top of page

Konudagsgjöfin og nóg af öðrum tilefnum til að verðlauna sig ;)


Það er að detta í konudag og ég er búin að finna hinu fullkomnu gjöf til að gleðja mig með! :)

Ég datt inn á úlpu í ZO-ON sem er svo falleg í sniðinu, hún er svo nett, svo kvennleg og klæðileg að ég byrjaði að skælbrosa og fékk svona tilhlökkunarkætis-tilfinningu þegar ég mátaði úlpuna hahahaha. Ég féll gjörsamlega fyrir henni.

Sniðið á úlpunni er frekar beint í sniðinu en samt aðeins aðsniðin. Þegar ég sá úlpuna í búðinni og þegar ég mátað hana þá var ekki aftur snúið. Og það var áður en ég vissi af eiginleikum hennar, að hún er vind- og vatnsheld og 3 in 1, hægt að renna innra laginu úr, ég er kolfallin :)

Úlpan er aðeins síð svo hún er æðisleg við kjóla jafnt sem buxur, hún er fullkomin! ​

Og æðislega úlpan, konudagsgjöfin, heitir Eldey. Meira að segja nafn úlpunnar er æðislegt!

Loveit!

Og víst ég var komin í búðina á annað borð þá varð ég að máta aðra úlpu sem mig langar að eignast. Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga eina Berjast, góð og hlý vetrar skíðaúlpu.

Og ég verð að fá mér eina svona eða Búrfell Hybrid Jacket, fyrir vorið.

Æðislega klæðileg og falleg. Lookar reyndar mun betur við buxur en ég náði svona næstum að púlla þetta look líka ;)

Vá ég var eins og krakki í sælgætislandi það var svo margt sem heillaði mig í búðinni :D

Og svo rúsínan í pylsuendanum þá var ég nýbúin að fá mér úlpu sem mig var búið að langa lengi í, sem mér finnst æðislega falleg, praktísk og klæðileg. Mér fannst ég eiga Þrauka skilið fyrir að komast klakklaust í gegnum desember og janúar ;)

Ég er mjög oft í kjólum og þá finnst mér svo mikil snilld þegar úlpur eru aðeins síðar.

En þessi er einmitt æðisleg við bæði kjóla og buxur, æðislega töff úlpa. Þrauka hrindir frá sér vatni, er hlý í hálsinn, létt og þjál og svona akkúrat rétt þykkt til að nota alla daga.

Og eitt skemmtilegt smáatriði sem ég tók eftir, það er lítið merki af Íslenska fánanum saumað innan í úlpuna sem sést þegar hún er frárennd.

Hún er ekki of hlý ef ég þarf inn í búð eða annað þannig innan dyra, eða í bílnum en er samt nógu hlý úti og hef ég ekki fundið fyrir kulda í henni þó veðrið sé búið að vera allavega síðustu daga, frá frosti og roki yfir í kulda og rigningu. Ég elska líka alla vasana á henni.

Þessi er algjört æði :D

En annars þá er janúar og það sem komið er af febrúar búið að vera ágæt bilun.

Ég virðist ekki læra hvað rólegheit og einfaldleiki er og bæti á mig verkefnum hægri vinstri.

Verkefnin/tækifærin eru auðvitað mjög skemmtileg, spennandi, gagnleg og munu nýtast mér vel þó þau séu krefjandi í augnablikinu og jafnvel ógnvekjandi núna hahaha.

Þar sem ég útskrifast sem sálfræðingur í vor þá er ég að skrifa mastersritgerðina mína þessa dagana og í rannsóknarvinnu og gagnasöfnun í tengslum við hana.

Ég er í sálfræðiráðgjöfinni í Háskóla Íslands, tek að mér skjólstæðinga þar og mæti í handleiðslutíma þar.

Ég þáði 20% vinnu í rannsóknarteymi Íslenskrar erfðagreiningar og samþykkti að vera með í erindi á sálfræðiþinginu í apríl.

Og já, ég er líka móðir og húsmóðir og því fylgir uppeldi, heimalærdómur, húsverk, skattadót og ....... ég var að kaupa kojur handa yngstu deildinni sem ég veit ekki hvenær mér gefst tími til að setja saman :)

Og í byrjun febrúar, eftir átta-afmæla-törn í byrjun árs, fattaði ég að við erum víst að fara að ferma Skjöld núna 17. mars!

Ég hélt einhvernvegin að við myndum fara að ferma eftir lokaskil hjá mér í skólanum og að ég gæti spáð í fermingunni í rólegheitunum bara í vor einhverntímann, hvernig sem ég fékk það nú út....

Skjöldur verður farinn í sauðburð í vor, Sóley útskrifast stúdent í júní, ég útskrifast í júní og ég já ég ætla líka að hafa það rólegt í júní hahaha, svo skemmtilega óraunhæfar hugmyndir oft hjá mér :D

Allavega þá fattaði ég að ég yrði að byrja að spá í hvenær tími væri til að ferma. Byrjaði ég því á að heyra í leiðbeinanda mínum í mastersverkefninu (sem er auðvitað mjög eðlilegt) um hvenær minnst væri að gera í gagnasöfnun og ritgerðarskilum. Hann talaði um að hentugasti tíminn væri um miðjan mars.

Okey, sauðburður byrjar ekki fyrr en í apríl svo mars gekk upp fyrir fermingardrenginn og Albert.

Perla er að keppa 16. mars og í landsliðsverkefni frá 18. - 24. mars, svo 17. mars er eini dagurinn sem gengur upp fyrir okkur öll :D

Ég brosi stundum bara að þessu og hristi hausinn, púsluspilin ganga alltaf upp og þetta er allt skemmtilegt sem skiptir öllu máli.

Núna er ég því á fullu að púsla öllu saman og að undirbúa fermingu með hægri fætinum á sama tíma og ég held öðru gangandi.

Hvað þarf varðandi fermingu?

√ Tala við prest, fermingarfræðsla

√ Bóka sal

√ Panta fermingartertu

√ Boð í fermingu í gegnum facebook (gafst ekki tími eða fjármagn í að panta boðskort

og senda)

□ Föt á Skjöld - og okkur öll og mig vantar spariskó :D

□ Panta myndatöku?

□ Matur í veislu

□ Skreytingar, bréfdúka, servéttur

□ Letra í gestabók

Hverju er ég að gleyma ?

OG... þegar maður er á fullu í að halda öllu gangandi þá er alveg nauðsynlegt að muna af hverju maður er að gera hlutina, hafa gaman, brosa, gleðjast OG muna eftir að verðlauna sig fyrir vel unnin afrek! :D

Sem er ástæðan fyrir af hverju mér finnst ég eiga skilið að fá mér geggjaðar yfirhafnir hjá ZO-ON ;)


bottom of page