top of page

Menntun er máttur, en fyrr má nú aldeilis vera.. :)


Ég er ekki skipulögð en ákvað að raða upp skilaverkefnum og prófum annarinnar til að sjá hvernig önnin yrði, ómæ! eg hefði betur sleppt því....

Og á þessari samantekt minni eru ekki fyrilestrarnir og doðrantarnir sem þarf að lesa fyrir hvert verkefni, eða öll heimildar leitin og vinnan sem þarf til að geta skilað verkefnunum. Já og B.A. ritgerðarskrif eru líka þessa önn, veit ekki alveg hvar þau eiga að púslast þarna inn líka, úff þetta er pínu brandari....

Það er sem sagt alveg ástæða fyrir því að það sé skynsamlegra að fara í háskólanám áður en maður er komin með sex börn sem eru 11 ára og yngri, já og 3 þeirra heima á daginn :)

Þessi blöð voru ekki ætluð til birtingar svo þetta er engin skrautskrift, bara hent saman á blað um miðja nótt til að sjá stöðuna :)

Ég er allavega að reyna að vera með einhverja rútínu til að halda utan um allt, byrja morgnana á að koma öllum í skólann, bý um, tek til og þríf. Svo þar sem ég er með þrjá gorma heima á daginn þá sést það í raun varla um hádegi að ég hafi tekið til, svo ég þarf líklegast að stokka eitthvað aðeins betur upp hjá mér ;)

Það er allavega skýring á því ef það er popp út um öll gólf þegar fólk kemur í heimsókn :D

Eldon 4 ára snillingurinn minn er búinn að læra alla stafina og er farin að lesa stutt orð, erum komin upp í 4 stafa orð :D Honum finnst æðislegt að reikna, hvort sem er á blaði eða ég spyr hann um + og - dæmi með tölum eða orðadæmi, algjör snillingur ☆

Svo þegar þessi í mörgæsa náttfötunum og öll hin eru sofnuð þá sest ég niður og fer að læra, með Herbalife te, Amino, kaffi og SÚKKULAÐI. Ekki mjög heilbrigður lífstíll, en þetta er alveg að verða búið ;)

Ég held að ég fái Nóa Síríus til að senda mér súkkulaði birgðir mánaðalega, já eða vikulega, kannski dugar að fá sendingar mánaðalega, ef það er bara nógu mikið súkkulaði :)

Held líka að það eigi að vera til allslags súkkulaði kaffi einhverstaðar, hef líklegast tíma til að finna út úr því um jólin :)

Mér finnst menntun mikilvæg, ég veit að þetta er reyndar bilun það sem ég er að reyna, en fyrir utan það þá vil ég að börnin mín mennti sig, Sama hvað þau vilja læra en menntun er alltaf máttur. Þau verða alltaf betur stödd ef þau hafa einhverja menntun.

Mér finnst einnig mjög mikilvægt fyrir þau að fara í framhaldsnám eftir grunnskóla upp á félagslegu hliðina, þessi ár eru mjög mikilvæg fyrir félagslífið.

Þegar Perla og Fanney voru í grunnskóla þá sagði ég að þær yrðu að fara í framhaldsskóla og ljúka stúdentnum til að geta fengið gott starf, stúdentsgráða kæmi alltaf að góðu notum. Svo útskrifast dömurnar sem stúdent, en þá hafði samfélagið aðeins breyst og núna þarf háskólagráðu til að fá gott starf ;) Við munum stjórna NASA áður en við vitum af :D

Og jú ástæðan fyrir af hverju ég hef tíma til að skrifa hér og henda þessu saman er sú að ég þarf ekki að finna ritrýndar heimildir og fræðilegar útskýringar fyrir öllu sem ég skrifa ;) Sofið vel, ég ætla að fara að lesa :*


bottom of page