Verðlag og muna að versla alltaf meira!! ;)
Heyrðu, staðreyndin er sú að ég er að klára að taka upp úr ferðatöskunum í dag!
Tíminn hefur bara farið í allt annað, barnasnúllerí, heimalærdóm barna, heimilishald og endalaus námsverkefni hjá mér.
Ég get heldur ekki tekið upp úr töskunum með börnin með mér, þar sem fullt af litlum gjöfum og jólagjöfum er dreift út um allar töskur.
Ég þurfti svo óvænt að skjótast suður og vesenast þar í tvo daga, svo ekki tók ég upp úr töskunum heima á meðan ;)
En í þeirri ferð fór ég auðvitað í Bónus, fór reyndar fyrst í Hagkaup um kvöldið þegar ég kom í bæinn, ætlaði rétt að versla smá en hrökklaðist út og ríg hélt í veskið mitt.
Það er svolítill verðmunur á að versla í Hagkaup vs. Bónus! Ég keypti tannbusta í Hagkaup en týmdi ekki að versla mikið meira.
En já í Bónusferðinni fattaði ég punkt sem ég gleymdi að taka fram þegar ég skrifaði síðast um gagnlega Glasgow punkta.
Verslunin Poundland í Glasgow er á nokkrum stöðum á göngugötunni og þar á meðal rétt við hótelið sem við gistum á. Poundland selur fullt af ódýrum hlutum og þar á meðal sælgæti ;) Þar kaupi ég ódýrt nammi og tek með mér upp á völl í innkaupapoka (ef ég tími ekki að gefa eftir af farangursheimildinni minni fyrir nammi :) ) og fer með í handfarangur, alveg eins og ef ég myndi kaupa nammið í fríhöfninni úti eða heima.
Og áfengi ef maður verslar það, þá er oftast mun ódýrara að kaupa það erlendis eða í fríhöfninni erlendis en að kaupa það í fríhöfninni hér heima!
Já ég veit upp á hár að ég hugsa um veskið mitt frekar en að styrkja ríkið og íslenska verslun :/
En aftur að namminu, hér eru 3 dæmi:
1 kg M&M pokar í Poundland kosta 4 pund/560 kr.
Í Bónus 1398kr. og í Fríhöfn 1999kr.
Toblerone 170gr. Poundland 1 pund/140kr.
Toblerone 100gr í Bónus 169kr. og í Fríhöfn 299kr.
Maltesers 120gr í Poundland 1 pund/140kr. 135gr í Bónus 289kr og í Fríhöfn 175gr á 579kr.
Fríhöfnin hér er sem sagt dýrust í þessum dæmum, næst Bónus og Poundland ódýrast ;)
Einnig eru þónokkuð margar snyrtivöruverslanir á göngugötunni, eins og Superdrug, snyrtivörur þar eru mun ódýrari en hér heima og mjög oft 3 fyrir 2 af vörunum ;)
Ein sátt hér í nýjum kjól að baka :)
Mánudaginn eftir að ég kom heim þá var ég ekki byrjuð að taka upp úr töskum, rétt opnaði og greip það efsta í töskunni svo Jasmín gæti farið í nýjum fötum í skólann ;) og þvílík hamingja! ❤
Hún var búin að biðja mig um að kaupa handa sér topp í útlöndum því “allar” stelpurnar í bekknum hennar eiga topp! Haha, ég vissi ekki að hún væri komin á þennan aldur þar sem “allir” eiga, “allir” gera, og “allir” fá :D
Alla vega þá keypti ég topp handa dömunni og hún fór í nýjum fötum í skólann, svo sæl. Kom svo heim skælbrosandi, knúsaði mig, fór að fata skápnum sínum og opnaði. Ég spurði hvað hún væri að gera og litla skottið sagðist vera að athuga hvort það væru komin fleiri ný föt í skápinn. Æi! Þarna klikkaði ég, þar enn var allt upprúllað í töskum hjá mér.
Það hefur alveg komið fyrir að vinkona mín hafi komið til mín eftir Glasgow ferð til að sortera og ganga frá úr töskunum! ;) Það var bara of mikið nám sem lág á mér þá, að dagarnir dugðu bara ekki til að sinna einhverjum frávikum eins og að taka úr töskum. Dagarnir fóru bara í nám, heimili og börn, svo dásamleg vinkona mín kom, sem elskar jafnmikið og ég að versla og stússast með föt, og gekk frá með mér.
En í hvert sinn sem ég kem heim og geng frá þá sé ég að ég hefði átt að versla meira, og verði að muna í næstu ferð að gera betur, en alltaf fer þetta á sama veg. Núna við að ganga frá er ég búin að skrifa niður hvað vantar enn, og sé að ég hefði líka átt að kaupa meira af gjöfum. Hægt er að kaupa fullt af æðislegum gjöfum á lítinn pening, eins og td í afmælisgjafir fyrir börn og fleira.
En í raun hafði ég ekki pláss til að geta verslað meira, ég stappaði allar töskur og allar voru aðeins yfir í þyngd. Mig vantar kuldaskó á nokkur af krökkunum, en ef ég hefði fundið þá í Glasgow þá hefði ég ekki einu sinni átt pláss fyrir þá í töskunum ;)
Svo nú vantar mig enn ýmislegt og langar í, svo hugur minn er pínu á því núna að mig langi að skreppa aftur til Glasgow, London eða Bristol, fara þá með manninum mínum eða vinkonu, versla það sem vantar og njóta jólastemningarinnar. (Ein smá klikkuð hér ég veit :D )
En guð hvað það er gaman að versla og vera ekki ófrísk! Svo mikið auðveldara að labba á milli búða og geta mátað föt! Dætur mínar hafa reyndar nokkru sinnum haft orð á því, þó ég sé ófrísk, að verslunarferðir með mér séu eins og verstu æfingabúðir og brjáluð brennsla við að halda í við mig á hlaupum og koma sem mestu í verk hahaha ;)
Annars gengur lífið hér sinn sama gang ;)
Emil með súpuskálina og allir í nýjum fötum :D
Já og ég er móðir sem er löngu hætt að kaupa rándýr jólaspariföt, ég kaupi falleg föt sem hægt er að nota á jólunum og sem nýtast daglega eftir jól. Þessi jól verða strákarnir í svörtum buxum, gráblárri skyrtu sem hægt er að hafa langerma eða hvarterma og fylgdi bæði bindi og slaufa með. Strigaskóm sem virka fínt í sumar. Stelpurnar verða í bleikum kjólum, hvítum sokkabuxum og bleikum skóm, og allt gengur þetta vel upp hvaða vikudaga sem er eftir jól :D
Munið að endurnýja reglulega tannburstana og hafa þá mjúka, þessir finnst mér lang bestir ;) og nei ég keypti ekki alla upp, það eru enn til tannburstar einhverstaðar á höfuðborgarsvæðinu ;) hahaha :D