Síðasta afmælistjútt sumarsins
Elsku Frosti Sólon varð 9 ára núna 22. júlí og lauk þar með sumar-afmælishátíðar standinu hjá okkur ;) Næsta afmæli er ekki fyrr en í lok september þegar Perla Ruth verður 20 ára! Ómæ!...
Frosti hélt upp á afmælið sitt 20.júlí því aldrei þessu vant þá var spáð rigningu á afmælisdaginn hans. Við smelltum í enn eitt karnival afmælið með hoppukastala, bláu krapi, poppfötunni, nammi, súkkulaðiköku og vöfflum :)
Við ætluðum að vera með candyflosvél líka þar sem börnunum mínum finnst mjög skemmtilegt að fá slíkt, en þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi þá standa allt afmælið að snúa pinnum í bleikum sykri þá var ég ekki alveg að nenna þessu ;)
En mér fannst mjög skemmtilegt að komast að því að það er alls ekki dýrt að leigja slíka vél með pakka fyrir 40 candyflos! ég tími mjög sjaldan að kaupa candyflos fyrir krakkana á hátíðarhöldum, en mun alveg leigja vél næst ef einhver af eldri krökkunum mínum verða heima til að snúa sykrinum í þessa pinna ;)
Á afmælisdaginn fóru þeir bræður að veiða, veiddu fiska og gáfu öðrum mönnum fenginn sem voru þarna líka að veiða sér til matar :)
Frosti vildi köku með Selfoss merkinu, en mér fannst kakan hækka aðeins of mikið í verði við eina litla mynd svo ég reddaði þessu svona og gaurinn minn mjög sáttur ;)
Ég elska ánægjuviðbrögðin hjá krökkunum mínum :D
Frosti var búinn að máta þessa markmannshanska í búð rétt fyrir afmælið sitt og bað um þá eða að fá að kaupa sér þá sjálfur, ég eyddi umræðunni, sagði að við skyldum aðeins skoða málið. Hann var ekkert alveg sáttur með mig en var mjög glaður þegar hann sá að þeir leyndust í afmælispakkanum :)
Litlu pakkarnir með fótboltaspjöldunum gleðja þennan gaur alltaf :)
Við ætluðum að kíkja á Sauðárkrók til Sunnu eldri systur þeirra, sem var að flytja þangað. En þegar við vorum komin aðeins lengra en Blönduós sáum við skilti sem á stóð að Þverárfjallsvegur væri lokaður vegna rallys! svo við snérum við og fengum okkur bara afmælishamborgara í N1 á Blönduósi ;)
Afmæliskvöldmáltíðin eftir fiskveiði dagsins ;)
Brot af gestunum úr afmælisveislunni sem var haldin 20. júlí. Eins og áður þá eru krakkarnir út um allt, á trampolíni, út á fótboltavelli, inni í mjög spennandi leik sem ekki er hægt að setja á pásu, og því ógerlegt að ná þeim öllum á einn stað :D
Ég verð að láta þessar þrjár fylgja með ;)
Elfa María frænka mín kom í heimsókn með fjölskylduna sína og sá þarna snilldar tækifæri til að siða son sinn aðeins...... djók ;) Óðinn var alsæll að mamman vildi hoppa og boxa með honum :D