Gleðilegt nýtt ár
Efst í huga fyrir árið 2018 er þakklæti, ást, stuðningur, hamingja og gleði.
Árið 2018 var eitt það viðburðaríkasta, erfiðasta og lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað. Það var bókstaflega alltaf allt í gangi á sama tíma og ég á eiginlega ekki til orð yfir að við höfum komist svona vel í gegnum hvern daginn á fætur öðrum.
Síðustu dagar ársins þegar við vorum að standa í flutningum, skila af okkur íbúðinni, koma okkur fyrir í húsinu, byrja á jólagjafakaupum korter í jól, græja allt varðandi jólin, klára starfsnámið, græja allar kerfisbreytingar eins og lögheimilis-, póst-, síma- breytingar, munu líklegast falla í óminni og aldrei verður hægt að rifja upp hvernig þetta gekk allt saman upp :)
Það misfórst reyndar að skrá börnin í nýjan grunnskóla í öllum þessum látum og voru börnin skráð í skólann 3. janúar, daginn fyrir skólabyrjun, ekki alveg ákjósanlegur fyrirvari fyrir grunnskólann og kennara en þetta gekk allt upp og börnin þurftu ekki heimakennslu ;)
Árið 2018 endaði eins og árið þar á undan á uppskeru, þar sem Perla Ruth hlaut annað árið í röð titil íþróttakona ársins í tveimur sveitafélögum.
Íþróttakona Árborgar 2018, Perla Ruth
Íþróttamaður ungmannafélags Húnaþings vestra, Perla Ruth
A- landsliðið í handbolta tryggði sér sæti um umspil fyrir HM 2019 og er Perla hér á miðri mynd. Er endalaust stolt af eldmóðinum, ástríðunni og drifkraftinum sem Perla leggur í handboltann og ætlar sér að ná markmiðum sínum.
En annars eins og margir aðrir þá leit ég yfir árið 2018 og ég held að allur tilfinningaskalinn hafi sagt til sín.
Ég kvaddi tvö yndisleg heimili og líf sem hafa verið mér óendanlega kær. Ég kvaddi ómetanlega nágranna og kvaddi elsku ömmu mína sem lést á árinu.
Ég kynntist einnig nýju dásamlega flottu fólki, upplifði endalaust margt nýtt og ánægjulegt, fékk ómetanlegan stuðnings og aðstoð og eignaðist nýtt heimili og líf.
Instagram gagnaðist vel til að fara yfir viðburði ársins. Árinu 2017 lauk með því að Perla hlaut þrefaldan titil sem íþróttmaður ársins, hjá sveitafélaginu Árborg, ungmennafélagi Selfoss og ungmennafélagi Húnaþings vestra. Helga Sóley hlaut titilinn körfuknattleiksmaður Hamars 2017.
Arna elsta dóttir okkar startaði afmælishrynunni 4. janúar, Helga Sóley var næst 8. janúar, Myrra Venus 11. janúar, Albert 13. janúar, Stefanía (Örnudóttir) 25. janúar, Sóley Mist 27. og Eldon Dýri var 30. janúar.
Í febrúar héldu afmælin áfram þar sem Máney Birta átti afmæli 3. febrúar, Bæron Skuggi 4. febrúar, Sunna Mjöll 17. febrúar og Fannar Andri 22. febrúar.
Við fórum á fjöldann allan af handboltaleikjum, körfuboltaleikjum og fótboltamót út um allt land.
Perla spilaði nokkra landsleiki með landsliðinu í handbolta, var valin leikmaður ársins og markahæst hjá selfoss og fékk háttvísiverðlaun á lokahófi HSÍ.
Við nýttum páskafríið í hálskirtlatöku hjá Bæron Skugga. Það hefur svo margt gerst síðari hluta ársins að ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa farið með Bæron í hálskirtlatöku fyrr en ég skoðaði þessar myndir núna!
Fanney Sandra varð tvítug í maí og eignaðist Líam Myrkva 1. júní, dásamlega brosmilda ömmudrenginn minn. Við lentum í bílslysi 4. júní og upplifðum óendanlega dýrmætan kærleik og samhug frá landsmönnum.
Skjöldur Jökull varð 13 ára, Frosti Sólon varð 11 ára og Jasmín Jökulrós varð 8 ára þarna um sumarið.
Við útskrifuðums af sjúkrahúsinu, eftir undraverðan bata, rétt fyrir Bs. útskrift Perlu og Arnar. Líam Myrkvi var skírður um sumarið og við fórum í ýmsar ævintýraferðir innanlands og nýttum hvert tækifæri og nutum að vera saman.
Perla var einnig valin leikmaður Bauhaus mótsins og okkur var boðið í kaffi á Bessastaði til forseta okkar.
Árinu 2018 lauk svo á því sama og árinu 2017 með því að Perla hreppti nokkra titla sem íþróttamaður ársins 2018 eins og ég skrifaði hér ofar :)
Myrra fékk jólakort frá forsetahjónunum sem mér fannst óendanlega hugulsamt og fallegt og Myrra var yfir sig ánægð að fá sitt eigið jólakort og gekk um með "kortið sitt" í einhverja daga og spurði eftir því ef hún vissi ekki hvar hún hafði lagt það frá sér.
Jólafríið var annars mjög óhefðbundið. Það var lítið um svefn og hvíld og endalaus vinna allt jólafríið við að koma okkur fyrir á nýja heimilinu.
Það voru engar smákökur bakaðar, engar piparkökur skreyttar, jólaklipping barnanna geymd til næsta árs og mest lítið gert af öðru hefðbundnu jólatilstandi.
Jólin voru engu að síður dásamleg og gleðileg og aðfangadagur var haldinn hátíðlegur þar sem hefðbundin jólamáltíð var svona sirka á réttum tíma og jólagjafir voru komnar undir tréð.
Myrra Venus með systurson sinn Líam Myrkva
Við fengum óvænta háværa og skemmtilega heimsókn á aðfangadagsmorgun og eru krakkarnir enn að grínast með skemmtilega frasa frá þessum rauðklæddu.
"Til Bærons og Myrru. Hver er þessi Bærons og Myrru? Heitir þú Myrru? Hver er Bærons?" :)
Jólin voru dásamleg!
Eina fjölskyldumyndin sem ég tók um jólin. Myndavélin á það til að gleymast þegar mikið er um að vera og félagsskapurinn dásamlegur.
Ég verð að hafa orð á því hvað ég elska að ég á eldhúsborð sem er stækkanlegt upp í fimm metra og það er pláss í borðstofunni til að stækka það OG ganga hringinn í kringum borðið þó setið sé við það :D ég er alveg að elska þá staðreynd
Krakkarnir fengu jólapeysur í jólagjöf sem voru strax mátaðar :)
Við fundum til húsgögn út um allt hús sem fylgdu með húsinu og vorum því með stofuborð og nóg af stólum í stofunni fyrir alla.
Farið verður í húsgagnakaup núna á nýju ári ásamt því að hengja upp myndir, kaupa ljós, tengja dyrabjöllu ;) og fleiri og fleiri verkefni sem bíða og tekin verða smátt og smátt.
Áramótin voru einnig haldin gleðileg með þessum ofurkrúttum mínum
Þessi tvö bara aðeins of sæt, verð bara að henda inn seríu hér af þeim :)
Snillingarnir Perla og Örn
Enn meiri dásemdin, Sóley Mist og Máney Birta
Og svona hófst árið 2019 hjá okkur
Elsku Perla náði þessari mjög svo skemmtilegu mynd af móður sinni hahaha
Annars þá er ég fyrst núna, um miðja nótt, að hafa tíma til að setjast niður og líta yfir árið.
Ég tók jólatréð niður um miðnætti 8. janúar, svo það er líklegast orðið of seint að óska gleðilegra jóla og hátíða :)
Árið 2019 verður endalaus uppskera, ný tækifæri, ævintýri, hamingja, gleði og dásemd.
Gleðilegt nýtt ár :*