top of page

Gyðja og heimshornaflakkari


Elsku Myrra Venus var 3 ára núna 11. janúar. Hún er heimshornaflakkari með meiru og glaðlegasta skellibjallan. Á þessum þremur árum hefur hún áorkað alveg slatta, eins og að heilla alla upp úr skónum með brosi, hlátri, dásamlegum persónuleika og prakkaraskap.

Hún hefur farið fjórum sinnum erlendis, hefur farið hringinn í kringum Ísland, hefur smellt sér tvívegis á Þjóðhátíð....

Fyrsta og önnur tönnin fundust þegar hún var stödd í háloftunum í flugvél, hún lærði að skríða í Prag og ævintýrin eru endalaus hjá þessari skottu minni... ☆

Litla barnið mitt er orðin krakki! :)

Sko það er ekkert mál að sýna aldurinn með fingrum þegar maður er 1, 2, 4, og 5 ára en það er svolítil kúnst að sýna bara 3 fingur :D

Stóra systir að blása upp blöðru fyrir þann yngri ☆

Hún er svo mikið gull! stórskemmtileg, uppátækjasöm, glaðlynd, þrjósk, dugleg og frábær :*

Það eina sem Myrra bað um í afmælisgjöf voru sundgleraugu, hún elskar að vera í sundi, er alveg óhrædd við vatnið, stekkur út í og á kaf, en henni finnst alveg nauðsynlegt að eiga sundgleraugu til að geta synt hratt og kafað :D

Litla gyðjan okkar hún Myrra Venus var rétt nýkomin með nafn þegar hún fékk fyrstu bókina sína...

Ævintýrabókina bláu! :D

Góðar ævintýrabækur á auðvitað að nýta sem best og njóta sem flestra af þeim ævintýrum sem bækurnar hafa upp á að bjóða ;) Svo rétt rúmlega tveggja mánaða smellti Myrra sér til Gran Kanarí

Í Nóvember fyrsta aldursárs ákvað hún svo að skreppa til Orlando og tékka á sólinni þar

Universal Studio stóðst einnig væntingar Myrru heimshornaflakkara ;)

Ári eftir fyrstu Kanaríferð sína ákvað hún að skreppa aftur og rifja aðeins upp ævintýrin þar....

Þessi dásamlega litla skellibjalla og gleðipinni sem kemur okkur sífellt á óvart ❤

Já henni datt í hug að sýna mér að henni finnst sushi mjög gott, það hafði ekki hvarflað að mér að bjóða henni að smakka en auðvitað hefði ég átt að fatta að heimsborgarar elska sushi! :)

Bæron vildi ekki vera eftirbátur þar og sýndi snilldar takta með prjónana, stakk þeim á kaf og upp í sig hahaha

Skellibjallan litla elskar einnig kjötbollur og velur þær fram yfir ansi margt. Oft tek ég litlar kjötbollur með í box fyrir hana þegar við eru að þvælast eitthvað í bílnum, skreppa suður eða álíka, þá þegar aðrir fá sér til dæmis samloku þá á hún alltaf kjötbollur í boxi sem hún er mun sáttari með ;)

Kjötbollur fram yfir amerískar pönnukökur í kaffitímanum! jebb :D

Þessi pakki var ekki sá auðveldasti, ferlega þver og mikið vesen að opna. Myrra var staðin upp og reyndi hinar ýmsu stöður og kúnstir til að opna þennan :) :D

Mamman er svo rétt alveg að fara að hafa tíma til útlandaferða, verðum auðvitað að vera duglegri við að njóta og nýta bláu ævintýrabókina..... :)


bottom of page