top of page

Þriggja ára BA nám í sálfræði √


Laugardagur til lukku og BA ritgerðaskila! Þá er þriggja ára fjarnámi mínu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri lokið. Nú tekur við bið eftir einkunnum og að koma einhverri rútínu á lífið aftur. Finnst ég einhvernvegin hafa allt of mikinn tíma en kem engu í verk....

Síðasta lokaprófið mitt var 21. apríl og um kvöldið skellti ég mér með slatta af börnum með mér til Breiðdalsvíkur. Ég var um sjö klukkutíma á leiðinni og vorum við komin einhverntímann um nóttina.

Áki Víkingur aðaltöffari Breiðdalsvíkur var skírður daginn eftir þann 22. apríl og hlaut ég þann heiður að vera guðmóðir uppáhaldsins <3

Hann var skírður í gömlu húsi sem foreldrar hans, Helga systir og Elís Pétur eru búin að vera að gera upp og er komin mjög flott mynd á húsnæðið, staðurinn heitir Beljandi brugghús, er brugghús og bar og verður formlega opnað fljótlega.

Ég kom inn í húsið síðasta sumar þegar allt var á hvolfi og ég á ekki orð yfir hvað þetta er orðið bilaðslega flott hjá þeim, algjörir snillingar hér á ferð.

Við áttum yndislegan dag saman fjölskyldan, veislan var æðisleg og Áki Víkingur algjör gleðipinni eins og alltaf, hann er svo dásamlega geðgott barn hahaha :D

Ég hafði ætlað mér að vera til sunnudags hjá þeim þarna fyrir austan en það urðu smá breytingar á plani, og ég komin á bragðið með hvað það er mikil snilld að nýta kvöldin til að keyra hérna á milli í stað þess að eyða deginum í það, því skelltum við okkur af stað og fórum heim aftur um kvöldið eftir dásamlegan skírnardag. Vorum við því komin heim einhverntíman um nóttina en ég átti þá líka allan sunnudaginn heima til að læra.

Það er sem sagt ekkert mál nú orðið að skreppa til Breiðdalsvíkur og ég alveg komin yfir það að það sé eitthvað mál að skjótast þangað :)

Jújú þetta er mjög viðeigandi og fagurt að hafa bjórtanka í bakgrunn, með barn í skírnakjól, guðmóðurhlutverkið byrjar vel :D

Ég gaf Áka þessa uglu drumba til að hengja á vegg og eru þeir eftir Helmu. Mér finnst þeir æðislegir og finnst þeir passa vel á vegg í barnaherbergi, unglingaherbergi og í raun í hvaða rými sem er þegar Áki fer sjálfur að búa ;) Sparibaukurinn er auðvitað til að hann geti safnað sér fyrir öllum draumunum og ævintýrunum sem bíða hans.

Þessi mynd var komin á salinn uppi þegar skírnin var

eftir skírn, allt að gerast. Verið að setja gler í og leyfa útsýninu að njóta sín.

Þetta verður svo flott!

Og eitt alveg ófrásögufærandi, þá fæ ég oft æði og verð alveg húkt á einhverju, og núna undanfarnar vikur er æðið búið að vera nýja Créme Brulée skyr.is, pylsa með kartöflusalati og piparhúðaðar möndlur! ég gæti bókstaflega lifað eingöngu á þessu...

En annars hafa tvær síðastu vikur farið í að leggja loka hönd á BA ritgerðina, skrapp þrívegis suður, börn Örnu elstu dóttur Alberts komu síðustu helgi og voru hjá okkur yfir helgina. Kvennalið Selfoss í handbolta tryggði sér í gær áframhaldandi sæti í Olísdeildinni og bara allt dásemd eins og það á að vera :D

Útskriftin mín frá HA er 10. júní svo nú leggst ég bara á refresh takkann á tölvunni með von um að einkunnir fari að streyma inn og ég útskrifist með flotta meðaleinkunn fyrir þessar 180 einingar mínar :) dásemd dásemd dásemd :D


bottom of page