Hið ómögulega er hægt á Selfossi
Skjöldur og Frosti fóru á Selfoss í handboltaskólann og voru þeir auðvitað dressaðir upp í vínrauða Selfoss galla :) Ég er alveg byrjuð að búa mig undir það að þeir biðji um að gallarnir verði jóladressið í ár! ;)
Þessi nýji alvarlegi fótboltakappa svipur hans Frosta er ekkert alveg að heilla mömmuna upp úr skónum ;) en guðdómlega eru þeir flottir þessir drengir <3
Skjöldur vill alltaf vera með töluna 15 á búningum sínum eftir fjölskyldustærðinni en Frosti er með aðeins meiri flækju. Í fótbolta vill Frosti vera í búning númer 10 eins og Messi, í handbolta vill hann vera í búining númer 19 eins og Guðjón Valur og ef hann fengi landsliðstreyju þá á hún að vera númer 22 eins og Eiður Smári ;)
Þessi snilldar þjálfari handboltaskólans á Selfossi hann Örn, hennar Perlu. Honum tókst hið ómögulega! Málið er að Frosti er búin að vera safna hári því Messi var með sítt hár einhvern tímann. Mér hefur ekki tekist að fá hann til að fara í klippingu nema bara rétt til að snyrta hárið. En Erni tókst þetta :) Hann fór með Frosta í klippingu, og náði að telja hann á að fá sér klippingu eins og Guðjón Valur handbolta idol :)
Örn fór svo með Frosta og Skjöld eftir klippingu í ísbúðina Huppu og strákarnir fengu stóran bragðaref fyrir að fara í klippingu :D Svo stóran ís hafa þeir aldrei fengið svo ég hlakka til að heyra hvernig líðanin var eftir herlegheitin ;)
En Frosti er bara mjög sáttur með nýju klippinguna og ekki sakaði að það kom í ljós að bóndinn á næsta bæ við okkur, sem Frosti kann mjög vel við, hann hefur oft farið í klippingu á sömu hárgreiðslustofu og þeir fóru á.
Frosti með Messi hárið sitt
Skjöldur fyrir klippingu, það var nú ekkert mál með hann, hann var alveg til í að fara í klippingu :)
Frosti Sólon með klippingu eins og Guðjón Valur ;) Vá hvað ég er ánægð með klippta, snyrtilega og sæta drenginn minn :)
Skjöldur sætur og klipptur :)
Töffararnir mínir :D
Kíktum í leiðinni til Sunnu, næstelstu systur krakkanna. Hún býr á Selfossi og á tvö börn á svipuðum aldri og yngstu mín. Arna elsta systir krakkanna á líka tvö börn á sama aldri og mín. Krökkunum mínum finnst alltaf æðislegt að hitta eldri systkini
sín, og ekki skemmir fyrir að þær eigi litla leikfélaga fyrir mín yngstu að leika við ;)