top of page

Páskafílingur...


Þeir sem þekkja mig vita að ég geng stundum skrefinu lengra... plús það að vera forfallin súkkulaðiunnandi, svo hvert hefði þetta geta leitt mig annað en beint inn í súkkulaðiverksmiðju :D

Enda myndi matardagbók eftir mig seint fara á metsölubókalista hollustubóka, þar sem súkkulaði er stór hluti af uppistöðu fæðis hjá mér... og í millimál... og..

Í kringum síðustu páska frétti ég af handgerðu páskaeggjunum frá Hafliða Ragnarssyni (HR konfekt) og líta páskaeggin út eins og listaverk!

Er ég því búin að bíða spennt í heilt ár eftir páskunum til að tryggja mér örugglega eitt stykki listaverkapáskaegg frá Hafliða.

Ég hef aldrei verið fyrir nammið sem er inni í hefðbundnum páskaeggjum en mér finnst æðislegt að hafa konfektmola í eggjunum.

Hafliði toppar það allt og gerir enn betur, hann er með konfektmola í sínum eggjum, sem ég er mjög ánægð með :) en er einnig með eitthvað allt annað en hefðbundið í eggjunum, sem mér finnst æðislega spennandi!

Auk konfektmola og auðvitað málsháttar í eggjunum, eru súkkulaðihúðaður lakkrís, súkkulaðihúðaður appelsínubörkur og súkkulaðihúðaðar hnetur/möndlur, bilað spennandi!

Og ekki nóg með það að innihaldið sé spennandi heldur er hægt að velja um nokkrar tegundir af súkkulaði í páskaeggin :D

70% dökkt súkkulaði – sérvaldar baunir frá Perú. 32% Dulcey blond súkkulaði, flauelismjúkt með karamellukeim.

38% Belgískt gæða mjólkursúkkulaði.

30% hvítt belgískt gæða súkkulaði.

36% karamellusúkkulaði

Stærðir páskaeggjanna eru: 70gr., 180gr., 300gr. og 500gr.

Hafliði velur sérstaklega fyrir hverja páska eina tegund af súkkulaði sem stendur upp úr hjá honum. Dökka súkkulaðið í páskaeggjunum í ár er alveg sérstakt og unnið úr fyrsta flokks kakóbaunum frá Perú í suður Ameríku. Súkkulaðið er 70%, silkimjúkt með smá sýru og ávaxtakeim. Það er lífrænt vottað, BIO og FAIRTRADE.

Þetta þýðir að ég er búin að missa af að smakka fullt af dásamlegum súkkulaðitegundum, þar sem ég var svo sein að uppgötva þessa dásemd ;)

Það sem mér finnst einnig mjög skemmtilegt og spennandi er að hann býður upp á sérpantanir. Til dæmis ef maður vill setja sérstök skilaboð inn í páskaegg eða gjöf.... kannski hring! ;) ;)

finnst þetta bilað spennandi :) bara muna að sérpantanir þurfa að berast fyrir 7. apríl.

Já einnig er hægt að panta páskaegg úr hvítu súkkulaði og þurfa þær pantanir að berast fyrir 10.apríl.

Ég var alveg nett að tapa mér innan um allt súkkulaðið og ilminn í loftinu! Svona næstum eins og Siggi Sigurjóns í Dalalíf, svona "anda-inn-með-nefinu, I love it!" ;) hahaha

Þegar Perla og Fanney voru litlar þá vann ég í páskavertíð í sælgætisgerðinni Mónu, við framleiðslu páskaeggja svo súkkulaði ilmurinn var skemmtilega kunnuglegur.

Virkilega skemmtileg og bragðgóð listaverk!

fást í Mosfellsbakarí Háholti 13-15, Mosfellsbæ og Mosfellsbakarí Háaleitisbraut 58-60, Rvk.

Hafliði er með Facebook síðu Hafliði Ragnarsson Chocolatier

Alveg um að gera, að hafa húmorinn í lagi og njóta lífsins með dásamlegu

spældu eggi hahaha :D

elska spæld egg... góð og holl!? ;) :D

Dýrindis sýnin sem tekur á móti manni í Mosfellsbakaríi :D

Gleðilega páska :)


bottom of page