Gleðilegt nýtt ár
Við höfum náð að koma okkur ansi vel fyrir á Selfossi og kynnst mjög flottu og
áhugaverðu fólki hér.
Fyrir ári síðan eða 22. desember fluttum við inn á "gistiheimilið" okkar og núna ári síðar held ég að húsið sé mestmegnis komið í það horf sem ég er ánægð með.
Desember var vel nýttur í vinnu inni í húsinu, stofan var tekin í gegn og er ekki lengur vaskur eða kranar standandi út úr veggnum í stofunni, sem mér þykir mjög gleðilegt :)
Forstofan var svolítið að flækjast fyrir mér, eða við getum sagt að það tók mig heilt ár að finna út hvernig ég vildi hafa hana... en ég er bara nokkuð sátt með útkomuna. Borðstofan fékk einnig make over, og var síðan gengið um allt hús með borvél og myndir hengdar upp... ári eftir að við fluttum inn :D
Mig vantaði myndir á veggi í forstofunni og var því reddað með innrammaðri landsliðstreyju af Perlu, mynd af heimskorti og fékk ég Prentmet til að búa til mynd í stærð 50 x 70 cm. með nöfnum barnanna :)
Sumarið var mjög ljúft og vel nýtt í leik og skemmtun. Flest allt fór fram utandyra þar sem veðrið var æðislegt, matartímar voru flestir úti á palli og heitipotturinn mestmegnis stanslaust i notkun.
Rafmagnsbílar, svifbretti, reiðhjól og hjólaskautar voru farskjótar sumarsins
Selfoss crewið Fram-vætt þó Selfoss bolurinn hafi oft verið innanundir bláa búningnum ;)
Við fengum allmargar heimsóknir í sumar frá erlendum ferðamönnum sem voru með voucher fyrir nýlega bókaðri gistingu á "gistiheimilinu"- sem var nú orðið að heimili okkar, og nokkriri erlendir einstaklingar komu og sóttu um vinnu á "gistiheimilinu", réð ég þó engan í vinnu en hef alveg nokkru sinnum séð eftir því ;)
Ég fór með tíu barna minna, tengdason og dótturson til Svíðþjóðar í sumar í brúðkaup hjá Sigga bróður og Mayu. Perla og Örn komust ekki með í ferðina en Helga systir og fjölskylda fóru með okkur.
Siggi bróðir og Mayja keyptu sér nýverið búgarð í Svíþjóð og var brúðkaupið haldið þar. Ég leigði þrjá bíla undir hersinguna mína og eitt hús. Helgu fjölskylda var svo með fjórða bílinn og keyrðum við í fjögra bílar hersingu um Svíþjóð.
Það hefur alltaf gengið vel að fljúga og ferðast með krakkana og var þessi ferð engin undantekning.
Gísli bróðir og fjölskylda komu einnig til Svíþjóðar svo við stórfjölskyldan vorum þarna saman komin, systkini, makar og börn. Upp tóku sig gamlir og skemmtilegir taktar og fíflagangur kvöldið fyrir brúðkaupið, þegar við fjölmenntum við borðtennisborð í hlöðunni í hringborðtennis með miklum hlátri, fíflagang og keppnisskapi.
Það voru einungis til fjórir borðtennisspaðar svo gripið var til hverslags áhalda sem mögulega nýttist sem vinningsspaðinn. Fægiskófla, öxi, inniskór, bakhlið á litlum handkústi og fleira var gripið til og auðvitað lófinn þegar ekkert annað var tiltækt. Dásamlegt hvað það myndaðist mikill fíflagangur við borðtennisborðið, góð áminning hvað það er mikilvægt að vera léttflippaður og leika sér.
Gísli var orðinn ansi lúnkinn með öxina ;)
Það voru eplatré þarna í flestum görðum sem okkur fannst æðislegt, krökkunum fannst það svo skemmtilegt að þau létu sig hafa það að borða gaddsúr og óþroskuð epli því þau týndu þau sjálf :)
Þetta var meira svona brúðkaupshelgi frekar en dagur, fjölskyldan og vinir saman komnir, sem endaði síðan með athöfn og veislu.
Við Bæron fengum meðal annars það verkefni að baka pavlovur fyrir veisluna, Bæron var yfirsmakkarinn eins og sést :)
Brúðhjónin, elsku Siggi og Maya
Athöfnin var utandyra en veislan var haldin í hlöðunni sem búið var að skreyta og dekka upp.
Fengum æðislegt veður alla dagana og glampandi sól á brúðkaupsdaginn.
Auðvitað náðum við að þefa upp vatnsrennibrautagarð í Sundsvall þarna nálægt okkur
Haustið og restin af árinu leið allt of hratt en var mjög ljúft. Bæron komst inn á leikskóla 1. nóvember, þar áður var hann í dekri hjá Perlu og Erni á daginn.
Ég á orðið tvær landsliðskonur, Perla er í kvennalandsliðinu í handbolta og Helga Sóley í U-18 í kvenna körfu. Mjög stolt af þeim, metnaði þeirra og dugnað.
Perla og Örn keyptu sér hús í byrjun árs, rifu það allt að innan, endurgerðu nýtt og eiga núna mjög fallegt og bjart heimili á Selfossi eftir mikla vinnu.
Þau kórónuðu svo árið með bónorði á aðfangadag og brúðkaupsplönum fyrir sumarið.
Ég er óendanlega stolt af börnunum mínum sem eru að standa sig svo vel, tengdasynirnir vel valdir af dætrum mínum ;) eru einnig ótrúlega flottir. Barnabörnin eru auðvitað æðisleg og er ég svo innilega hamingjusöm og þakklát fyrir það hvað fjölskyldan er náin og í miklum samskiptum.
Það hefur ekki gerst frá því árið 2015 að öll fjölskyldan hafi náðst saman á mynd, en hér eru myndir frá því núna í desember af þónokkrum slatta okkar :) Brúðkaup Perlu og Arnar verður targetað sem vetvangur fyrir næstu fjölskyldu mynd ;)
Ég hélt að árið 2019 yrði ár uppskeru, sem það vissulega var að miklu leyti, en mér sýnist á öllu að árið 2020 verði einnig ár uppskerunnar.
Árið 2020 - Njóta og nýta hverja stund
Gleðilegt nýtt ár :*