top of page

Allt komið af stað með sumrinu


Fyrsta ári mínu í mastersnámi er lokið og ég er byrjuð að saxa á uppsöfnuð verkefni.

Dagarnir líða reyndar ágætlega hratt og ég á alltaf jafn erfitt með að skilja hvar ég fann tíma til að læra.

Þar síðustu helgi fór ég með Perlu á lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss þar sem hún tók á móti viðurkenningu sem besti leikmaður, markahæst og fyrir að hafa spilað 100 meistaradeildaleiki með Selfoss.

Um síðustu helgina fór ég með Eldon Dýra, á Vís fórboltamót Þróttar, þar sem hann keppti fimm leiki. Það var grenjandi rigning allan tímann og það lá við að strákarnir væru farnir að synda í pollunum sem mynduðust á einum vellinum.

Ég viðurkenni að ég hefði alveg verið til í að sleppa því að standa heilan morgun úti í grenjandi rigningu, en Eldon var svo sætur, hann var svo spenntur og glaður með mótið sem gerði þetta alveg þess virði.

Eldon spurði síðar um kvöldið hvort að hann gæti keppt á öðru móti daginn eftir :)

Strákarnir skiptust á að spila allar stöður á vellinum. Eldon prófaði að vera í marki í einum leiknum og stóð sig bara mjög vel.

Vinirnir Eldon og Kristían, svo flottir

Fanney varð tvítug í síðustu viku og Arna og Sunna voru að kaupa sér íbúð og hús! Máney og Sóley eru mjög skynsamar og eru á leið erlendis í sólina.

Heimaleikur á móti Tékklandi í undankeppni EM í kvenna handboltanum í kvöld miðvikudaginn 30. maí.

Perla er í 16 manna hópnum og auðvitað mætum við á völlinn.

Næstu dagar eru svo bara þetta venjulega: fæðing, ömmuhlutverk, afmæli, útskrift, afmæli, skírn og afmæli ;) Alltaf eitthvað skemmtilegt framundan

Og þar sem ég er í sumarfríi þá er um að gera að njóta og muna eftir sjálfri mér líka :)

Fór ég því meðal annars út að borða á Skólabrú í síðustu viku og maturinn var dásamlegur.

Adventure matseðillinn hjá þeim er mjög flottur og átti ég í erfiðleikum með að velja á milli rétta.

Mjög huggulegur staður, rólegur og gott andrúmsloft.

Ekki yfirgnæfandi hávaði og erill, sem mér finnst vera frábær kostur og meðmæli.

Alveg tilvalinn staður til að spjalla saman og borða góðan mat.


bottom of page