top of page

Við systur erum sko alveg með´etta :)


Elsku Helga systir mín eignaðist sitt fyrsta barn núna í síðustu viku ❤

Við erum að springa úr hamingju yfir litla æðibitanum sem fékk nafnið Áki Víkingur

21. september 1996 eignaðist ég mitt fyrsta barn, hana Perlu Ruth.

Núna 20 árum síðar,

22. september 2016 eignast systir mín sitt fyrsta barn, hann Áka Víking ☆☆ Við systur erum alveg með´etta sko ;) :D

Helga afsakaði sig einmitt við Perlu að tvítugs afmælisgjöfin hennar hefði komið degi of seint, en þetta fyrirgafst allt þar sem mikið var lagt í gjöfina, það er hugurinn sem gildir og gjöfin er alveg fullkomin í alla staði ;) ☆

Ég skrapp því á Akureyri í dag, með mín yngstu sem ekki eru í skóla, til að máta og dást að litla æðibitanum :) Börnin mín voru þvílíkt spennt yfir drengnum og vildu ólm fá að halda á honum sem oftast, fylgjast með honum og þurftu mjög mikið að passa upp á að snuðið væri nálægt honum.

Helga býr á Breiðdalsvík svo ég veit ekki alveg hvernig þetta verður með að hitta og snúllast með drenginn, ég allavega bað föðurinn að gefa drengnum farsímanúmerið mitt svo ef foreldrarnir væru með eitthvað múður þá gæti hann alltaf hringt í uppáhalds móðursystur sína og fengið stuðning ;) Að hann ætti hér alltaf hauk í horni drengurinn.

Eldon, Myrra og Bæron voru ekki lengi að umkringja Helgu með drenginn um leið og við komum :D

Og þar sem Áki bræddi mig alveg þegar hann sagði mér að ég væri uppáhalds móðursystir hans þá lofaði ég honum að hann mun alveg njóta góðs af því ;)

Það eru sumir hlutir sem gætu alveg gengið upp fyrir hann sem ganga ekki upp hér með mín börn. Eins til dæmis diskamotturnar sem eru í laginu eins og ský, mikið í tísku núna og eru mikið notaðar á matarborð fyrir lítil börn, bæði eru þær fallegar og stamar. Mjög fallegt að hafa eina þannig á matarborðinu, en hjá mér væri borðið

alskýjað! ekki mjög fínt ;)

Fyrsta bók barnsins eða dagbók barnsins, það er eitthvað sem mér finnst algjör snilld og ég sagði Helgu að hún yrði að eignast slíka og vera duglegur að fylla í hana. já og auðvitað taka endalaust af myndum, skrásetja alla æskuna.

Ég hef reyndar ansi lítið sjálf skrifað í Myrru bók, held að Bæron eigi ekki bók, hún er þá allaveg alveg ósnert, en í staðin fór ég að skrifa bara allt og ekkert sem viðkemur börnunum í eina bók, ég hefði þurft að ráða bókhaldsfræðing eða bókasafnsfræðing ef ég ætlaði að halda áfram með eina bók á barn og fylla allt samviskusamlega út.

Ég er líka guðslifandi fegin að hafa ekki byrjað á því að fá mér tattoo með nafni fyrsta barnsins míns, og því næsta og næsta og............ ég liti út eins og símaskrá! ;)

Bæron fékk að halda á Áka. Hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að haga sér varðandi þennan litla hnoðra, hvort hann ætti að knúsa og kyssa eða borða hann... helst gleypa :)

Myrra alsæl með frændann :)

Eldon stækkaði um nokkur númer, í mínum augum, við að halda á litla barninu. Hann var svo stoltur og sæll með frænda sinn.

Og auðvitað mynd af mömmunni :) Dásamlega duglega systir mín, gæti ekki verið stoltari og ánægðari með að eiga hana sem systur eðal eintak alveg

Fallegu mæðgin

Áki Víkingur

Og auðvitað varð ég að máta dýrgripinn :) Og guð hvað hann er dásamlegur! fær alveg topp einkunn þessi ❤ ❤ ❤


bottom of page