top of page

Réttarhelgin


Við fórum í Hrútatungurétt síðastliðinn laugardag. Og eins og ég vissi þá var elsta deildin spenntust fyrir kaffitímanum og eggjasamlokunum ;)

Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í réttir og er ekki með eina til tvær svefnkerrur í dilknum hjá okkur. Þar sem Bæron er ekki vanur að taka lúr fyrir hádegi þá skildi ég auðvitað kerruna eftir heima, þetta var pínu skemmtileg tilbreyting þegar ég var að pakka í bílinn kvöldinu fyrir réttir.

Það varð svo reyndar úr að Bæron vaknaði um sexleytið á réttardaginn og steinsofnaði því í bílnum á leiðinni í réttirnar svo ég sat bara út í bíl hjá honum þegar við vorum komin og leyfði honum að sofa, hefði verið sterkur leikur að kippa með sér kerru ;)

Undanfarin ár hef ég mjög lítið verið að draga fé, ég hef annað hvort verið í hliðinu og passað yngstu börnin mín í leiðinni eða labbað um í almenningnum með barn í fanginu og bendi einhverjum öðrum á féð sem við eigum, og slepp þar að leiðandi við að vera eins og blettatígur um kvöldið, þar sem ég fæ mjög auðveldlega marbletti þegar hornin á rollunum borast inn í lærin á mér haha :) En núna toppaði ég sjálfan mig alveg, þar sem ég tók varla eftir hvernig réttunum leið, ég var svo upptekin að fylgjast með börnunum mínum, þeirra dugnað og leik

Bæron Skuggi aðeins of óhræddur við féð svo hann fékk bara að draga inn í dilknum ;)

Krakkarnir stóðu sig æðislega vel :) Hér er Skjöldur að tékka á bæjarnúmerinu, fullvissa sig um að við ættum þessa

Máney og Albert hafa þarna tekið eftir sömu rollunni sem við eigum og rétt eftir að ég smellti af þá stukku þau bæði á hana..... nei djók ;) :D

Skjöldur búinn að vera hörkuduglegur að draga!

Albert með Bæron í fanginu, Fanney með Myrru og mamman hélt bara á myndavél og gerði ekkert gagn annað en að mynda daginn ;)

Sko hvað Fanney er fljót að læra handbrögðin ;) Barn í annarri og lamb í hinni :D

k

Þessi kjánaprik fengu líka bara að draga í dilknum ;) þeim var ekki treystandi inn í almenningnum frekar en Bæron :)

Handboltapían og sú ófríska ;)

líta út fyrir að vera bara nokkuð stillt

en nahh..... ;)

Máney að kenna Myrru að gera peace merki með fingrunum

Kennslan hefur ekki gengið mjög vel sýnist mér ;) ❤ :D

Og loksins kaffið!

Bæron og Lydía systurdóttir hans :D

Örn er mjög sjaldan án barns í fanginu þegar hann er með okkur :D uppáhalds :)

Kaffitíminn var í lengri kantinum þetta árið svo eitthvað urðum við að finna okkur til dundus ;) já og veðrið var æðislegt!

Brot af fjölskyldunni

Ben og Eldon

Jasmín nýtti kaffitímann vel og smellti sér í berjamó :)

Frænkuskottur Rakel og Jasmín

Sátt með uppskeruna :)

Svo þegar heim var komið þá fór dagurinn bara í að borða meira og meira :D kaffitími

ís tími

Vorum með fyllt lambalæri í kvöldmat og áttum ekki spotta til að binda þau saman, svo við Perla fundum örþunnan tvinna og..... lærin áttu aldrei séns :D

Svo þegar flest allir voru farnir á ball um kvöldið, þá settumst við skvísur niður, horfðum á Mistresses og borðuðum sushi í eftirrétt ;) :D

Jebb þær eru dásemd hahaha :D

Dásamlegur dagur með ullinni og öllu ;) ❤ ❤ ❤


bottom of page