top of page

Sprengja, sprengja og sprengja!


Gleðilega hátíð ☆

Við áttum mjög svo gleðileg jól, mikið hlegið, spjallað, spilað og nutum þess innilega að vera saman í fríi.

Árið 2017 er búið að vera svolítil sprengja og er ég hér með nokkrar sprengjur svona til að enda árið með stæl ☆

Síðasta lokaprófið hjá mér var 13. desember, þá tók við jólaundirbúningur þar sem allt hafði setið á hakanum á meðan á prófalestri stóð.

Einkunnir fyrir þessa fyrstu önn mína í mastersnámi komu í hús fyrir jól oooog... ég náði öllum áföngum og vel það!! :D

Þetta haustmisseri var alveg þónokkuð strembið í alla staði en allt gekk upp og ómæ hvað börnin mín eru ótrúleg! ég er svo innilega stolt, hamingjusöm og þakklát

Eldon Dýri snillingur byrjaði ári á undan í 1. bekk núna í haust, fór í grunnskóla með yfir 600 nemendum og er búinn að standa sig eins og hetja.

Honum hefur gengið mjög vel að aðlagast þessum svakalegum breytingum, frá því að vera heima hjá pabba og mömmu út í sveit yfir í að flytja til Reykjavíkur og byrja í fjölmennum grunnskóla. Algjör nagli og er mjög ánægður, á marga vini og auðvitað læs, skrifandi og elskar stærðfræði.

Já og Perla Ruth! hún stökk einmitt yfir 6. bekk í grunnskóla, því ég vissi ekki að hægt væri að byrja ári á undan í skóla þegar hún var lítil, en hún er búin að vera að gera þvílíkt flotta hluti.

Hún náði öllum áföngum í háskólanum þessa önn og á því bara eina önn eftir til að útskrifast sem íþróttafræðingur. Hún spilaði sína fyrstu skráðu landsleiki með landsliðinu núna í haust. Liðið spilaði þrjá leiki í Slóvakíu og Þýskalandi og skildi Perla þar eftir sig 10 mörk og var markahæst í einum leikjanna! :D

Hún var núna valin Íþróttakona Umf. Selfoss 2017,

Íþróttakona Árborgar 2017 og

Íþróttamaður USVH 2017! Þrefaldur snillingur já og mun meira en það :)

Engin smá uppskera hjá henni enda er hún búin að standa sig bilað vel og heldur áfram að bæta sig.

Íþróttakona Umf. Selfoss 2017

Perla og Örn. Örn verður eiginlega líka að fá hrós þar sem hann er kletturinn hennar Perlu og á einnig mjög stóran part í velgengni hennar í handbolta frá upphafi. Perla kynntist handboltanum í gegnum Örn, hann kenndi henni grunninn og hann býr yfir þeim hæfileikum að ná því besta fram hjá öllum.

Já Örn er í svolítið miklu uppáhaldi hjá okkur :) Ótrúlega flottur og sem þjálfari þá tel ég hann með þeim bestu! Hann bókstaflega framleiðir afreksíþróttafólk og landsliðsmenn :D

Íþróttakona Árborgar 2017

Íþróttamaður USVH 2017

Ótrúlega flott landsliðskona og enn flottari dóttir ♡

Og síðasta sprengjan þetta árið er sú að ég á von á barni! :)

Eða öllu heldur þá á ég von á barnabarni, þar sem Fanney mín og Garðar eiga von á barni næsta sumar ♡

Árið 2018 verður því mjög viðburðaríkt: nokkur merkisafmæli, Eldon verður 6 ára sem er mjög stórt afmæli, Skjöldur verður táningur- hann verður 13 ára í sumar, Sóley verður 16 ára, Máney verður 18 ára, Fanney verður 20 ára.

Perla útskrifast úr háskóla sem íþróttafræðingur og heldur áfram að festa sér sess í landsliðinu, Fanney eignast sitt fyrsta barn og verður móðir!, ég held áfram í sálfræðináminu mínu og gera mitt besta við að hlúa að og styðja mögnuðu börnin mín áfram

Og ég er alveg fullviss um að 2018 verður stútfullt af ævintýrum og tækifærum ♡

Sprengjurnar verða ekki fleiri að sinni en hér eru nokkrar myndir frá jólunum og frá haustinu :)

Bæron og Myrra á jólunum

♡ ♡

Máney og Perla

Piparkökur voru skreyttar korter í jól ☆

Og auðvitað fylgdi hlátur :D

Nokkrar myndir hér af systkinunum úti að leika í snjónum og væntumþykjan skín í gegn ♡

Ekki bestu myndgæðin en ómæ ♡

Krakkarnir fengu aðeins meiri snjó fyrir norðan :D

Gleðilega hátíð og gæfuríkt komandi ár, megi árið 2018 vera stútfullt af gleði og hamingju


bottom of page