top of page

Króksmótið í stað Sumars á Selfossi


Laugardagsmorguninn 6. ágúst klukkan hálf níu, vorum við mætt á Sauðárkrók á fótboltamót!

Ég er ekki sú allra sterkasta í að vakna fyrir klukkan 6 á morgnana en þetta hafðist ;)

Ég er líka líklega ein af þeim lélegri "soccer mom" sem til eru ;) og hef í raun mjög lítið vit á fótbolta...

Ég er alltaf með yngri deildina með mér og stýrir það reyndar svolítið miklu. Jú ég er á mótssvæðinu, ég mæti og horfi á leikina þegar Skjöldur og Frosti eru að keppa.

Næ oftast að horfa á leikina frá upphafi til enda..

Ég hvet liðið og kalla inn á völlinn, ég veit alls EKKI alltaf hver staðan er því ég er oft önnum kafin við að hugsa um yngri deildina. Veit í raun sjaldnast hver staðan er. En mér finnst mjög gaman að fylgjast með strákunum mínum spila :D

Laugardagurinn var fínn, æðislegt veður og yngri deildin náði að dunda sér vel, en sunnudagurinn var mun kaldari, allir í úlpum og kuldaskræfan ég ekki uppá mitt besta, vindbarin og engan vegin að nenna að vera úti með krakkana.

Á laugardeginum komu tveir liðsfélagar strákana með okkur á Krókinn, svona svo ég gæti sagt að ég væri alvöru soccer mom ;) Við fórum í Ólafshús í Pizzu eftir leikina og ísstopp á Blönduósi.

Við ætluðum að fara á Sumar á Selfossi þessa helgi en þar sem Króksmótið var um sömu helgi þá fengu Skjöldur og Frosti að ráða hvað yrði gert. Þeir ákváðu að þar sem við fórum í fyrra á Selfoss þá færum við núna á krókinn og á Selfoss á næsta ári.

Það er allt um að vera þessa sömu helgi, stór fótboltamót út um allt land, Sumar á Selfossi, Fiskidagar á Dalvík og fleira og fleira. Ég væri alveg til í að það væri dreift aðeins úr þessu, mig langaði að vera á nokkrum stöðum á landinu þessa sömu helgi.

Stuðningsliðið mætt :D

Fínt að lita á hlaupabrautinni ;)

Fullt af berjum í brekkunni, brekkan var bara aðeins of brött, annars hefði ég sleppt þeim öllum lausum í berjamó ;) Bæron átti ekki möguleika á að labba þarna, hann bara rúllaði niður :)

Það barst tvívegis til tals hvort ég ætti tvenn pör af tvíburum ;)

Borðuðum í Ólafshúsi eftir leikina, strákunum fannst bilað fyndið að þeir fengu allir litabækur eins og yngsta deildin ;) Þeir fóru í litakeppni og voru svakalega fyndnir, eða þeim fannst það :D

Flottir strákar ☆

Bið eftir Pizzunum

Og frá deginum í dag :)

Hveru mikið krútt er hægt að vera!

Þessi stalst út á náttfötunum í morgun og sagði bara "hæ" þegar ég kom að honum með myndavélina :D


bottom of page