top of page

Afmæli Fanneyjar og endalaus uppskera ♡


Fanney Sandra næstelsta dóttir mín átti afmæli í gær 25. maí

Ég fékk því óstjórnlega þörf til að skjótast suður til hennar og óska til hamingju með daginn.

Fanney Sandra afmælispían

Tapaði mér i smá myndasyrpu af afmælisdömunni :)

Það var smá vesen að komast suður og koma dömunni á óvart, þar sem bíllinn minn er á verkstæði, fékk ég því lánaðan bíl til að komast í bæinn, sá bíll var 5 manna svo ég gat bara tekið yngstu deildina með mér.

Fanney bjóst ekki við að við kæmumst í bæinn á afmælisdaginn hennar svo ég ákvað að koma henni á óvart. Ég var í sambandi við Perlu á leiðinni í bæinn og vorum við að sníða áætlun á leiðinni. Ég ætlaði að kaupa gasblöðrur í Partýbúðinni og vera komin á Hard Rock Cafe þegar Perla kæmi með Fanney á staðinn.

Partýbúðin var lokuð þar sem það var uppstigningardagur svo það voru engar blöðrur og ég átti síðan í mesta barsli með að finna veitingastaðinn :D

Perla var rétt ókomin með Fanney þegar ég sendi á hana að ég fyndi ekki staðinn, hafi líklegast keyrt fram hjá honum og þyrfti að taka annan hring til að leita aftur.

Perla þurfti því með snilld sinni að tefja og varð allt í einu mjög áhugasöm um umhverfið í miðbænum og vildi endilega taka smá skoðunarhring áður en þær færu að borða. Fanney grunaði að þetta væri nú eitthvað skrítið, þessi skyndilegi umhverfisáhugi en þegar þær komu inn á veitingastaðinn og Perla bað um borð fyrir tvo þá hvarf grunur Fanneyjar.

Þjónninn stóð sig vel og vísaði þeim upp stigann þar sem blasti við fullt af borðum fyrir tvo, en mér hafði tekist að finna staðinn og vera komin inn á undan þeim svo við sátum þarna rétt fyrir innan og náðum að koma henni á óvart :) þrátt fyrir að ég hafði greinilega ekki gert alla heimavinnuna og verið búin að skipuleggja þetta fyrirfram og kanna allar aðstæður áður.

Allt gekk nú upp en ég býst ekki við að leggja það fyrir mig að taka að mér verkefni er snúa að óvæntum uppákomum ;)

En að allt öðru, þá er það mjög óþægilegt að vera ekki með bílinn minn og þurfa að fá lánaða bíla þar sem ég kann ekki að vera bara heima.

Ég skrapp suður í byrjun síðustu viku á lánsbíl, í allslags útréttingar og fundi. Fór í leiðinni í bíó á myndina Ég man þig, mjög fín mynd og fékk ég nokkru sinnum gæsahúð frá sköflung og upp allan líkamann, mjög sérkennilegt hahaha, svo já fínasta mynd :)

Ég fór aftur suður nokkrum dögum síðar á lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss, aftur á lánsbíl, gott að eiga góða að!

Perla var valin varnarmaður ársins og Örn kærasti hennar fékk baráttubikarinn. Já og Hanna systir Arnar var valin sóknarmaður ársins og markahæst og Þröstur pabbi þeirra og tengdapabbi Perlu fékk viðurkenningu sem félagi ársins, traustur klettur þar fyrir félagið.

Svo já það var dásamlegt að vera þarna með þeim, er ofboðslega stollt af Perlu og tengdafjölskyldu hennar :)

Perla Ruth varnarjaxl og þjálfari hennar

Jóhannes Ásgeir tók þessa mynd af verðlaunaafhendingunni

Örn og Perla

Flottur hópur, Hanna, Örn og Perla hér saman á endanum, já og auðvitað kristrún vinkona Perlu á hinum endanum og fullt af flottu fólki ☆

Jóhannes Ásgeir tók einnig þessa mynd.

Heyrðu, síðan er svo margt spennandi framundan hjá okkur, endalaus uppskera, þarf að vinna aðeins betur fyrir sumu, en er bara með þvílíka spennu- og tilhlökkunar tilfinningu fyrir næstu mánuðum.

Allt dásemd dásemd og ég er endalaust þakklát ♡♡


bottom of page