top of page

Fyrir og eftir Þjóðhátíð


Miðvikudaginn fyrir Þjóðhátíð þá gafst ég upp á þoku og roki hér heima og smellti mér með fimm yngstu börnin suður, degi fyrr en við ætluðum í bæinn, Albert og restin komu svo suður kvöldinu eftir. Þó við værum komin í bæinn bara rétt fyrir kvöldið þá var samt hlýtt og sól svo við smelltum okkur á kanínuveiðar fyrir svefninn ;)

Við gistum oftast í Hafnarfirði þegar við erum í bænum og keyrum þar að leiðandi oft fram hjá Ikea og stoppum stundum við og fáum okkur pylsur eða ís. Ég vildi óska að það væri lúga á Ikea þarna niðri ;) svona þegar ég þarf ekkert að fara í Ikea að versla heldur kem við bara til að kaupa ís eða pylsu.

Fyrir mig þá skiptir alveg máli að ég get keypt þrjá ísa í Ikea eða 3 pylsur á sama verði og einn ís eða pylsu annar staðar! Svo ég tek alveg auka beygju og hleyp inn í Ikea fyrir þetta, já og hugsa um hvort þau geti nú ekki smellt einni lúgu á húsið ;)

Við vorum líka einn aukadag í bænum eftir Þjóðhátíð því Ben dóttursonur Alberts átti afmæli 2. ágúst og hélt upp á það í Ævintýragarðinum í Skútuvogi. Ég vissi ekki af þessum stað og hafði því aldrei farið með krakkana þangað fyrr, þeim fannst þetta mjög skemmtilegur staður. Krökkunum var orðið aðeins of heitt, allir orðnir rauðir og sveittir eftir hlaup og læti, man það næst að taka myndir strax við komu þangað ;) En Ben var ánægður með daginn og þá var takmarki dagsins náð. Við drifum okkur svo heim eftir afmæli því það var komin sól fyrir norðan :)

Á leið í bæinn á miðvikudeginum úr þokunni :)

Það er alveg kúnst að ná Bæron með á mynd, hann er oftast rokinn af stað :D

Kíktum á kanínurnar í kvöldsólinni, nýkomin í bæinn ☼

Gullin mín eða helmingurinn af þeim

☼ ☼

Eftir leik í bænum keyrði Bæron okkur svo til Vestmannaeyja ;)

2. ágúst var þriðjudagur og þá er auðvitað 2 fyrir 1 af ís ;) Alltaf stuð hjá okkur og elskum greinilega ís! :)

Ævintýragarðurinn

Ben afmælis Spider man, Jasmín og Eldon. Þessi kastali er æislegur!

Yngstu frændsystkinin, vantar Frosta á myndina. En þarna eru Ágúst og Stefanía börn Örnu elstu dóttur Alberts, Ben og Lydía hennar Sunnu sem er næst elsta systirin, og svo mín.

Svo æðislegt ríkidæmi fyrir mín börn að eiga stór og fullorðin systkini og enn æðislegra því þær eiga börn á sama aldri og yngsta deildin mín :*


bottom of page