top of page

Glasgow shopping ;)


Jæja áður en heilinn á mér brennur yfir um af náms ítroðslu og við fjúkum út í buskann í þessu roki, þá bókaði ég mér ferð til Glasgow :D

Þetta er að verða árlegur viðburður hjá mér, að skreppa í smá skotferð og fata fjölskylduna upp fyrir árið, 98% fatakaupa, versla ég erlendis. Það munar svakalega miklu peningalega fyrir okkur að geta haft þetta svona. Gisting í Glasgow er ódýrt og allar búðir í göngufæri.

Í þrjú skipti af þeim fjórum ferðum sem ég hef farið í til Glasgow að versla þá hef ég verið ófrísk, svo ég hlakka svakalega mikið til að versla í þessari ferð og geta mátað föt í minni réttu fatastærð :D

Elstu dætur mínar hafa komið með í eitthvað af ferðunum, sem var mjög fínt því þá gat ég nýtt brot af farangursheimild þeirra, en þær eru farnar að vera aðeins of duglegar að versla sjálfar og því ekki mikið sem hægt er að nýta af þeirra farangursheimild lengur!

Mynd frá Glasgow heimferð 2014

Og önnur óskýr mynd af mér, aðeins að versla í Glasgow ;) Ég versla í hlaupaskóm og er ég eins og stormsveipur í búðunum frá morgni til kvölds :)

Að versla er brjáluð vinna! Að vera með allt á hreinu, hvað hentar hverjum, hverjum líkar hvað, stærðir......... mér finnst þetta alveg skemmtileg vinna en þetta er biluð vinna!

Það munar alveg að geta keypt buxur á krakkana á 600 - 1400 krónur, langerma boli á 300 krónur og annað á þeim nótunum, já og buxur á mig eru á innan við 2000 kall.

Langerma bolir eru kannski ekki dýrir hér heima, algengt að ég sé þá á 1990 krónur, en margföldunarstuðullinn hjá mér er ansi massívur svo það munar alveg að geta keypt flíkina á 300 kall :)

Fötin hér heima eru mjög falleg og góð, og íslensku hönnunarfötin eru æði, væri sko alveg til í það flest allt, en verðmiðarnir á fötunum eru bara aðeins of fyrir mig.

Ég kaupi alveg einstaka flíkur á krakkana hér heima, en finnst oft að verðmiðinn sé mikið hærri en gildi flíkarinnar, en verðskynið hjá mér er kannski orðið pínu brenglað eftir að hafa séð verðlagninguna erlendis, já og marföldunarstuðullinn :)

Undanfarnir dagar hafa annars verið ansi tíðindalausir, heimilisstörf, lærdómur hjá mér og heimalærdómur hjá krökkunum, jú og ég skaust á Blönduós að endurnýja vegabréf ;)

Veðrið hefur ekki alveg verið upp á sitt besta, eitthvað hálf úfið svo kuldagallarnir eru komnir í notkun og ég farin að láta mig dreyma alla daga um sólarlandaferðir ;)

Ég þarf ekki einu sinni að ýta börnunum í rólunni, vindurinn sér alveg um það :)

Í sólarlöndum þá er nóg að setja börnin í stuttbuxur, bol, skó og út að leika!

Þarf ekkert að dúða óákveðin börn, sem vilja stundum fara aftur út nokkrum mínútum eftir að maður er búin að klæða þau úr snjógallanum. Oh ég ætti svo að búa í sólríku landi ;)

Þessi tvö skruppu í smá leiðangur út í bústað

Litlu kökuskrímslin mín komin inn eftir langa ævintýraferð

Og svo smá uppáhalds, þá finnst mér æðislegt að setja kókosolíu í bað yngstu gormanna, húðin verður svo dásamlega mjúk og æðisleg,

og smella þeim svo upp í ný uppá búin rúm :)

já og ég er líka alveg fallin fyrir Moroccan oil hárvörunum, finnst þær æðislegar! Hárið verður silkimjúkt, glansandi og viðráðanlegt, lovit ☆

Yngstu molarnir hrein og dúnamjúk ;) komin upp í mitt rúm að snúllast rétt fyrir svefn áður en þau fara í sín rúm að sofa :) Yndislegt að enda daga svona


bottom of page