Þegar allt gerist á sama tíma
Siðustu tvær vikur hafa verið ótrúlegri en ótrúlegar og ansi massívar og þungar.
Á tímabili var ég ekki viss hvort ég ætti að hlæja eða gráta yfir öllum erfiðu óvæntu verkefnunum sem skelltust öll á mig á sama tíma, Albert var ekki heima og ekkert verkefnanna hægt að hunsa af sér. Ég ætla bara að taka þessu þannig að þetta hafi verið skerfurinn fyrir árið og allt lygnt framundan :) Á þessum vikum komst ég að því að ég og Súperman eigum það sameiginlegt að geta reddað og leyst úr haug erfiðra aðstæðna, en ég held að ég hafi vinningin hvað varðar stáltaugar, þar sem ég er enn standandi eftir þetta allt saman, en hann er náttúrulega bara skáldsagnapersóna hahaha :)
En á sama tíma kom ég fullt af skemmtilegu í verk líka <3 Við fórum á þrjá handboltaleiki í bænum, horfðum á Selfoss stelpurnar spila og eru þær komnar í höllina í fjögurra liða úrslit! :D
Sóley, Eldon, Máney og Bæron átti öll afmæli núna á síðustu tveim vikum, þau eiga afmæli þarna í hnapp í kring um mánaðarmótin, 27. jan, 30. jan, 3. feb og 4. feb.
Það er einnig orðið skilyrt hjá Myrru að ef við förum til Selfoss þá verður að fara í sund, svo farið var í nokkrar sundferðir í þessum ferðum okkar fram og til baka.
Sóley Mist byrjaði í FSU um áramótin svo afmælisundirbúningurinn var með smá svona picnic stíl. Hún er ekki mikið fyrir rjómatertur sem var mjög hentugt við þessar aðstæður en hún elskar brownie og snúða sem lítið mál er að ferðast með á milli ;)
Smá picnic stæll á þessu ;) en æðisleg veisla og Sephra belgíska mjólkursúkkulaðið himneskt með ávöxtunum! namm
Myrra lætur alltaf systkini sín vita af því að þau eigi pakkana saman og hún hjálpar til við að opna alla pakka, svo Sóley fékk góða aðstoð frá systir sinni með það verkefni hahaha, algjör snúlla
Sóley alveg með húmor fyrir gjafavali móður sinnar ;) slæddust þarna nokkrir vel valdir og skemmtilegir auka pakkar með :D
Myrra stóð sig mjög vel í sínu hlutverki sem aðstoðar gjafaopnari
Eldon Dýri átti næst afmæli, eina ósk hans var að hann langaði svo í playmó og helst playmó eldfjall. Ég heyrði að "Ljúfmeti Lindu" á fb, gerði æðislegar myndir á kökur, ég ætlaði mér svo að muna að panta hjá henni með fyrirvara til að ég gæti kippt með tveim myndum þegar ég færi norður eftir afmæli Sóleyjar, en nei ég gleymdi mér alveg, hringi í konuna og panta myndir án þess að vita í raun hvað ég var að panta :D Spurði hana bara hvort hún geti reddað mér tveim myndum með engum fyrirvara, báðar myndirnar áttu að vera fyrir stráka og vera kringlóttar, annar srákurinn elskar playmó og eldfjöll og hinn..... ja honum finnst hundar áhugaverðir! dásemd að fá svona nákvæmnis pöntun hahaha.
En jú hún reddaði mér myndunum á notime og Eldon var í skýjunum með flottu eldfjallaplaymómyndina sína :) já og ég fór auðveldustu leiðina með afmæliskökuna þar sem ég var ein að rembast í öllu og með allt á herðum mér þessa dagana ;) :)
Og eldfjallakökur þurfa auðvitað að gjósa :) Snilld að eiga þessi gos til, gera þvílíka lukku hjá yngrideildinni :) já ég reyndar set þau líka á kökur hjá eldrideildinni, þeim yngri til skemmtunar ;)
Eldon með gjósandi eldfjall og afmælissönginn í bakgrunn! alveg jafn mikil upplifun og ánægja eins og að sitja í brekkunni með brennu og þjóðhátíðarlagið "Kveikjum eldana" ;) eða kveikjum Eldona eins og hann söng lagið í nokkur ár hahaha
Máney Birta varð 17 ára, og hún elskar rjómatertur, annað en Sóley ;)
Svo keyrði ég Máney upp á flugvöll, þar sem hún fór með flugi og skrapp aðeins til Arabíu... :*
Bæron Skuggi litla barnið mitt var síðastur í þessari afmælistörn og er í raun ekkert litla barnið lengur þar sem hann er orðinn tveggja ára tappi :)
tveir gormar og þriðji að gægjast :)
Myrra Venus komin í sitt hluterk ;)
Bæron brá aðeins og var ekki alveg viss með þetta gos en fannst það síðan æði :) og hann fékk svona svaka fína hundamynd á kökuna sína, mjög sáttur og potaði í alla kökuna til að benda á hundana og segja okkur hvað þeir væru að gera, hahaha
Jasmín Jökulrós <3
Heyrðu já, af öllum leikjunum sem við fórum á að horfa á Selfoss stelpurnar spila þá gleymdi ég að taka myndir af Perlu þar sem ég gleymi mér við að fylgjast með leiknum, ætlaði því heldur betur að standa mig betur núna á síðasta leiknum.
Tók þessa mynd þegar þær voru að hita upp fyrir leikinn, svo varð leikurinn bara of spennandi og ég steingleymdi myndavélinni, en æðislegur leikur og bilað mikil stemning, vona að þær fái sem flesta áhorfendur til að koma og styðja sig í höllinni í final 4! :D