top of page

Hringferð með yngstudeildina


Ég skrapp með yngri deildina hringinn í kringum landið :) Helga systir mín býr á Breiðdalsvík og á von á sínu fyrsta barni núna í september. Ég var búin að segja henni að ég myndi kíkja í heimsókn í sumar og kippa barnadóti með mér. Sumarið er svo allt í einu að verða búið og því skelltum við okkur af stað.

Síðasta sumar fórum við í fyrsta sinn til Breiðdalsvíkur, þá keyrðum við norðurleiðina og fannst okkur sú bílferð aldrei ætla að taka enda.

Núna þurfti ég að keyra eina skvís í bæinn og ná í dót þar svo ég ákvað að þetta væri fín tímasetning til að skella sér til Breiðdalsvíkur og fara þá suðurleiðina.

Við fórum héðan á þriðjudagskvöldinu, gistum í bænum, skutluðum einni dömu af okkur á Selfoss um morguninn og vorum lögð af stað til Breiðdalsvíkur klukkan 7 á miðvikudagsmorgni. Og vá! Það var svo æðislegt að keyra þessa leið austur, svo margt að sjá að mér fannst þessi leið mun fljótari að líða heldur en þegar við fórum norður leiðina.

Að sjá Vatnajökul, Skeiðarársand, Jökulsárlón og fleira með berum augum! okkur fannst þetta æðisleg upplifun og ævintýri :D

Já svo heillaðist ég líka upp úr skónum yfir Fosshótelinu Jökulsárlón, samspil byggingarinnar og náttúrunnar! Er alveg til í að ég og Albert skreppum í bíltúr, skoðum aftur þessi æðislegu náttúruundur sem eru þarna á leiðinni og gistum á þessu hóteli, dásamlegt alveg :)

Við keyrðum inn á Höfn, borðuðum þar og nokkrir hausar fóru í klippingu ;) Virkilega sjarmerandi bær, gaman að keyra um og skoða hann.

Ferðin var æðisleg, dásamlegt að kíkja til Helgu og Péturs. Þar sem ég ákvað með engum fyrirvara að skella okkur af stað á þriðjudeginum þá var ég ekkert allt of mikið að hugsa hverju ég var að pakka niður ;) Ég passaði að allt barnadót til Helgu væri með en henti svo bara í tösku fyrir okkur, þannig að stígvél og pollagallar urðu til dæmis allir eftir heima... Svo það var bara gert gott úr öllu og skór þurrkaðir með hárblásara eftir berjamó barnanna í rennblautu grasi og mosa :)

Við kíktum í nokkra bæi þarna, og meðal annars fórum við á Stöðvarfjörð á Brekkuna og fengum okkur guðdómlega góða pizzu!

Enduðum ferðina á Egilsstöðum á laugardeginum þar sem okkur var haldin veisla til heiðurs, hún var nefnd Ormsteiti í tilefni þess að ég kom með ormana mína í heimsókn í bæinn ;) :D

Vatnið með stóru klökunum, eins og Eldon sagði :) Jökulsárlón

Við vorum orðin fín túristabeita þarna, þar sem krakkarnir stóðu þarna saman á meðan ég tók mynd ;) Ég heyrði í enskumælandi fólki á bak við mig telja börnin, dásama þau og mynda! Frosti fór svo hjá sér að hann var farinn að fela sig bak við Skjöld ;)

Rétt byrjuð að pakka í bílinn, barnadót fyrir krílið hennar Helgu :) Ég er svo spennt yfir nýjasta krílinu og að Helga sé að verða mamma :D

Ég keypti svona gíraffa þegar Jasmín fæddist og annan þegar Eldon fæddist, svo mín fjögur yngstu hafa leikið sér með og sofnað með þessa snilldar gíraffa. Mér finnst þeir æði og virka æðislega við að svæfa börnin. Svo það fyrsta sem mig langaði til að krílið hennar Helgu ætti er svona gíraffi :) Ég náði að redda því að eitt stykki gíraffi kæmi með okkur austur þökk sé snilldar þjónustu og liðlegheit hjá Draumaland.is :)

Já og ég var búin að sjá þessa mynd hjá Sker.is, mér finnst hún æðisleg í barnaherbergi, lítið ungviði sem reynir að standa í fæturnar ♡ Ég heyrði í þeim hjá Sker, þar er líka æðisleg þjónusta , ég náði því að kippa þessari líka með austur án fyrirvara. Elska þjónustulund og liðlegheit! Ég sé á síðunni sker hönnunarhús, að það er 20% afsláttur hjá þeim, Sker.is (Afsláttarkóðinn er "SUMAR") til 15. ágúst. Ég allavega kolféll fyrir þessari mynd :)

Sá þetta æðislega hús á Höfn og ég bókstaflega varð að kíkja inn og athuga hvort þetta væri í alvöru hársnyrtistofa ;) Allavega þá er þarna starfandi hárskeri ;) þurfti ekki að bóka tíma bara að mæta. Eldon og Bæron þurftu að fara í klippingu, Skjöldur vildi líka láta klippa sig aðeins svo ég smellti þeim þrem í klippingu á Höfn í Hornafirði! Ég heillaðist bara svo af þessu húsi, ég hefði farið með þá í klippingu fyrir skólabyrjun svo þetta var bara snilld :D

Bæron eins árs svo duglegur og mannalegur í klippingu eins og allir hinir herrarnir ;)

Eldon Dýri auðvitað duglegur og þurfti alveg á klippingu að halda

Breiðdalsvík city

Helga og Pétur keyptu þetta hús og eru að gera það upp, það er með átta herbergjum svo það er ekkert vandamál fyrir þau að fá okkur í heimsókn ;)

Stikilsberja Finnur að borða ber upp í klett í bakgarðinum og ekkert smá dásamlegur garður ;)

Gönguferð um bæinn :)

Jasmín, Eldon og Dagbjört dóttir Péturs "hennar Helgu" ;) Þau eiga líka hund, hana Pílu. Ég fatta að ég á enga mynd af henni og Bæron saman, en þau urðu bestu vinir þessa daga sem við stoppuðum þarna. Það var æðislegt að fylgjast með þeim leika sér saman.

Myrra og Bæron sofnuð, Eldon flottur og Hótel Bláfell í bakgrunn

Virkilega kósý hótel og glæsilegur salur hinu megin við götuna, svo ef einhver er í veisluhugleiðingum þá er þetta sniðugur kostur, þarna er allt til alls, gisting og salur ;) Já og ég tala nú ekki um að Helga og Pétur eru að starta brugghúsi á staðnum svo það verður hægt að bjóða upp á eðal local Breiðdalsvíkur bjór ;)

Salurinn

Þessi sólkerfis skilti eru þarna nokkur við gangstéttar og við fundum að sjálfsögðu Venus, sem ber sama nafn og litla gyðjan okkar hún Myrra Venus

Kaupfélagið æðislega krúttlegt og starfsfólkið æði! :)

Krúttlegt og með Nicolas Vahé vörur! :D

Við smelltum auðvitað í skúffuköku, getum ekkert farið án þess að hafa skúffuköku í kaffitímanum ;)

Kvöddum Breiðdalsvík í sól og blíðu og fórum til Egilsstaða á Ormsteiti hátíðina og svo heim

Egilsstaðir, Ormsteiti

Skjöldur og Frosti dásamlegir, fóru með Myrru og Bæron í hoppukastalana :)

Bæron vissi alveg hvað hann vildi helst skoða á þessari hátíð, dráttavélar, dýr og svo réðst hann á öll reiðhjól sem hann sá ;)

Og svo eftir Bónusferð og heimsókn til vinafólks þá var haldið heim og hringnum lokað :D

Mér fannst samt ekki alveg eins hræðilegt að keyra norðurleiðina heim núna eins og hvað mér fannst hún hörmuleg í fyrra.

En ég er samt alveg á því að þó að suðurleiðin sé lengri þá er hún mun skemmtilegri og tíminn því mun fljótari að líða :D

Dásemdin Vatnajökull


bottom of page