top of page

Súper fljótleg og góð skúffukaka


Súkkulaði kaka

2 bollar hveiti

1 og 1/2 bolli sykur

1 og 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

4 msk. kakó

2 stk egg

150gr. brætt smjörlíki

1 bolli mjólk

Þurrefnin sett saman í skál, svo mjólk, egg og smjör útí og allt hrært saman,

hún er svo auðveld og þægileg að ég hræri hana alltaf bara í skál og með pískara, en auðvitað fínt að nota handþeytara eða hrærivél :)

baka á 180° í ca. 12-15 mín (fer reyndar alltaf eftir ofni)

Börnin mín skiptast ansi oft í tvennt hvað varðar matarsmekk og því set ég kókosmjöl á helming kökunna og skrautsykur á hinn og geri auðvitað eplakökur með og án epla ;)

Skjöldur og Bæron í körfubolta <3

❤ ❤

 


bottom of page