top of page

Þjóðhátíð eða ekki......


Okei þá hefst þessi árlega ákvarðanataka...

Eigum við fjölskyldan að fara á Þjóðhátíð í Eyjum eða ekki? Smá lúxusvandamál ;)

Þetta er ákvörðun sem ég stend frammi fyrir á hverju sumri. Ég nenni nefninlega ekki á Þjóðhátíð með fjölskylduna ef það verður leiðinlegt veður, en ef það er gott veður þá er æðislega gaman að vera öll stödd í Eyjum :)

Við fórum á Þjóðhátíð öll fjölskyldan saman þrjú ár í röð og eftir það er svolítið erfitt að sleppa því að fara þar sem krökkunum finnst þetta æðislegt og vilja alltaf fara aftur.

Við fórum fyrst öll saman árið 2012, þá var Jasmín tveggja ára og Eldon hálfs árs. Fórum aftur 2013, Eldon var þá orðinn eins og hálfs árs og ég ólétt af Myrru. Fórum aftur 2014 þá var Myrru hálfs árs og ég ólétt af Bæron, en 2015 þá nennti ég engan vegin að fara með tvö ungabörn, Myrru eins og hálfs árs og Bæron hálfs árs, plús öll hin, svo ég sendi bara pabbann með elstu dömurnar á laugardeginum, svona rétt smá að kíkja ;)

2012

Ef ég gæti ákveðið í apríl hvort við ætluðum að fara á Þjóðhátíð, þá væri lítið mál að fá miða fyrir okkur og bílinn í sömu ferð í Herjólf, en alltaf hætta á ömurlegu veðri.

En ef maður bíður með að panta fram í júlí, eins og ég geri, þá er ekkert öruggara með veður ;) og stórt vesen að panta ferð til Eyja. Því Herjólfur er með miða fyrir bíla og einhverja miða fyrir farþega og ÍBV er með aðrar ferðir fyrir farþega. Svo það er ansi flókið að púsla þessu saman, til að við og bíllinn komumst í sömu ferð til Eyja þar sem við getum engan vegin verið án bílsins.

Toyota Hiace bíllinn minn er með mjög stórt skott en það dugar ekki til þegar við förum á Þjóðhátíð, það er allt troðið í bílnum líka.

Það er ekkert mál að fara með alla fjölskylduna erlendis og pakka niður fyrir það. Fyrir sólarlandaferðir, þá er bara sumarföt og eitthvað aðeins meira til að vera í á kvöldin og ef það kólnar eitthvað eða rignir. Eða ég kaupi bara það sem vantar ;)

Það er ekkert mál að fara í útilegu upp á landi, því ef veðrið verður eitthvað leiðinlegt þá bara keyrum við heim :)

En ef við erum komin til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð og veðrið verður leiðinlegt þá keyrir maður bara ekkert heim til sín, meira að segja mjög litlar líkur á að fá ferð í Herjólf til að komast upp á land aftur.

Þannig að þegar við förum á Þjóðhátíð þá er farangurinn meiri en í öllum öðrum ferðum, svona líkara eins og við værum að flytja.... á Suðurskautið!

Því eins og fyrir fjögur yngstu börnin, þá tek ég sumarjakka, úlpu og vindbuxur, flíspeysur, snjógalla, regngalla, stígvél, skó og þetta eru bara utanyfir flíkur!

Svo er allur annar fatnaður eftir, barnakerra, tjöld, svefnpokar, matur og bara nefna það, og ekki gleyma margföldunarstuðlinum því við erum ekkert fá. Liggur við að ég taki pottablómin með, þetta er svo mikill farangur sem ég pakka til að vera við öllu búin, þar sem ég veit ekkert út í hvað við erum að fara varðandi veður og vinda. (Minnir mig á að ég á enn eftir að kaupa regnföt á Jasmín og Eldon) Muna!

Ég þyrfti eiginlega viku í undirbúning fyrir Þjóðhátíð :D Já og tala nú ekki um allt sem við tökum með í dalinn, bleyjutösku, auka utanyfir föt, drykki og snarl og annað!

En.... í þau skipti sem við höfum farið, þá hefur verið ótrúlega skemmtilegt, stemmningin, upplifunin, tilfinningin :) og veðrið mest megnis gott og allir mjög ánægðir, sem er auðvitað ástæðan fyrir því að við spáum í það á hverju ári hvort við eigum að fara eða ekki :) Albert á tvær systur í Eyjum svo við erum auðvitað að nýta ferðina í að vera með þeim líka.

Svo núna þarf ég að ákveða sem fyrst "should I stay or should I go now......" ;)

Er líka búin að spá í að senda Albert með Skjöld, Frosta og eldri og ég upp á landi með yngstu deildina en Jasmín og Eldon vilja fara líka, svo þetta plan er ekki alveg að ganga.

Jasmín kann Þjóðhátíðarlagið utan af, Bæron held ég líka þó hann sé ekki farinn að tala, því þegar hann heyrir lagið þá klappar hann og stappar á réttum stöðum ;) mjög grípandi þjóðhátíðarlagið í ár :)

"Þar sem hjartað slær" var uppáhalds lag Eldons þegar hann var tveggja og þriggja ára og söng hann alltaf "kveikjum Eldona" súper ánægður með lagið sitt :D

Nokkrar gamlar myndir frá 2012-2014

2012, Jasmín tveggja ára í útigalla í brekkunni á fyrstu Þjóðhátíðinni sinni :)

Fjölskyldan í brekkunni

2013 Eldon eins og hálfs árs og Jasmín þriggja ára

Eldon og Albert í hvítatjaldinu :D

Fjölskyldan og ég ólétt af Myrru

Hókus pókus 2014 og Myrra mætt með okkur á Þjóðhátíð, hálfs árs gömul :)

Þetta kvöld var aðeins of kalt, fólk farið að hnipra sig saman og fljótlega gáfumst við upp. Ég vil gott veður í brekkunni ef maður er með gorma með sér :)

Systkinakerra, ungbarnabílstóll og drekkhlaðin kerra ;) jebb

Þetta er mjög skemmtilegt og stemmningin er æðisleg..... þegar veður er gott :D

Það myndi henta mér mjög vel að geta bókað ferð til Eyja bara á fimmtudeginum fyrir Verslunarmannahelgi ;)

Ég er bara ekkert mikið að spá í verslunarmannahelgina í apríl, en þá væri einmitt besti tíminn til að pannta miða fyrir okkur til að sleppa við allt púsl í Herjólf...... ;)


bottom of page