Fanney mín 20 ára ♡
Fanney Sandra mín varð tvítug núna 25. maí ♡♡
Við héldum upp á afmælið og skelltum okkur á Hamborgarafabrikkuna og vorum með kaffi heima.
Ég tímdi ómögulega að setja 20 kerti á gullfallegu þristaafmælistertuna og var því einum kleinuhring fórnað fyrir bálið :)
Ég stóðst einnig ekki mátið og varð að kaupa nýjungina hjá Sætum syndum og finnst mér veislubakkinn æðislegur, mjög fallegur og fjölbreyttar kræsingar.
Fanney er skrifuð eftir nokkra eftir daga og vorum við því ekki með stóra veislu í tilefni dagsins og var fjölskyldan einnig á víð og dreifð um landið og erlendis. En auðvitað verður að vera eitthvað til að 20 ára afmælisdagur sé eftirminnilegur.
Það er þó nokkur kúnst að hlusta eftir og vita hvað börnum manns vantar og langar í þegar afmæli og jól nálgast. Ég er án gríns með bók sem ég punkta niður í sniðugar hugmyndir af gjöfum sem henta og gagnast hverju barni.
Tvítugsafmæli er stór viðburður og finnst mér tvítugsafmælisgjöf verða að vera eiguleg, eins og úr, hringur, hálsmen, Kitchenaid hrærivél... ;)
Fanney hefur lengi langað í Kitchenaid hrærivél og var það því tilvalin tvítugsafmælisgjöf.
Tveim dögum fyrir afmælið mundi ég einnig eftir því að Fanney er búin að tala heillengi um að hana langaði í Nutribullet blandara sem gæti mulið klaka og frosna ávexti í boost. Auðvitað varð ég við þeirri ósk, allt til að auðvelda væntanlegri móður lífið :)
Fyrirvarinn til að redda blandaranum var ekki mikill en sem betur fer er snilldar þjónusta hjá netversluninni Nutribullet.is og var blandarinn kominn heim að dyrum tímalega fyrir afmæli.
Það varð því úr að við gáfum Fanney bara heimilistæki í 20 ára afmælisgjöf :D
Þessi blandari er víst "the blandarinn" í dag og er einhver algjör snilld sem getur allt, er aflmikill og fallegur á borði.
Hlakka til að knúsa ömmudrenginn og fá nýbakað og boost hjá þér elsku Fanney mín ;) Er endalaust stolt af þér, love you, love you, love you♡♡