top of page

Húsið mitt, ekki blokk :D


Árið og ný búseta okkar hefur bara farið vel af stað :) Ég er búin að pæla svolítið í því hvort að hér ríki allt önnur menning en við erum vön og höfum búið í áður :)

Hér heita til dæmis leikurinn Stórfiskaleikur - Kúri kúri klapp klapp, leikurinn Einakróna heitir hér Punktur og króna og Eitur í flösku heitir einhverju allt öðru nafni líka :D

Ég varð síðan mjög hissa þegar ókunnugt fólk, sem átti þó erindi við mig, gekk beint inn i forstofu án þess að banka á undan sér.

Mér fannst þetta stórfurðulegt og skildi ekkert í þessu, það voru fleiri en einn, fleiri en tveir, eiginlega frekar nær um tíu manns sem gengu bara beint inn.

Fyrst gekk inn maður á stígvélum, þá varð ég svo hissa og orðlaus að ég gat eiginlega ekki einbeitt mér að því sem maðurinn var að tala um.

Ég hafði ekki einu sinni rænu á að biðja manninn um að koma sér út eða fara úr stígvélunum þegar hann byrjaði að ganga um allt á neðstu hæðinni hjá mér.

Ég meðtók varla á hvaða vegum hann væri og trúverðugleikinn á útskýringum hans, hvað hann væri að gera þarna, var enginn því ég var svo pirruð út í hvernig hann hegðaði sér.

Ég sá bara fyrir mér einhvern "Home alone"" innbrotskauða að skoða aðstæður hjá mér og ég var alls ekki að trú að þetta væri starfsmaður frá einhverju fyrirtæki hahahah.

Það kom síðar í ljós, eftir að nokkrir aðrir höfðu gengið beint inn í forstofu hjá mér, að fólk hélt að húsið mitt væri blokk eða gistiheimili og forstofan væri móttaka eða sameiginleg forstofa fyrir íbúðirnar í "blokkinni" :D

Þetta var mjög kærkomin skýring á þessu öllu og hafa brandararnir orðnir þónokkrir út frá þessu.

Ég fékk meðal annars símtal frá manni sem var kominn fyrir utan húsið mitt. Hann byrjar á að segja mér að hann væri fyrir utan heimili mitt og spyr á hvaða hæð ég væri.

Ég skildi ekki spurninguna og sagðist vera rétt ókomin heim.

Jú, maðurinn hafði náð því að ég væri rétt ókomin en spurði aftur á hvaða hæð ég væri. Þetta var fremur undarlegt spjall og ég spurði bara hvað hann væri að meina.

Hann sagði þá að hann væri kominn fyrir utan hús með þessu heimilisfangi, þar væri fjölbýlishús og spurði því aftur á hvaða hæð íbúðin mín væri. Hann endurtók heimilisfangið til öryggis um hvort að hann væri ekki fyrir utan rétt hús.

Ég skildi enn ekki upp né niður í manninum og staðfesti rétt heimilisfang en sagði jafnframt að þetta væri ekki fjölbýlishús, þetta væri bara heimili mitt og við fjölskyldan byggjum þarna hahahha, þetta var mjög furðulegt samtal og tregða í mér :)

Mér hefur ekki fundist húsið fallegt að utan en að innan finnst mér það æðislegt og hef ég því bara ekkert hugsað meira út í það. En við alla þessa dásamlegu skemmtun og misskilning varðandi "blokkina mína og fjölbýlishúsið" þá er ég alveg búin að fara út og reyna að horfa á húsið og spá í hvað ókunnugir sjá :)

Og svona rétt smá frá byrjun árs, þá verður árið 2019 uppskera fyrir alla fjölskylduna.

Perla og Örn keyptu sér meðal annars hús! Þau fengu það afhent núna í febrúar og eru strax hafnar framkvæmdir og byrjað að brjóta niður veggi.

Perla hlaut einnig þann heiður að vera valin íþróttakona UMFSelfoss 2018, annað árið í röð.

Í byrjun árs eru búin að vera nokkur afmæli og hátíðarhöld.

Arna elsta dóttir mín átti afmæli 4. janúar og Stefanía dóttir hennar varð 7 ára 25. janúar.

Helga Sóley varð 17 ára 8. janúar og var valin í U-18 landsliðið í körfuknattleik :)

Myrra Venus varð 5 ára 11. janúar

Sóley Mist varð 17 ára 27. janúar og var komin með bíllykklana og ökuskýrteini út í bílinn sinn rétt eftir miðnætti :)

Eldon Dýri varð 7 ára 30. janúar

Máney Birta varð 19 ára 3. febrúar

Og Bæron Skuggi varð 4 ára 4. febrúar.


bottom of page