnst æði að börnin mín eigi einn til tvo en ég við alls ekki fleiri. Þau leika sér ekki með bangsa, en æðislegt að eiga til að hafa í rúminu og mér finnst að öll börn verði að eiga allavega einn mjúkann bangsa.

Jellycat bangsarnir eru einmitt þeir allra mýkstu og fallegustu sem ég hef séð svo auðvitað varð ég að kaupa einn handa uppáhalds systursyni mínum honum Áka Víking :) Hann var svo dásamlegur að koma frá Breiðdalsvík til Akureyrar með foreldrum sínum til að hitta mig ;) Svo auðvitað skellti ég mér með yngstu deildina norður að hitta kútinn og knúsa

Myrra og Bæron voru alveg að missa sig úr gleði og hamingju með frændann

Eins og sést hér ;)

Eldon stoltur frændi og öllu rólegri :D

En já talandi um að eiga uppáhalds fötin pínu lengi, þá eitt kvöldið mátaði ég kjól sem ég keypti mér fyrir árshátíð á Brodway þegar ég var nýorðin 16 ára!

Kjóllinn er gullfallegur síðkjóll með tölum að framan og útsaum. Ég kolféll fyrir honum þegar ég sá hann fyrst og hann hefur alltaf verið svolítið uppáhalds þó ég hafi ekki komist í hann í fjölda ára vegna... ja mikilla breytinga á vaxtalagi skulum við segja hahaha. En 21 ári síðar þá smell passar kjóllinn :D

Svo það þarf ekkert "komast í kjólinn fyrir jólinn" átak hér, nú verður bara "hvaða kjóla langar þig í fleiri, farðu og keyptu" átak ;)

Allavega ekkert dregið úr súkkulaðiáti húsmóðurinnar hér þar sem það fer greinilega bara ágætlega með mig ;)

En mér finnst þetta geðveikt, að komast í þennan kjóls vona nokkrum árum síðar ;)

Jebb og símamyndgæðin hjá mér alltaf jafn glæsileg og skýr, ég allavega passa í kjólinn þó það sjáist ekki greinilega ;)

Og hætt í bili og mætt hingað að læra, nóg er búið að vera af skilaverkefnum að undanföru og lokapróf að skella á.

Heyrðu já, ég er ekki enn búin að fá mér lampa hér á borðið, því ég er búin að fatta hvaða lampi sómir sér best hér dags daglega, allan ársins hring og nýtist vel sem leslampi!!

Hann kostar pínu en ég get ekki keypt mér ódýrari lampa sem gegnir tilgangi leslampa, eftir að ég festi þennan inn hjá mér ;) Nú langar mig bara í þennan eina lampa. Mætti samt alveg drífa mig í þessum kaupum því eins og þegar veðrið var hér sem verst og snjór þakti allan gluggan þá gat ég ekki nýtt birtuna frá útiljósinu og sá því bara mest lítið hahaha, ég veit ég er pínu létt biluð..... :*


bottom of page