top of page

Ég á tvítuga dóttur! ❤


Elsku Perla mín varð tvítug í dag! Mér finnst það mjög stór viðburður, eiginlega risastór fyrir bæði hana og mig :)

Mér finnst það svo ótrúlegt að ég skuli eiga 20 ára dóttur, en ég er ofboðslega yfir mig stolt af henni og af þeim öllum börnunum mínum

Í tilefni dagsins þá skruppum við til Selfoss í dag til að knúsa hana, eiga með henni smá stund og fórum svo norður aftur um kvöldið.

Ég var endalaust lengi að ákveða hvað ég ætti að gefa dóttur minni í 20 ára afmælisgjöf. Mér finnst það svo stór og flottur áfangi að það varð að vera eitthvað sem hana virkilega langaði í.

Perla er alls ekki sú duglegasta við að koma með hugmyndir af því hvað hægt er að gefa henni svo ég hef alveg fengið að finna út úr því sjálf ;)

Perla sagði einmitt við mig um síðustu jól, að ég vissi alltaf akkúrat hvað hana

langaði í, þó hún hefði ekki verið búin að fatta það sjálf, en hana hefði einmitt akkúrat langað í þetta sem hún fékk ;) kjánaprikið mitt.

(En auðvitað veit ég alveg hvað krakkana langar í eða hverju þau heillast að :)

Oh það er svo gaman að gefa þessum börnum mínum gjafir :*

Og viðbrögðin hjá Perlu við afmælisgjöfunum í dag voru æðisleg, hún var svo ánægð og svo hissa.

Hún var svo hissa á að ég skildi vita hvað hana hafði langað í, af því að hún var ekki búin að segja neitt ;)

já við elskum Iittala ;) og ég varð auðvitað að gefa henni einn Moomin bolla :)

Ég er ástfangin upp yfir haus elska þegar ég er með þau öll saman :D

Perla í smá sjokki ;)

þetta var "Ómæ! nei nei nei ég trúi þessu ekki" svipurinn hennar ;) :D

Mamma þú ert biluð! heyrðist þarna með þvílíkri ánægju :)

HH Simonsen sléttujárn og wet brush! Fyrir topp eintak af dömu þarf topp eintak af vörum :D

Perla er búin að eiga HH Simonsen sléttujárn frá því hún var 13 ára eða í 7 ár.

Ég hef keypt endalust magn af sléttujárnum handa mér og hinum dætrum mínum, búin að prófa flest merki sem selja raftæki fyrir hár, en þau eru aldrei eins góð eins og sléttujárnið hennar Perlu. Fljótt að hitna, hitinn helst jafn og rífur ekki í hárið, HH Simonsen er bara toppurinn! :) Svo Perlu járn hefur óspart verið notað af þeim öllum systrunum ;)

Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér mun sniðugara að kaupa góðar, flottar og endingasterkar vörur í upphafi og sleppa kaupunum, "að kaupa lakari ódýrari vöru þangað til" að maður fær sér loksins það sem mann langar mest í :)

En þetta var eitthvað sem ég vissi að Perlu virkilega langaði í :) Nýtt HH Simonsen sléttujárn, já og ekki sakaði að dásamlegi wet brush hárburstinn fylgir með í gjafaboxinu, elska hvað burstinn fer vel með hárið, slítur ekki og togar ekkert í ef það er flókið :) Perla var sem sagt í skýjunum með nýja gripinn :D og ég í skýjunum yfir ánægðri og þakklátri dóttur :*

Uppáhalds topp tían mín ☆ ❤ ❤

Hlakka svo til að fara með þau á ljósmyndastofu í myndatöku, þetta fer alveg að krefjast panorama töku :)

Mínar afmælisskvísan með eldri deildinni

(þær voru ekki til í að vera í eins kjólum og Jasmín og Myrra! ;)

Og mín afmælisskvísan með yngri deildinni

Já og í tilefni af því að ég á tvítuga dóttur þá keypti ég mér minn fyrsta Moomin bolla!

Fannst þessi blágræni bolli af móður með barnafjöldann sinn eiga einstaklega vel við sem fyrsti bollinn minn :D

Svo við mæðgur, sem erum báðar nýbyrjaðar að drekka kaffi ;) urðum að fá okkur kaffi saman í tilefni af þessu öllu saman. Allt svo dásamlegt og æðislegt ❤ ❤ ❤


bottom of page